Umfjöllun: Tindastóll - Keflavík 97-79 | Stólarnir í undanúrslit eftir öruggan sigur Siggeir Ævarsson skrifar 15. apríl 2023 21:15 Antonio Keyshawn Woods var stigahæstur hjá Tindastól í kvöld. vísir/hulda margrét Tindastóll er komið í undanúrslit Subway-deildar karla í körfubolta eftir frábæran sigur á Keflavík á Sauðárkróki í kvöld. Tindastóll vann einvígið 3-1. Leikurinn var í raun algjör endurtekning á síðasta leik, nema að hlutverk liðanna snérust við. Stólarnir mættu mjög ákveðnir til leiks og það var greinilegt að sigur Keflvíkinga í síðasta leik sat ekki djúpt í undirmeðvitund þeirra. Keflvíkingar voru þó ekki tilbúnir að fara beinustu leið í sumarfrí og náðu að klóra sig inn í leikinn ítrekað í fyrri hálfleik, en góður lokakafli hjá heimamönnum tryggði þeim tíu stiga forskot í hálfleik, 59-49. Skotnýting Keflvíkinga var ekki góð á þessum tímapunkti, og lykilleikmenn þeirra ekki að skila miklu í púkkið. Eric Ayala var t.d. aðeins með þrjú stig og Milka sex. Keflvíkingar komust ekki mikið nær, náðu að minnka muninn í átta stig en svo skildu leiðir. Það var engu líkara en þeir væru einfaldlega búnir að gefast upp. Þeir hentu frá sér boltum hvað eftir annað og skotin voru ekki að detta. Stólarnir gengu á lagið og það verður ekki af þeim tekið að sóknarleikurinn þeirra flæddi virkilega vel í kvöld. Boltinn fékk að ganga og aukasendingin tekin oftar en einu sinni. Fimm leikmenn þeirra komust í tveggja stafa tölu í skori og nýtingin fyrir utan endaði í 42%. Það var í raun alger synd hversu litla mótspyrnu Keflvíkingar sýndu eftir því sem leið á leikinn. Að loknum þriðja leikhluta virtist sigur Stólanna aldrei í hættu og endurkoma Keflvíkinga ekki í kortunum. Þeirra bestu menn fundu ekki fjölina sína og lokamínúturnar rúlluðu hjá án mikilla tilþrifa. Sanngjarn og öruggur 18 stiga sigur Tindastóls niðurstaðan. Stólarnir komnir í 4-liða úrslit og Keflvíkingar komnir snemma í sumarfrí. Af hverju vann Tindastóll? Þeir voru miklu ákveðnari og spiluðu frábæran sóknarleik. Keflvíkingar virtust vera búnir að sætta sig við að tapa fljótlega eftir að leikurinn byrjaði. Það hefur sennilega ekki hjálpað þeim mikið að mæta í Síkið og hlusta á 1.500 Skagfirðinga öskra úr sér lungun. Hverjir stóðu upp úr? Antonio Keyshawn Woods fór fyrir stigaskorinu í kvöld, 22 stig frá honum. Arnar Björnsson kom næstur með 19, og þá átti Pétur Rúnar Birgisson mjög góðan leik, skilaði tólf stigum, 9 fráköstum og 8 stoðsendingum. Hjá Keflavík David Okeke hvað skástur, skoraði 17 stig en honum voru þó oft mislagðar hendur sóknarlega þegar hann var ekki bókstaflega alveg undir körfunni. Hvað gekk illa? Keflvíkingum gekk afar illa að skjóta boltanum fyrir utan í kvöld, þriggjastiga nýting aðeins 29%. Sjö þristar ofan í, á móti 14 hjá Tindastóli. Munurinn á skori liðanna í kvöld liggur í raun þar. Stóru skotin voru bara ekki að detta hjá Keflavík á ögurstundu. Hvað gerist næst? Tindastóll er kominn í 4-liða úrslit og Keflvíkingar í sumarfrí. Þá er Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, kominn í atvinnuleit. Subway-deild karla Tindastóll Keflavík ÍF
Tindastóll er komið í undanúrslit Subway-deildar karla í körfubolta eftir frábæran sigur á Keflavík á Sauðárkróki í kvöld. Tindastóll vann einvígið 3-1. Leikurinn var í raun algjör endurtekning á síðasta leik, nema að hlutverk liðanna snérust við. Stólarnir mættu mjög ákveðnir til leiks og það var greinilegt að sigur Keflvíkinga í síðasta leik sat ekki djúpt í undirmeðvitund þeirra. Keflvíkingar voru þó ekki tilbúnir að fara beinustu leið í sumarfrí og náðu að klóra sig inn í leikinn ítrekað í fyrri hálfleik, en góður lokakafli hjá heimamönnum tryggði þeim tíu stiga forskot í hálfleik, 59-49. Skotnýting Keflvíkinga var ekki góð á þessum tímapunkti, og lykilleikmenn þeirra ekki að skila miklu í púkkið. Eric Ayala var t.d. aðeins með þrjú stig og Milka sex. Keflvíkingar komust ekki mikið nær, náðu að minnka muninn í átta stig en svo skildu leiðir. Það var engu líkara en þeir væru einfaldlega búnir að gefast upp. Þeir hentu frá sér boltum hvað eftir annað og skotin voru ekki að detta. Stólarnir gengu á lagið og það verður ekki af þeim tekið að sóknarleikurinn þeirra flæddi virkilega vel í kvöld. Boltinn fékk að ganga og aukasendingin tekin oftar en einu sinni. Fimm leikmenn þeirra komust í tveggja stafa tölu í skori og nýtingin fyrir utan endaði í 42%. Það var í raun alger synd hversu litla mótspyrnu Keflvíkingar sýndu eftir því sem leið á leikinn. Að loknum þriðja leikhluta virtist sigur Stólanna aldrei í hættu og endurkoma Keflvíkinga ekki í kortunum. Þeirra bestu menn fundu ekki fjölina sína og lokamínúturnar rúlluðu hjá án mikilla tilþrifa. Sanngjarn og öruggur 18 stiga sigur Tindastóls niðurstaðan. Stólarnir komnir í 4-liða úrslit og Keflvíkingar komnir snemma í sumarfrí. Af hverju vann Tindastóll? Þeir voru miklu ákveðnari og spiluðu frábæran sóknarleik. Keflvíkingar virtust vera búnir að sætta sig við að tapa fljótlega eftir að leikurinn byrjaði. Það hefur sennilega ekki hjálpað þeim mikið að mæta í Síkið og hlusta á 1.500 Skagfirðinga öskra úr sér lungun. Hverjir stóðu upp úr? Antonio Keyshawn Woods fór fyrir stigaskorinu í kvöld, 22 stig frá honum. Arnar Björnsson kom næstur með 19, og þá átti Pétur Rúnar Birgisson mjög góðan leik, skilaði tólf stigum, 9 fráköstum og 8 stoðsendingum. Hjá Keflavík David Okeke hvað skástur, skoraði 17 stig en honum voru þó oft mislagðar hendur sóknarlega þegar hann var ekki bókstaflega alveg undir körfunni. Hvað gekk illa? Keflvíkingum gekk afar illa að skjóta boltanum fyrir utan í kvöld, þriggjastiga nýting aðeins 29%. Sjö þristar ofan í, á móti 14 hjá Tindastóli. Munurinn á skori liðanna í kvöld liggur í raun þar. Stóru skotin voru bara ekki að detta hjá Keflavík á ögurstundu. Hvað gerist næst? Tindastóll er kominn í 4-liða úrslit og Keflvíkingar í sumarfrí. Þá er Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, kominn í atvinnuleit.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum