Grundvallarskýrsla Svandísar um lagareldi sögð rándýr hrákasmíð Jakob Bjarnar skrifar 14. apríl 2023 11:26 Í umsögn sem Jón Kaldal fyrir hönd IWF og Auður Önnu Magnúsdóttur fyrir hönd Landverndar hafa lagt fram um skýrslu Boston Conculting Group, skýrslu sem Svandís hyggst nýta sem grundvallarplagg í stefnumótun í lagareldi til framtíðar, er hörðum orðum farið um skýrsluna. Hún sögð uppfylla draumóra fiskeldisiðnaðarins en sé í raun gagnlítið plagg. vísir/vilhelm Skýrsla alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group sem gerð var fyrir Matvælaráðuneytið um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi fær hroðalega útreið í umsögnum, þó þeir finnist vissulega sem eru ánægðir með skýrsluna. Skýrslan hefur legið fyrir í samráðsgátt frá 28. febrúar og nú þegar umsagnarfrestur er liðinn blasir við ófögur einkunn. Vísir hefur beint fyrirspurn til Svandísar Svavarsdóttur af þessu tilefni en af svörum frá ráðuneytinu er ekki annað að sjá en að skýrslan muni verða grundvallarplagg í stefnumótun um lagareldi, sem er hugtak sem á við um sjókvía-, land-, þörunga- og úthafseldi. Rándýrt og gagnlítið plagg Meðal þeirra sem tjá sig um skýrsluna er Landvernd en í ítarlegri umsögn sem Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri sendir inn fyrir hönd stjórnar samtakanna er fylgt úr hlaði með orðunum: „Stjórn Landverndar telur skýrsluna vera draumóra fiskeldisiðnaðarins og í raun gagnlítið plagg. Mjög alvarlegt er hversu miklum fjármunum af almannafé hefur verið varið til þessarar skýrslugerðar sem er bæði efnislega og að forminu til mjög rýr.“ Sjókvíaeldi í Berufirði. Þessi atvinnugrein ætlar að reynast umdeild og langt í frá séð fyrir enda á átökum um hana.vísir/vilhelm Kostnaður við skýrsluna slagar hátt í hundrað milljónir króna. Umsögn Landverndar er sláandi en helstu athugasemdir varða: - Ofuráhersla er efnahagslegan ávinning eldisfyrirtækja - Sviðsmyndir eru óraunhæfar - Grunnreglur umhverfisréttar eru að engu hafðar - Ekki er skýrt hvernig bregðast á við og draga úr alvarlegum umhverfisáhrifum - Algjör vöntun er á sannfærandi umfjöllun um áhrif fiskeldis á losun gróðurhúsalofttegunda, orkunotkun, burðarþol fjarða vegna lífræns efnis eða af lúsalyfjum, plasti og koparoxíði, - Umfjöllun um áhrif á villta laxastofna og aðrar atvinnugreinar er ófullnægjandi - Alvarlegir annmarkar eru á heimilda- og hugtakanotkun Rangfærslur og hæpnar fullyrðingar Svandís Svavarsdóttir kynnti skýrsluna á sérstökum fundi 28. febrúar síðastliðinn sem haldinn var á Grand Hótel og var þeim fundi streymt sérstaklega á Vísi. „Niðurstöður skýrslunnar munu nýtast við stefnumótun fiskeldis á Íslandi til framtíðar,“ sagði í tilkynningu ráðuneytisins og tekið fram að þar væri tekið mið af umhverfismálum, verðmætasköpun og regluverki. Væri þetta allt í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Annar sem farið hefur í saumana skýrslu Boston Consulting Group er Jón Kaldal fyrir hönd Íslenska náttúruverndarsjóðsins – The Icelandic Wildlif Fund (IWF) og hann lýsir í umsögn á samráðsgáttinni, líkt og Auður, yfir miklum vonbrigðum með vinnubrögð skýrsluhöfunda. „Í skýrslunni eru settar fram þrjár sviðsmyndir sem allar eru óraunhæfar og þar eru ýmsar rangfærslur, hæpnar fullyrðingar og upplýsingar lagðar fram án þess að fyrir þeim séu tilgreindar heimildir. Skýrslan er svo gölluð að hún getur ekki þjónað sem grunnur að stefnumótun fiskeldis á Íslandi til framtíðar,“ segir í orðum sem fylgja 16 síðna umsögn þar sem farið er í saumana á skýrslunni og tekið til það sem þau hjá IWF telja hreinar og klárar rangfærslur. „Óspillt náttúra og lífríki er dýrmætasti lífeyrissjóður Íslendinga. Þessi skýrsla gengur gegn því að vernda þau mikilvægu verðmæti fyrir komandi kynslóðir.“ Skýrsla BCG verður grundvallarplagg Ekki verður séð að þau Auður og Jón hafi haft erindi sem erfiði, ekki teljandi ef marka má svör sem bárust Vísi við fyrirspurn sem Vísir beindi til Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra. Fyrirspurnin er í fjórum liðum. Fyrst var spurt hvernig ráðuneytið hyggðist bregðast við þessum alvarlegu athugasemdum? Þá var spurt hvort ráðuneytið myndi óska þess að BCG myndi skila uppfærðri uppfærðri og leiðréttri skýrslu án þess að til frekari greiðslu komi? Í þriðja lagi var spurt hvort ráðuneytið líti svo á að skýrslan í óbreyttri myndi geti nýst við stefnumótun í þessum málaflokki? Og að endingu: Af hverju var ákveðið að hafa í skýrslu um sjóeldi framleiðslu sem fer fram alfarið á landi? Það er að segja landeldi á laxi og öðrum fisktegundum og ræktun smáþörunga, sem fer til dæmis fram í Jarðhitagarðinum á Hellisheiði? Ráherrarnir Svandís Svavarsdóttir og Bjarni Benediktsson bera saman bækur sínar. Skýrsla Boston Consulting, sem til stendur að grundvalla framtíðarstefnu í lagareldi á Íslandi, kostaði hátt í hundrað milljónir króna. Hún fær ekki háa einkunn í umsögn á samráðsgáttinni.vísir/vilhelm Svör ráðuneytisins voru eftirfarandi: „Boston Consulting Group skilaði skýrslu sinni til ráðuneytisins í lok febrúar sl. Um var að ræða lokaafurð fyrirtækisins og var hún gefin út á ábyrgð þess. Efnistök skýrslunnar og vinnsla eru í samræmi við þær kröfur sem gerðar voru í útboði ráðuneytisins þegar tilboða var leitað í gerð skýrslunnar. Tilgangur birtingar skýrslunnar á samráðsgátt stjórnvalda var að gefa almenningi og hagaðilum tækifæri á að tjá sig um efni hennar þannig að slíkar athugasemdir nýtist við þá stefnumótun sem nú stendur fyrir dyrum.Ráðuneytið telur að þær fjöldamörgu athugasemdir sem bárust muni nýtast við þá stefnumörkun, þar sem skýrsla BCG og stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar eru grundvallargögn. Skýrslunni var ekki ætlað að fjalla eingöngu um sjóeldi, eins og gengið er út frá í spurningu 4, heldur var henni ætlað að kortleggja á heildstæðan hátt tækifæri til lagareldis á Íslandi.“ Tilefni spurningar númer fjögur er að samtök landseldisfyrirtækja gengu nýverið í Bændasamtökin. Í stuttu samtali við Vísi sagði formaður Landeldisbænda, Þorvaldur Arnarsson, það svo að þeir teldu sig meira sameiginlegt með landbúnaði en úgerð; eini munurinn á þeim og hefðbundnum bændum væri sá að þeir ælu sínar skepnur í vatni. Umhverfismál Fiskeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Skýrslan hefur legið fyrir í samráðsgátt frá 28. febrúar og nú þegar umsagnarfrestur er liðinn blasir við ófögur einkunn. Vísir hefur beint fyrirspurn til Svandísar Svavarsdóttur af þessu tilefni en af svörum frá ráðuneytinu er ekki annað að sjá en að skýrslan muni verða grundvallarplagg í stefnumótun um lagareldi, sem er hugtak sem á við um sjókvía-, land-, þörunga- og úthafseldi. Rándýrt og gagnlítið plagg Meðal þeirra sem tjá sig um skýrsluna er Landvernd en í ítarlegri umsögn sem Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri sendir inn fyrir hönd stjórnar samtakanna er fylgt úr hlaði með orðunum: „Stjórn Landverndar telur skýrsluna vera draumóra fiskeldisiðnaðarins og í raun gagnlítið plagg. Mjög alvarlegt er hversu miklum fjármunum af almannafé hefur verið varið til þessarar skýrslugerðar sem er bæði efnislega og að forminu til mjög rýr.“ Sjókvíaeldi í Berufirði. Þessi atvinnugrein ætlar að reynast umdeild og langt í frá séð fyrir enda á átökum um hana.vísir/vilhelm Kostnaður við skýrsluna slagar hátt í hundrað milljónir króna. Umsögn Landverndar er sláandi en helstu athugasemdir varða: - Ofuráhersla er efnahagslegan ávinning eldisfyrirtækja - Sviðsmyndir eru óraunhæfar - Grunnreglur umhverfisréttar eru að engu hafðar - Ekki er skýrt hvernig bregðast á við og draga úr alvarlegum umhverfisáhrifum - Algjör vöntun er á sannfærandi umfjöllun um áhrif fiskeldis á losun gróðurhúsalofttegunda, orkunotkun, burðarþol fjarða vegna lífræns efnis eða af lúsalyfjum, plasti og koparoxíði, - Umfjöllun um áhrif á villta laxastofna og aðrar atvinnugreinar er ófullnægjandi - Alvarlegir annmarkar eru á heimilda- og hugtakanotkun Rangfærslur og hæpnar fullyrðingar Svandís Svavarsdóttir kynnti skýrsluna á sérstökum fundi 28. febrúar síðastliðinn sem haldinn var á Grand Hótel og var þeim fundi streymt sérstaklega á Vísi. „Niðurstöður skýrslunnar munu nýtast við stefnumótun fiskeldis á Íslandi til framtíðar,“ sagði í tilkynningu ráðuneytisins og tekið fram að þar væri tekið mið af umhverfismálum, verðmætasköpun og regluverki. Væri þetta allt í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Annar sem farið hefur í saumana skýrslu Boston Consulting Group er Jón Kaldal fyrir hönd Íslenska náttúruverndarsjóðsins – The Icelandic Wildlif Fund (IWF) og hann lýsir í umsögn á samráðsgáttinni, líkt og Auður, yfir miklum vonbrigðum með vinnubrögð skýrsluhöfunda. „Í skýrslunni eru settar fram þrjár sviðsmyndir sem allar eru óraunhæfar og þar eru ýmsar rangfærslur, hæpnar fullyrðingar og upplýsingar lagðar fram án þess að fyrir þeim séu tilgreindar heimildir. Skýrslan er svo gölluð að hún getur ekki þjónað sem grunnur að stefnumótun fiskeldis á Íslandi til framtíðar,“ segir í orðum sem fylgja 16 síðna umsögn þar sem farið er í saumana á skýrslunni og tekið til það sem þau hjá IWF telja hreinar og klárar rangfærslur. „Óspillt náttúra og lífríki er dýrmætasti lífeyrissjóður Íslendinga. Þessi skýrsla gengur gegn því að vernda þau mikilvægu verðmæti fyrir komandi kynslóðir.“ Skýrsla BCG verður grundvallarplagg Ekki verður séð að þau Auður og Jón hafi haft erindi sem erfiði, ekki teljandi ef marka má svör sem bárust Vísi við fyrirspurn sem Vísir beindi til Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra. Fyrirspurnin er í fjórum liðum. Fyrst var spurt hvernig ráðuneytið hyggðist bregðast við þessum alvarlegu athugasemdum? Þá var spurt hvort ráðuneytið myndi óska þess að BCG myndi skila uppfærðri uppfærðri og leiðréttri skýrslu án þess að til frekari greiðslu komi? Í þriðja lagi var spurt hvort ráðuneytið líti svo á að skýrslan í óbreyttri myndi geti nýst við stefnumótun í þessum málaflokki? Og að endingu: Af hverju var ákveðið að hafa í skýrslu um sjóeldi framleiðslu sem fer fram alfarið á landi? Það er að segja landeldi á laxi og öðrum fisktegundum og ræktun smáþörunga, sem fer til dæmis fram í Jarðhitagarðinum á Hellisheiði? Ráherrarnir Svandís Svavarsdóttir og Bjarni Benediktsson bera saman bækur sínar. Skýrsla Boston Consulting, sem til stendur að grundvalla framtíðarstefnu í lagareldi á Íslandi, kostaði hátt í hundrað milljónir króna. Hún fær ekki háa einkunn í umsögn á samráðsgáttinni.vísir/vilhelm Svör ráðuneytisins voru eftirfarandi: „Boston Consulting Group skilaði skýrslu sinni til ráðuneytisins í lok febrúar sl. Um var að ræða lokaafurð fyrirtækisins og var hún gefin út á ábyrgð þess. Efnistök skýrslunnar og vinnsla eru í samræmi við þær kröfur sem gerðar voru í útboði ráðuneytisins þegar tilboða var leitað í gerð skýrslunnar. Tilgangur birtingar skýrslunnar á samráðsgátt stjórnvalda var að gefa almenningi og hagaðilum tækifæri á að tjá sig um efni hennar þannig að slíkar athugasemdir nýtist við þá stefnumótun sem nú stendur fyrir dyrum.Ráðuneytið telur að þær fjöldamörgu athugasemdir sem bárust muni nýtast við þá stefnumörkun, þar sem skýrsla BCG og stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar eru grundvallargögn. Skýrslunni var ekki ætlað að fjalla eingöngu um sjóeldi, eins og gengið er út frá í spurningu 4, heldur var henni ætlað að kortleggja á heildstæðan hátt tækifæri til lagareldis á Íslandi.“ Tilefni spurningar númer fjögur er að samtök landseldisfyrirtækja gengu nýverið í Bændasamtökin. Í stuttu samtali við Vísi sagði formaður Landeldisbænda, Þorvaldur Arnarsson, það svo að þeir teldu sig meira sameiginlegt með landbúnaði en úgerð; eini munurinn á þeim og hefðbundnum bændum væri sá að þeir ælu sínar skepnur í vatni.
Umhverfismál Fiskeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira