Real marði sigur á Cádiz | PSG vann toppslaginn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. apríl 2023 23:00 Óvæntur Nacho braut ísinn fyrir Real. Fran Santiago/Getty Images Real Madríd vann 2-0 útisigur á Cádiz í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Mörkin tvö komu undir lok leiks. Þá vann París Saint-Germain toppslaginn í Frakklandi á meðan toppliðin á Ítalíu misstigu sig. Það tók Real 72 mínútur að brjóta ísinn gegn Cádiz en þá skoraði varnarmaðurinn Nacho Fernandez. Aðeins fjórum mínútum síðar tvöfaldaði Marco Asensio forystu gestanna og þar við sat, lokatölur 0-2 Villareal, sem vann Real óvænt 3-2 í síðustu umferð, tapaði á einhvern hátt 2-1 á heimavelli fyrir Valladolid. Etienne Capoue með mark Villareal í kvöld. Eftir sigur kvöldsins er Real Madríd í 2. sæti La Liga með 62 stig, tíu stigum minna en topplið Barcelona. Villareal er á toppnum með 47 stig. Á Ítalíu missteig topplið Napoli sig sem og liðin tvö frá Mílanó sem eru í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Napoli gerði markalaust jafntefli við Verona og Inter tapaði óvænt 0-1 fyrir nýliðum Monza á heimavelli. Inter were unbeaten in their last 28 league matches against newly promoted opponents: 24 wins and four draws.@ACMonza put an end to the streak.#InterMonza pic.twitter.com/LkCApHR13V— Lega Serie A (@SerieA_EN) April 15, 2023 Þá jafnaði Tommaso Pobega metin fyrir AC Milan gegn Bologna eftir að Nicola Sansone kom Bologna yfir á 1. mínútu. Lokatölur þar 1-1. Þegar 30 umferðir eru búnar í Serie A er Napoli á toppnum með 75 stig. Þar á eftir kemur Lazio með 61 stig. Roma og AC Milan eru með 53 stig í 3. og 4. sæti á meðan Inter er í 5. sæti með 51 stig. Í Frakklandi vann París Saint-Germain 3-1 sigur á Lens í toppslag deildarinnar. Það hjálpaði París að Salis Abdul Samed fékk rautt spjald í liði Lens á 19. mínútu. Kylian Mbappé kom PSG yfir eftir rúman hálftíma leik. Skömmu síðar tvöfaldaði Vitinha forystuna og Lionel Messi bætti við þriðja markinu skömmu eftir það. Staðan var 3-0 í hálfleik en eina mark síðari hálfleiks skoraði Przemysław Frankowski úr vítaspyrnu fyrir gestina. Lokatölur 3-1 PSG í vil. #PSGRCL I 3-1 pic.twitter.com/McDbbhWoAS— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) April 15, 2023 PSG er með 72 stig á toppi deildarinnar eftir 31 leik. Lens er í 2. sæti með 63 stig og Marseille er í 3. sæti með 61 stig og leik til góða. Fótbolti Ítalski boltinn Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
Það tók Real 72 mínútur að brjóta ísinn gegn Cádiz en þá skoraði varnarmaðurinn Nacho Fernandez. Aðeins fjórum mínútum síðar tvöfaldaði Marco Asensio forystu gestanna og þar við sat, lokatölur 0-2 Villareal, sem vann Real óvænt 3-2 í síðustu umferð, tapaði á einhvern hátt 2-1 á heimavelli fyrir Valladolid. Etienne Capoue með mark Villareal í kvöld. Eftir sigur kvöldsins er Real Madríd í 2. sæti La Liga með 62 stig, tíu stigum minna en topplið Barcelona. Villareal er á toppnum með 47 stig. Á Ítalíu missteig topplið Napoli sig sem og liðin tvö frá Mílanó sem eru í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Napoli gerði markalaust jafntefli við Verona og Inter tapaði óvænt 0-1 fyrir nýliðum Monza á heimavelli. Inter were unbeaten in their last 28 league matches against newly promoted opponents: 24 wins and four draws.@ACMonza put an end to the streak.#InterMonza pic.twitter.com/LkCApHR13V— Lega Serie A (@SerieA_EN) April 15, 2023 Þá jafnaði Tommaso Pobega metin fyrir AC Milan gegn Bologna eftir að Nicola Sansone kom Bologna yfir á 1. mínútu. Lokatölur þar 1-1. Þegar 30 umferðir eru búnar í Serie A er Napoli á toppnum með 75 stig. Þar á eftir kemur Lazio með 61 stig. Roma og AC Milan eru með 53 stig í 3. og 4. sæti á meðan Inter er í 5. sæti með 51 stig. Í Frakklandi vann París Saint-Germain 3-1 sigur á Lens í toppslag deildarinnar. Það hjálpaði París að Salis Abdul Samed fékk rautt spjald í liði Lens á 19. mínútu. Kylian Mbappé kom PSG yfir eftir rúman hálftíma leik. Skömmu síðar tvöfaldaði Vitinha forystuna og Lionel Messi bætti við þriðja markinu skömmu eftir það. Staðan var 3-0 í hálfleik en eina mark síðari hálfleiks skoraði Przemysław Frankowski úr vítaspyrnu fyrir gestina. Lokatölur 3-1 PSG í vil. #PSGRCL I 3-1 pic.twitter.com/McDbbhWoAS— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) April 15, 2023 PSG er með 72 stig á toppi deildarinnar eftir 31 leik. Lens er í 2. sæti með 63 stig og Marseille er í 3. sæti með 61 stig og leik til góða.
Fótbolti Ítalski boltinn Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira