Fíkniefnahringirnir sem íslenskur karlmaður er sagður hafa stýrt í Brasilíu hafa tengsl við alræmd og rótgróin glæpasamtök í landinu. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að fjörutíu ára fangelsi.
Íslenska lyfjaþróunarfyrirtækið Akthelia er brautryðjandi í rannsóknum sem leitt gætu til byltingar í baráttunni við bakteríur sem í vaxandi mæli verða ónæmar fyrir sýklalyfjum. Við kynnum okkur rannsóknir þess - sem Evrópusambandið hefur nú styrkt um tæpan milljarð.
Þá förum við yfir nýja skýrslu um náttúruvá sem varpar ljósi á gríðarlega fjárþörf í málaflokknum og hittum mann sem missti þrjá útlimi í lestarslysi en er hér á landi að æfa fyrir göngu á hæsta fjalls Japans. Að lokum kíkjum við á Klambratún þar sem hundar mega á næstunni hlaupa frjálsir – en með ákveðnum takmörkunum.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.