Símon Orri stýrir sölu smartbíla Árni Sæberg skrifar 14. apríl 2023 18:17 Símon Orri Sævarsson hefur verið ráðinn til Öskju. Auk þess að stýra sölu nýrra rafbíla frá smart mun hann sjá um sölu Mercedes-Benz sendibíla á borð við þann í bakgrunni. Aðsend Símon Orri Sævarsson hefur verið ráðinn til Bílaumboðsins Öskju. Símon mun gegna starfi sölustjóra smartbíla og Mercedes-Benz sendibíla. Bílaframleiðandinn Smart býður upp á rafknúna bíla og er nýjasta viðbótin í vöruframboði Öskju. Í fréttatilkynningu um ráðningu Símonar Orra segir að hann hafi starfað hjá Heklu frá árinu 2013 áður en hann færði sig yfir til Öskju. Hann hafi sinnt þar ýmsum störfum en nú síðast starfi vöru- og verkefnastjóra á sölusviði. Þar á undan hafi hann verið viðskiptastjóri fyrirtækjasölu. Símon sé með meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hafi verið viðloðandi bílasölu frá barnsaldri. Rafbílar frá smart sjáist senn á götum landins Þá segir að Askja og bílaframleiðandinn smart hafi hafið samstarf haustið 2021. Mercedes-Benz og Geely, einn stærsti bílaframleiðandi Kína, séu í samstarfi í þróun og framleiðslu þessara nýju bíla sem senn muni sjást á götum landsins. Félögin eigi hvort helmingshlutdeild í smart og markmiðið sé að ná fram því besta frá hvorum heimi. „Þannig leggur Mercedes-Benz til hönnun að innan og utan en Geely leggur til framleiðsluþekkingu og verksmiðjur. Bílar frá smart eru meðal annars með 5 stjörnur í Euro NCAP og var það einn besti árangur rafbíla í árekstrarprófunum. Sala á smart bílum mun hefjast á næstu vikum og koma fyrstu bílar til landsins síðar á árinu,“ segir í tilkynningu. Þá segir að Mercedes-Benz sé stærsti framleiðandi atvinnubíla í heiminum og að þeir njóti vinsælda hér á landi eins og víða um heim. Askja bjóði upp á mikið úrval Mercedes-Benz atvinnubíla af öllum stærðum og gerðum og fjölgað hafi mjög að undanförnu rafknúnum atvinnubílum í flotanum. Vistaskipti Bílar Vistvænir bílar Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Sjá meira
Í fréttatilkynningu um ráðningu Símonar Orra segir að hann hafi starfað hjá Heklu frá árinu 2013 áður en hann færði sig yfir til Öskju. Hann hafi sinnt þar ýmsum störfum en nú síðast starfi vöru- og verkefnastjóra á sölusviði. Þar á undan hafi hann verið viðskiptastjóri fyrirtækjasölu. Símon sé með meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hafi verið viðloðandi bílasölu frá barnsaldri. Rafbílar frá smart sjáist senn á götum landins Þá segir að Askja og bílaframleiðandinn smart hafi hafið samstarf haustið 2021. Mercedes-Benz og Geely, einn stærsti bílaframleiðandi Kína, séu í samstarfi í þróun og framleiðslu þessara nýju bíla sem senn muni sjást á götum landsins. Félögin eigi hvort helmingshlutdeild í smart og markmiðið sé að ná fram því besta frá hvorum heimi. „Þannig leggur Mercedes-Benz til hönnun að innan og utan en Geely leggur til framleiðsluþekkingu og verksmiðjur. Bílar frá smart eru meðal annars með 5 stjörnur í Euro NCAP og var það einn besti árangur rafbíla í árekstrarprófunum. Sala á smart bílum mun hefjast á næstu vikum og koma fyrstu bílar til landsins síðar á árinu,“ segir í tilkynningu. Þá segir að Mercedes-Benz sé stærsti framleiðandi atvinnubíla í heiminum og að þeir njóti vinsælda hér á landi eins og víða um heim. Askja bjóði upp á mikið úrval Mercedes-Benz atvinnubíla af öllum stærðum og gerðum og fjölgað hafi mjög að undanförnu rafknúnum atvinnubílum í flotanum.
Vistaskipti Bílar Vistvænir bílar Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Sjá meira