Hjalti Þór eftir að Keflavík braut sópinn: Megum ekki fara of hátt upp Siggeir F. Ævarsson skrifar 12. apríl 2023 20:50 Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur. Vísir/Hulda Margrét Keflvíkingar unnu yfirburða sigur á Tindastóli í kvöld í þriðju viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla, lokatölur 100-78. Keflvíkingar virtust vera með góð tök á leiknum allt frá upphafi og gestirnir aldrei líklegir til að gera leikinn spennandi. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, vildi ekki fara fram úr sér í gleðinni en tók undir að hans menn hafi náð að sýna sitt rétta andlit í kvöld. „Það má segja það. Allir sem komu inn á voru að leggja í púkkið og allir tilbúnir að leggja sig fram. Bara virkilega flott. Við vorum líka alveg heppnir að þeir voru ekki að hitta eins vel og áður. Við megum ekki fara of hátt upp. Þeir voru kannski ekkert endilega að spila sinn besta leik. Þannig að við þurfum að vera klárir í næsta leik.“ Talandi um að leggja í púkkið, þá átti Ólafur Ingi Styrmisson magnaða innkomu af bekknum. Á 24 mínútum skoraði hann 16 stig og klikkaði ekki úr skoti. Fjórir þristar og tvær kraftmiklar troðslur sem kveiktu í áhorfendum. „Hann auðvitað byrjaði tímabilið frábærlega og var virkilega flottur. En svo var hann meiddur heillengi en er aðeins að koma til baka og er orðinn heill núna. Hann er bara að sýna hvað hann getur.“ Hjalti talaði um það fyrir leik að Keflvíkingar ættu bara eitt líf eftir en Skagfirðingar þrjú, og verkefni kvöldsins væri að taka eitt af þeim. Verkefnið er því hvergi nærri búið, framundan er ferð norður yfir heiðar, og það má reikna með að lætin og stemmingin í Síkinu verði ekki minni en í Blue-höllinni í kvöld. „Það verður bara áskorun fyrir okkur. Það er risa áskorun að fara á Krókinn og taka þá. Það er bara þannig. Við eigum ennþá eitt líf og þeir eiga tvö. Við tókum eitt líf af þeim núna. Við bara förum brattir á Krókinn og gerum allt sem í okkar valdi stendur til að taka þá þar,“ sagði Hjalti Þór að lokum, stóískur að vanda. Körfubolti Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, vildi ekki fara fram úr sér í gleðinni en tók undir að hans menn hafi náð að sýna sitt rétta andlit í kvöld. „Það má segja það. Allir sem komu inn á voru að leggja í púkkið og allir tilbúnir að leggja sig fram. Bara virkilega flott. Við vorum líka alveg heppnir að þeir voru ekki að hitta eins vel og áður. Við megum ekki fara of hátt upp. Þeir voru kannski ekkert endilega að spila sinn besta leik. Þannig að við þurfum að vera klárir í næsta leik.“ Talandi um að leggja í púkkið, þá átti Ólafur Ingi Styrmisson magnaða innkomu af bekknum. Á 24 mínútum skoraði hann 16 stig og klikkaði ekki úr skoti. Fjórir þristar og tvær kraftmiklar troðslur sem kveiktu í áhorfendum. „Hann auðvitað byrjaði tímabilið frábærlega og var virkilega flottur. En svo var hann meiddur heillengi en er aðeins að koma til baka og er orðinn heill núna. Hann er bara að sýna hvað hann getur.“ Hjalti talaði um það fyrir leik að Keflvíkingar ættu bara eitt líf eftir en Skagfirðingar þrjú, og verkefni kvöldsins væri að taka eitt af þeim. Verkefnið er því hvergi nærri búið, framundan er ferð norður yfir heiðar, og það má reikna með að lætin og stemmingin í Síkinu verði ekki minni en í Blue-höllinni í kvöld. „Það verður bara áskorun fyrir okkur. Það er risa áskorun að fara á Krókinn og taka þá. Það er bara þannig. Við eigum ennþá eitt líf og þeir eiga tvö. Við tókum eitt líf af þeim núna. Við bara förum brattir á Krókinn og gerum allt sem í okkar valdi stendur til að taka þá þar,“ sagði Hjalti Þór að lokum, stóískur að vanda.
Körfubolti Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti