Viðskipti innlent

Egill tekur við Gauta sem fram­kvæmda­stjóri Heimsta­den

Máni Snær Þorláksson skrifar
Egill Lúðvíksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Heimstaden á Íslandi.
Egill Lúðvíksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Heimstaden á Íslandi. Aðsend

Egill Lúðvíksson er nýr framkvæmdastjóri Heimstaden á Íslandi. Hann tekur við stöðunni af Gauta Reynissyni í sumar. Síðustu fjögur ár hefur Egill starfað hjá móðurfélagi Heimstaden í Kaupmannahöfn við fjárfestingar, stefnumótun og fjármögnunn á ýmsum starfssvæðum fyrirtækisins.

Fram kemur í tilkynningu frá Heimstaden að Egill hafi átt stóran þátt í komu fyrirtækisins á íslenskan markað fyrir þremur árum. Þá hafi hann starfað náið með skrifstofunni hér á landi við fjármögnun og stýringu eignasafnsins.

Gauti hefur ákveðið að hverfa til annarra starfa en hann hefur verið hjá fyrirtækinu síðastliðin átta ár. „Þessi átta ár sem ég hef starfað hjá Heimstaden á Íslandi hafa verið uppfull af spennandi tækifærum,“ er haft eftir Gauta í tilkynningunni.

„Ég er sérstaklega þakklátur því góða fólki sem ég hef verið svo lánsamur að vinna með. Fyrirtækið er í góðum höndum og vel búið undir framtíðina.“

Helga Krogsbøl, framkvæmdastjóri hjá móðurfélaginu Heimstaden þakkar Gauta fyrir hans störf og segist hlakka til að vinna með Agli.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×