Þetta hefur Mbl eftir Róbert Spanó, lögmanni Gylfa Þórs. Þá er haft eftir Róberti að rannsókn á máli Gylfa Þórs hafi tekið allt of langan tíma í ljósi aðstæðna. Það hafi valdið Gylfa Þór og fjölskyldu umtalsverðu tjóni auk gríðarlegs miska.
Bæði glaður og létt
Þá hefur DV eftir Mark Haslam, lögmanni Gylfa Þórs í Bretlandi, að hann sé bæði glaður og að honum sé létt eftir að málið var látið niður falla.
Þá slær hann á sömu strengi og Róbert og segir málið hafa tekið of langan tíma. Hann hafi verið hissa á því þar sem að niðurstaðan varð sú að ekki voru næg sönnunargögn til að leggja fram ákæru.
„Mín persónulega skoðun er sú að þessi langi tími sem rannsóknin tók var óþarfur, það hefði verið hægt að klára þetta mál miklu fyrr,“ er haft eftir honum.
Hvorki hefur náðst í Róbert né Haslam við vinnslu fréttarinnar.