Ætla ekki að reka manninn sem ráðinn var fyrir rétt rúmum mánuði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2023 07:30 Chris Wilder er þjálfari Watford sem stendur. John Early/Getty Images Knattspyrnustjórinn Chris Wilder er tiltölulega nýtekinn við sem stjórn enska B-deildarliðsins Watford. Samt sem áður fann félagið sig knúið að gefa út tilkynningu þess efnis að staða hans væri ekki í hættu en Watford hefur aðeins unnið einn leik af þeim sex sem Watford hefur stýrt. Það verður seint sagt að starfsöryggi sé í hávegum haft hjá knattspyrnuþjálfurum og þá sérstaklega þeim sem starfa fyrir Watford. Undanfarin ár hefur eigandi liðsins, Gino Pozzo, skipt um þjálfara líkt og hefðbundið fólk skiptir um nærbuxur. Wilder tók við af Slaven Bilić í mars en hefur ekki tekið að snúa gengið liðsins við. Í gær, miðvikudag, fór orðrómur á kreik um að starf hans væri í hættu og fann Watford sig knúið til að gefa út yfirlýsingu. „Chris Wilder mun sinna starfi aðalþjálfara þangað til loka tímabils hið minnsta. Orðrómurinn er vanvirðing gagnvart Chris og starfsliði hans,“ sagði Ben Manga, tæknilegur ráðgjafi Watford. The Hornets confirm Chris Wilder will remain the club s Head Coach until at least the end of the 2022/23 season, as per the terms he and Watford FC agreed upon his appointment in March.— Watford Football Club (@WatfordFC) April 12, 2023 The Athletic greindi á sama tíma frá því að Watford væri þegar farið að pissa utan í hinn 34 ára gamla Francesco Farioli en hann stýrði síðast liði Rúnars Alex Rúnarssonar, Alanyaspor í Tyrklandi. Farioli var látinn fara þaðan í febrúar en er einkar eftirsóttur. Hvort það heilli að taka við liði sem skiptir jafn oft um þjálfara og raun ber vitni á svo eftir að koma í ljós. Fari svo að Watford losi sig við Wilder verður Watford í leit að sínum níunda þjálfara síðan árið 2020. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira
Það verður seint sagt að starfsöryggi sé í hávegum haft hjá knattspyrnuþjálfurum og þá sérstaklega þeim sem starfa fyrir Watford. Undanfarin ár hefur eigandi liðsins, Gino Pozzo, skipt um þjálfara líkt og hefðbundið fólk skiptir um nærbuxur. Wilder tók við af Slaven Bilić í mars en hefur ekki tekið að snúa gengið liðsins við. Í gær, miðvikudag, fór orðrómur á kreik um að starf hans væri í hættu og fann Watford sig knúið til að gefa út yfirlýsingu. „Chris Wilder mun sinna starfi aðalþjálfara þangað til loka tímabils hið minnsta. Orðrómurinn er vanvirðing gagnvart Chris og starfsliði hans,“ sagði Ben Manga, tæknilegur ráðgjafi Watford. The Hornets confirm Chris Wilder will remain the club s Head Coach until at least the end of the 2022/23 season, as per the terms he and Watford FC agreed upon his appointment in March.— Watford Football Club (@WatfordFC) April 12, 2023 The Athletic greindi á sama tíma frá því að Watford væri þegar farið að pissa utan í hinn 34 ára gamla Francesco Farioli en hann stýrði síðast liði Rúnars Alex Rúnarssonar, Alanyaspor í Tyrklandi. Farioli var látinn fara þaðan í febrúar en er einkar eftirsóttur. Hvort það heilli að taka við liði sem skiptir jafn oft um þjálfara og raun ber vitni á svo eftir að koma í ljós. Fari svo að Watford losi sig við Wilder verður Watford í leit að sínum níunda þjálfara síðan árið 2020.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira