Herða lög um herkvaðningu fyrir gagnsókn Úkraínumanna Kjartan Kjartansson skrifar 12. apríl 2023 17:39 Þingmenn á rússneska þinginu hlýða á þjóðsönginn við upphaf þingfundar í morgun. Efri deild þingsins samþykkti frumvarp um stafræna herkvaðningu í dag. Rússneska þingið/AP Rússnesk stjórnvöld geta kvatt menn til herþjónustu rafrænt með frumvarpi sem er að verða að lögum áður en væntanleg gagnsókn Úkraínumanna hefst. Með þeim verður erfiðara fyrir menn að komast undan herþjónustu. Gagnrýnendur frumvarpsins segja skref í átt að „stafrænum fangabúðum“. Þúsundir karlmanna flúðu Rússland eða fóru í felur eftir að Vladímír Pútín Rússlandsforseti tilkynnti að 300.000 varaliðsmenn yrði kvaddir í herinn vegna innrása hans í Úkraínu í september. Frumvarp sem var hraðað í gegnum rússneska þingið á að koma í veg fyrir slíkan atgervisflótta. Fram að þessu hafa yfirvöld þurft að afhenta herkvöddum mönnum kvaðninguna í persónu. Margir rússneskir karlmenn forðuðust herkvaðningu með því að halda sig frá þeim stað þar sem þeir voru skráðir til heimilis. Með frumvarpinu sem efri deild þingsins samþykkti í dag verður herkvaðning enn send í pósti en telst gild frá því að hún er færð inn í opinbera vefgátt. Herkvöddum mönnum sem sinna ekki kallinu verður bannað að yfirgefa Rússland, ökuskírteini þeirra verður fellt úr gildi og þeim bannað að selja íbúðir eða aðrar eignir. Neðri deild þingsins samþykkti frumvarpið á þriðjudag. Búist er við því að Pútín staðfesti lögin fljótt með undirskrift sinni, að sögn AP-fréttastofunnar. Stjórnarandstæðingar og mannréttindafrömuðir segja að lögin séu skref í átt að „stafrænu fangelsi“ sem færi heryfirvöldum fordæmalausar valdheimildir. Straumlínulaga herkvaðningarkerfið Flýtimeðferðin sem frumvarpið fékk í rússneska þinginu vekur ótta margra um að Pútín ætli að kveðja fleiri menn í herinn í aðdraganda gagnsóknar gegn innrásarhernum sem búist er við að Úkraínumenn hefji á allra næstu vikum. Stjórnvöld hafa sagt að önnur herkvaðning sé ekki yfirvofandi. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlarstjórnar, segir að nauðsynlegt hafi verið að samþykkja frumvarpið til þess að „straumlínulaga“ herskráningar- og kvaðningarkerfið. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Sjá meira
Þúsundir karlmanna flúðu Rússland eða fóru í felur eftir að Vladímír Pútín Rússlandsforseti tilkynnti að 300.000 varaliðsmenn yrði kvaddir í herinn vegna innrása hans í Úkraínu í september. Frumvarp sem var hraðað í gegnum rússneska þingið á að koma í veg fyrir slíkan atgervisflótta. Fram að þessu hafa yfirvöld þurft að afhenta herkvöddum mönnum kvaðninguna í persónu. Margir rússneskir karlmenn forðuðust herkvaðningu með því að halda sig frá þeim stað þar sem þeir voru skráðir til heimilis. Með frumvarpinu sem efri deild þingsins samþykkti í dag verður herkvaðning enn send í pósti en telst gild frá því að hún er færð inn í opinbera vefgátt. Herkvöddum mönnum sem sinna ekki kallinu verður bannað að yfirgefa Rússland, ökuskírteini þeirra verður fellt úr gildi og þeim bannað að selja íbúðir eða aðrar eignir. Neðri deild þingsins samþykkti frumvarpið á þriðjudag. Búist er við því að Pútín staðfesti lögin fljótt með undirskrift sinni, að sögn AP-fréttastofunnar. Stjórnarandstæðingar og mannréttindafrömuðir segja að lögin séu skref í átt að „stafrænu fangelsi“ sem færi heryfirvöldum fordæmalausar valdheimildir. Straumlínulaga herkvaðningarkerfið Flýtimeðferðin sem frumvarpið fékk í rússneska þinginu vekur ótta margra um að Pútín ætli að kveðja fleiri menn í herinn í aðdraganda gagnsóknar gegn innrásarhernum sem búist er við að Úkraínumenn hefji á allra næstu vikum. Stjórnvöld hafa sagt að önnur herkvaðning sé ekki yfirvofandi. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlarstjórnar, segir að nauðsynlegt hafi verið að samþykkja frumvarpið til þess að „straumlínulaga“ herskráningar- og kvaðningarkerfið.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Sjá meira