Jarðgöng undir Fjarðarheiði talin kosta 46,3 milljarða króna Kristján Már Unnarsson skrifar 13. apríl 2023 18:48 Fyrirhugaður gangamunni Egilsstaðamegin mun tengjast þjóðveginum um Fagradal. Mannvit/Vegagerðin Kostnaður við fyrirhuguð Fjarðarheiðargöng milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar er núna áætlaður 46,3 milljarðar króna, miðað við verðlag í október 2022. Þetta kom fram í erindi sérfræðings Vegagerðarinnar á opnum fjarfundi sem sveitarfélagið Múlaþing stóð fyrir síðdegis. Fyrir hönd Vegagerðarinnar kynnti Freyr Pálsson jarðverkfræðingur verkefnið og undirbúning þess. Fram kom í máli hans að af 46,3 milljarða kostnaði væri gert ráð fyrir að göngin sjálf kostuðu 41,6 milljarða króna. Annað er einkum kostnaður við gerð vega sem tengja göngin við vegakerfið. Egilsstaðamegin væri miðað við að velja svokallaða Suðurleið með breytingu sem nefnd væri Suðurleið B og Múlaþing hefði samþykkt. Tenging Fjarðarheiðarganga við Egilsstaði með „Suðurleið“ er sýnd með bláum lit. „Suðurleið B“ er fjólubláa línan aðeins sunnar. Með þeirri breytingu færist vegurinn fjær þéttbýlinu, sem skapar meira rými fyrir ný hverfi í bænum.Múlaþing Upplýst var að framkvæmdatími væri áætlaður sjö ár. Vegagerðin gerði ráð fyrir að göngin yrðu klár til útboðs haustið 2023. Útboðsferlið hæfist þegar endanleg ákvörðun hefði verið tekin og fjármögnunarferli lægi fyrir. Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, skýrði frá því að undirbúningskostnaður stæði núna í 600 milljónum króna. Ný samgönguáætlun fyrir árin 2024 til 2038 væri í vinnslu og áformað að Alþingi fjallaði um hana núna á vorþingi. Þar væri boðuð sú stefna að flýtt skyldi uppbyggingu jarðgangakosta á næstu 30 árum. Verkefnastofa innviðaráðuneytis og fjármálaráðuneytis væri að móta tillögur um gjaldtöku af umferð til að mæta fjárfestingarþörf. Um fjármögnun sagði Guðmundur Valur gert ráð fyrir að helmingur kæmi með gjaldtöku en hinn helmingurinn af fjárlögum og kvaðst treysta á að núna í samgönguáætlun birtist þetta frekar. Rútur á Fjarðarheiði með farþega ferjunnar Norrænu í síðasta mánuði. Sigurjón Ólason Freyr Pálsson rakti jarðfræðina undir Fjarðarheiði sem einkum væri hraunlagastafli. Setlög væru talin vera tíu prósent. Setlögin sagði hann vandræðaberg sem hægðu á gangagreftri. Þá væri berggangabelti frá Þingmúlaeldstöð en þeim gæti fylgt vatnsleki og tiltók Heiðarvatn sem væri miðlunarlón á heiðinni. Sagði Freyr fyrirhugað að bora eina könnunarholu í viðbót í sumar til að fá betri mynd af jarðfræðinni. Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings, spurði um áhyggjur af jarðlögum. Freyr svaraði því til að setlög væru svipuð og í Norðfjarðargöngum og Fáskrúðsfjarðargöngum. Þó væri búist við votari göngum. Gert væri ráð fyrir að samhliða greftrinum yrðu könnunarholur boraðar kerfisbundið. Ekki væri búist við neinu óvenjulegu en tók fram að jarðgangagerð væri ávallt óvissuferð. Fram kom að Seyðisfjarðarmegin væri flutningur vatnsbóls Seyðfirðinga til skoðunar. Hætta væri á mengun vatnsbóls vegna framkvæmdanna og væru tveir valkostir til skoðunar til að draga úr hættu á mengunarslysi. Spurning kom frá áheyranda um hvenær göngin yrðu tilbúin. Svaraði Freyr að það yrði sjö árum eftir að verkið hæfist, hugsanlega árið 2031. Fjallað var um jarðgangaáformin í þættinum Ísland í dag á þriðjudag: Múlaþing Samgöngur Vegagerð Byggðamál Vegtollar Tengdar fréttir Hringtenging Austurlands sögð vega þyngra en Fjarðarheiðargöng Meðal Austfirðinga, einnig Seyðfirðinga, ríkir ekki einhugur um jarðgöng undir Fjarðarheiði. Deilt er um forgangsröðun og hvort fremur eigi að tengja Seyðisfjörð við aðrar byggðir með tvennum göngum um Mjóafjörð, sem myndi hringtengja Mið-Austurland. 12. apríl 2023 10:52 Segir alþingismenn hafa verið blekkta við val næstu jarðganga Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi til fjörutíu ára segir enga sátt ríkja í fjórðungnum um gerð Fjarðarheiðarganga og telur að alþingismenn hafi verið blekktir til að setja þau í forgang. Talsmaður Seyðfirðinga segir málið hins vegar útrætt og niðurstaða liggi fyrir um að þau verði næstu jarðgöng á Íslandi. 11. apríl 2023 21:51 Vill bora öll jarðgöng sem þörf er á hérlendis á næstu þrjátíu árum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vill að á næstu þrjátíu árum verði reynt að bora öll þau jarðgöng sem þörf er á hérlendis en fjármagna þau í allt að fimmtíu ár eftir það. 1. desember 2022 22:20 Fjarðarheiði gleypir öll framlög og veggjöld til jarðganga í sautján ár Svo fjárfrek verða Fjarðarheiðargöng að öll framlög á fimmtán ára jarðgangaáætlun ásamt gjaldtöku af öllum göngum duga ekki til að greiða kostnaðinn. Rými til að grafa næstu göng í landinu skapast vart fyrr en í kringum árið 2040. 14. júlí 2022 22:30 Óttast ekki að umræða um gjaldtöku spilli áformum um Fjarðarheiðargöng Áform ríkisstjórnarinnar um að hefja gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins gætu orðið eitt helsta þrætumál samfélagsins á næstu misserum. Formaður byggðaráðs Múlaþings óttast ekki að umræða um jarðgangatoll spilli áformum um Fjarðarheiðargöng. 13. júlí 2022 22:20 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Fyrir hönd Vegagerðarinnar kynnti Freyr Pálsson jarðverkfræðingur verkefnið og undirbúning þess. Fram kom í máli hans að af 46,3 milljarða kostnaði væri gert ráð fyrir að göngin sjálf kostuðu 41,6 milljarða króna. Annað er einkum kostnaður við gerð vega sem tengja göngin við vegakerfið. Egilsstaðamegin væri miðað við að velja svokallaða Suðurleið með breytingu sem nefnd væri Suðurleið B og Múlaþing hefði samþykkt. Tenging Fjarðarheiðarganga við Egilsstaði með „Suðurleið“ er sýnd með bláum lit. „Suðurleið B“ er fjólubláa línan aðeins sunnar. Með þeirri breytingu færist vegurinn fjær þéttbýlinu, sem skapar meira rými fyrir ný hverfi í bænum.Múlaþing Upplýst var að framkvæmdatími væri áætlaður sjö ár. Vegagerðin gerði ráð fyrir að göngin yrðu klár til útboðs haustið 2023. Útboðsferlið hæfist þegar endanleg ákvörðun hefði verið tekin og fjármögnunarferli lægi fyrir. Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, skýrði frá því að undirbúningskostnaður stæði núna í 600 milljónum króna. Ný samgönguáætlun fyrir árin 2024 til 2038 væri í vinnslu og áformað að Alþingi fjallaði um hana núna á vorþingi. Þar væri boðuð sú stefna að flýtt skyldi uppbyggingu jarðgangakosta á næstu 30 árum. Verkefnastofa innviðaráðuneytis og fjármálaráðuneytis væri að móta tillögur um gjaldtöku af umferð til að mæta fjárfestingarþörf. Um fjármögnun sagði Guðmundur Valur gert ráð fyrir að helmingur kæmi með gjaldtöku en hinn helmingurinn af fjárlögum og kvaðst treysta á að núna í samgönguáætlun birtist þetta frekar. Rútur á Fjarðarheiði með farþega ferjunnar Norrænu í síðasta mánuði. Sigurjón Ólason Freyr Pálsson rakti jarðfræðina undir Fjarðarheiði sem einkum væri hraunlagastafli. Setlög væru talin vera tíu prósent. Setlögin sagði hann vandræðaberg sem hægðu á gangagreftri. Þá væri berggangabelti frá Þingmúlaeldstöð en þeim gæti fylgt vatnsleki og tiltók Heiðarvatn sem væri miðlunarlón á heiðinni. Sagði Freyr fyrirhugað að bora eina könnunarholu í viðbót í sumar til að fá betri mynd af jarðfræðinni. Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings, spurði um áhyggjur af jarðlögum. Freyr svaraði því til að setlög væru svipuð og í Norðfjarðargöngum og Fáskrúðsfjarðargöngum. Þó væri búist við votari göngum. Gert væri ráð fyrir að samhliða greftrinum yrðu könnunarholur boraðar kerfisbundið. Ekki væri búist við neinu óvenjulegu en tók fram að jarðgangagerð væri ávallt óvissuferð. Fram kom að Seyðisfjarðarmegin væri flutningur vatnsbóls Seyðfirðinga til skoðunar. Hætta væri á mengun vatnsbóls vegna framkvæmdanna og væru tveir valkostir til skoðunar til að draga úr hættu á mengunarslysi. Spurning kom frá áheyranda um hvenær göngin yrðu tilbúin. Svaraði Freyr að það yrði sjö árum eftir að verkið hæfist, hugsanlega árið 2031. Fjallað var um jarðgangaáformin í þættinum Ísland í dag á þriðjudag:
Múlaþing Samgöngur Vegagerð Byggðamál Vegtollar Tengdar fréttir Hringtenging Austurlands sögð vega þyngra en Fjarðarheiðargöng Meðal Austfirðinga, einnig Seyðfirðinga, ríkir ekki einhugur um jarðgöng undir Fjarðarheiði. Deilt er um forgangsröðun og hvort fremur eigi að tengja Seyðisfjörð við aðrar byggðir með tvennum göngum um Mjóafjörð, sem myndi hringtengja Mið-Austurland. 12. apríl 2023 10:52 Segir alþingismenn hafa verið blekkta við val næstu jarðganga Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi til fjörutíu ára segir enga sátt ríkja í fjórðungnum um gerð Fjarðarheiðarganga og telur að alþingismenn hafi verið blekktir til að setja þau í forgang. Talsmaður Seyðfirðinga segir málið hins vegar útrætt og niðurstaða liggi fyrir um að þau verði næstu jarðgöng á Íslandi. 11. apríl 2023 21:51 Vill bora öll jarðgöng sem þörf er á hérlendis á næstu þrjátíu árum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vill að á næstu þrjátíu árum verði reynt að bora öll þau jarðgöng sem þörf er á hérlendis en fjármagna þau í allt að fimmtíu ár eftir það. 1. desember 2022 22:20 Fjarðarheiði gleypir öll framlög og veggjöld til jarðganga í sautján ár Svo fjárfrek verða Fjarðarheiðargöng að öll framlög á fimmtán ára jarðgangaáætlun ásamt gjaldtöku af öllum göngum duga ekki til að greiða kostnaðinn. Rými til að grafa næstu göng í landinu skapast vart fyrr en í kringum árið 2040. 14. júlí 2022 22:30 Óttast ekki að umræða um gjaldtöku spilli áformum um Fjarðarheiðargöng Áform ríkisstjórnarinnar um að hefja gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins gætu orðið eitt helsta þrætumál samfélagsins á næstu misserum. Formaður byggðaráðs Múlaþings óttast ekki að umræða um jarðgangatoll spilli áformum um Fjarðarheiðargöng. 13. júlí 2022 22:20 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Hringtenging Austurlands sögð vega þyngra en Fjarðarheiðargöng Meðal Austfirðinga, einnig Seyðfirðinga, ríkir ekki einhugur um jarðgöng undir Fjarðarheiði. Deilt er um forgangsröðun og hvort fremur eigi að tengja Seyðisfjörð við aðrar byggðir með tvennum göngum um Mjóafjörð, sem myndi hringtengja Mið-Austurland. 12. apríl 2023 10:52
Segir alþingismenn hafa verið blekkta við val næstu jarðganga Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi til fjörutíu ára segir enga sátt ríkja í fjórðungnum um gerð Fjarðarheiðarganga og telur að alþingismenn hafi verið blekktir til að setja þau í forgang. Talsmaður Seyðfirðinga segir málið hins vegar útrætt og niðurstaða liggi fyrir um að þau verði næstu jarðgöng á Íslandi. 11. apríl 2023 21:51
Vill bora öll jarðgöng sem þörf er á hérlendis á næstu þrjátíu árum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vill að á næstu þrjátíu árum verði reynt að bora öll þau jarðgöng sem þörf er á hérlendis en fjármagna þau í allt að fimmtíu ár eftir það. 1. desember 2022 22:20
Fjarðarheiði gleypir öll framlög og veggjöld til jarðganga í sautján ár Svo fjárfrek verða Fjarðarheiðargöng að öll framlög á fimmtán ára jarðgangaáætlun ásamt gjaldtöku af öllum göngum duga ekki til að greiða kostnaðinn. Rými til að grafa næstu göng í landinu skapast vart fyrr en í kringum árið 2040. 14. júlí 2022 22:30
Óttast ekki að umræða um gjaldtöku spilli áformum um Fjarðarheiðargöng Áform ríkisstjórnarinnar um að hefja gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins gætu orðið eitt helsta þrætumál samfélagsins á næstu misserum. Formaður byggðaráðs Múlaþings óttast ekki að umræða um jarðgangatoll spilli áformum um Fjarðarheiðargöng. 13. júlí 2022 22:20