Hrun hjá bréfum Alvotech eftir tíðindi næturinnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. apríl 2023 10:20 Róbert Wessman er forstjóri Alvotech. Vísir/Vilhelm Virði bréfa Alvotech hefur fallið um rúm tuttugu prósent eftir að í ljós kom að fyrirtækið fær ekki enn grænt ljós frá Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna (FDA) fyrir líftæknilyfjahliðstæðu við gigtarlyfið Humira. FDA segist ekki geta veitt markaðsleyfi fyrir lyfið þar til búið sé að bregðast með fullnægjandi hætti við ábendingum sem eftirlitið gerði í kjölfar úttektar á framleiðsluaðstöðu íslenska fyrirtækisins sem lauk um miðjan mars. Áform félagsins hafa gert ráð fyrir að hefja sölu á lyfinu vestanhafs um mitt þetta ár í samstarfi við Teva. Hlutabréfaverð alþjóðlega lyfjarisans hafði lækkað um rúmlega níu prósent í viðskiptum fyrir opnun markaða í Bandaríkjunum eftir að greint var frá athugasemdum FDA. Hlutabréfaverð Alvotech, sem er verðmætasta fyrirtækið í Kauphöllinni, hafði hækkað um meira en hundrað prósent frá því í byrjun desember í fyrra. Gengið hefur hins vegar lækkað um rúm 20 prósent eftir opnun Kauphallarinnar í morgun og er markaðsvirði félagsins nú um 440 milljarðar króna. Gengi hlutabréfa er í augnablikinu í kringum 1500 krónur en var 1915 krónur þegar Kauphöll var lokað í gær. Kauphöllin Alvotech Tengdar fréttir Japanskur fyrirtækjarisi fjárfestir í Alvotech fyrir níu milljarða Japanska fjárfestingafélagið Mitsui & Co, sem er hluti af einni stærstu fyrirtækjasamsteypu heims, hefur keypt breytanleg skuldabréf Alvotech að fjárhæð 62,75 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 8,6 milljarða króna, af félagi sem er að stórum hluta í eigu Róbert Wessman, forstjóra Alvotech. Stærsti hluthafi Mitsui er fjárfestingafélag Warrens Buffett en fjárfestingin í Alvotech kemur einum degi áður en líftæknilyfjafyrirtækið gerir ráð fyrir að fá niðurstöðu frá bandaríska lyfjaeftirlitinu vegna umsóknar um markaðsleyfi fyrir gigtarlyfið Humira. 12. apríl 2023 09:36 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
FDA segist ekki geta veitt markaðsleyfi fyrir lyfið þar til búið sé að bregðast með fullnægjandi hætti við ábendingum sem eftirlitið gerði í kjölfar úttektar á framleiðsluaðstöðu íslenska fyrirtækisins sem lauk um miðjan mars. Áform félagsins hafa gert ráð fyrir að hefja sölu á lyfinu vestanhafs um mitt þetta ár í samstarfi við Teva. Hlutabréfaverð alþjóðlega lyfjarisans hafði lækkað um rúmlega níu prósent í viðskiptum fyrir opnun markaða í Bandaríkjunum eftir að greint var frá athugasemdum FDA. Hlutabréfaverð Alvotech, sem er verðmætasta fyrirtækið í Kauphöllinni, hafði hækkað um meira en hundrað prósent frá því í byrjun desember í fyrra. Gengið hefur hins vegar lækkað um rúm 20 prósent eftir opnun Kauphallarinnar í morgun og er markaðsvirði félagsins nú um 440 milljarðar króna. Gengi hlutabréfa er í augnablikinu í kringum 1500 krónur en var 1915 krónur þegar Kauphöll var lokað í gær.
Kauphöllin Alvotech Tengdar fréttir Japanskur fyrirtækjarisi fjárfestir í Alvotech fyrir níu milljarða Japanska fjárfestingafélagið Mitsui & Co, sem er hluti af einni stærstu fyrirtækjasamsteypu heims, hefur keypt breytanleg skuldabréf Alvotech að fjárhæð 62,75 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 8,6 milljarða króna, af félagi sem er að stórum hluta í eigu Róbert Wessman, forstjóra Alvotech. Stærsti hluthafi Mitsui er fjárfestingafélag Warrens Buffett en fjárfestingin í Alvotech kemur einum degi áður en líftæknilyfjafyrirtækið gerir ráð fyrir að fá niðurstöðu frá bandaríska lyfjaeftirlitinu vegna umsóknar um markaðsleyfi fyrir gigtarlyfið Humira. 12. apríl 2023 09:36 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Japanskur fyrirtækjarisi fjárfestir í Alvotech fyrir níu milljarða Japanska fjárfestingafélagið Mitsui & Co, sem er hluti af einni stærstu fyrirtækjasamsteypu heims, hefur keypt breytanleg skuldabréf Alvotech að fjárhæð 62,75 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 8,6 milljarða króna, af félagi sem er að stórum hluta í eigu Róbert Wessman, forstjóra Alvotech. Stærsti hluthafi Mitsui er fjárfestingafélag Warrens Buffett en fjárfestingin í Alvotech kemur einum degi áður en líftæknilyfjafyrirtækið gerir ráð fyrir að fá niðurstöðu frá bandaríska lyfjaeftirlitinu vegna umsóknar um markaðsleyfi fyrir gigtarlyfið Humira. 12. apríl 2023 09:36