Tímamót í viðskiptum með fasteignir Máni Snær Þorláksson skrifar 16. apríl 2023 16:00 Nú þarf ekki lengur að fara með afsal til sýslumanns til að hægt sé að þinglýsa því. Aron Eiríksson fasteignasali segir að um stórt framfaraskref sé að ræða. Vísir/Félag Fasteignasala/Vilhelm Eftir margra ára undirbúning er fyrsta rafræna þinglýsingin í fasteignaviðskiptum orðin að veruleika. Fyrsta afsalinu var þinglýst rafrænt fyrir helgi og gert er ráð fyrir að rafrænar þinglýsingar á kaupsamningum komi með haustinu. Fasteignasali segir að um mikla búbót sé að ræða og að starfsgreinin sé ekki í hættu. Aron Eiríksson, fasteignasali á Ás fasteignasölu, sá um að þinglýsa fyrsta afsalinu. Hann segir að um virkilega stórt skref sé að ræða fyrir fasteignaviðskipti í heild sinni. „Mikið framfaraskref. Bót sem ég held að svona flestir landsmenn séu farnir að kalla eftir, svona í ljósi þess að það er alveg gríðarlega mikið af hlutum orðnir rafrænir í dag. Þannig við erum bara virkilega spennt að taka næstu skref í þessu, fara með þetta lengra.“ Næst á döfinni er að geta þinglýst kaupsamningum rafrænt og gert er ráð fyrir því að það komi með haustinu. Verið er síðan að vinna að því að geta þinglýst öllum skjölum er varða fasteignaviðskipti. „Þetta er náttúrulega hellingur af skjölum sem þarf að þinglýsa þannig þetta er stórt og flókið verkefni. Það þarf að þinglýsa umboðum, forgangsréttum, kaupsamningum, afsölum, lánaskjölum, veðflutningum - þetta er gríðarlega stór pakki. Afsalið er svona einfaldasti hlutinn í viðskiptunum af því þetta er lokapunkturinn og bara eitt skjal. Núna tekur flóknari kafli við.“ Störf fasteignasala séu ekki í hættu Aron óttast ekki að fasteignasalar verði úreltir með þessari rafrænu þróun. Þrátt fyrir að skjalavinnslan verði á endanum öll rafræn þá telur hann að enn verði þörf á fasteignasölum til að sinna öðrum flóknum hlutum er varða fasteignaviðskipti. „Þegar það eru til dæmis keðjur sem myndast í kringum fasteignaviðskipti þá er þetta flókið, það mun ekki breytast þegar rafrænu hlutirnir fara í gang. Fólk þarf að afhenda á ákveðnum tíma, það er veðflutningur hér og nýtt lán þar. Ég hugsa að það verði alltaf gott að vera með bílstjóra í kringum þessi atriði.“ Að sama skapi heldur Aron ekki að fólk fari alfarið að sýna fasteignirnar sínar sjálft. „Þannig ég held að starf fasteignasalans, eins og hefur kannski eitthvað verið í umræðunni, ég held að það sé ekki í mikilli hættu,“ segir hann. „Þetta er bara frábær búbót til að bæta þessi viðskipti enn frekar.“ Fasteignamarkaður Stjórnsýsla Tækni Stafræn þróun Tengdar fréttir Fyrsta rafræna þinglýsingin var framkvæmd í gær Fyrsta rafræna þinglýsingin á Íslandi fór fram í gær og fólst í sjálfvirkri aflýsingu veðskjals í gegnum tölvukerfi banka. Löng bið hefur verið eftir rafrænum þinglýsingum hér á landi en lög þess efnis voru samþykkt á Alþingi í lok árs 2018. 5. febrúar 2021 18:37 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Aron Eiríksson, fasteignasali á Ás fasteignasölu, sá um að þinglýsa fyrsta afsalinu. Hann segir að um virkilega stórt skref sé að ræða fyrir fasteignaviðskipti í heild sinni. „Mikið framfaraskref. Bót sem ég held að svona flestir landsmenn séu farnir að kalla eftir, svona í ljósi þess að það er alveg gríðarlega mikið af hlutum orðnir rafrænir í dag. Þannig við erum bara virkilega spennt að taka næstu skref í þessu, fara með þetta lengra.“ Næst á döfinni er að geta þinglýst kaupsamningum rafrænt og gert er ráð fyrir því að það komi með haustinu. Verið er síðan að vinna að því að geta þinglýst öllum skjölum er varða fasteignaviðskipti. „Þetta er náttúrulega hellingur af skjölum sem þarf að þinglýsa þannig þetta er stórt og flókið verkefni. Það þarf að þinglýsa umboðum, forgangsréttum, kaupsamningum, afsölum, lánaskjölum, veðflutningum - þetta er gríðarlega stór pakki. Afsalið er svona einfaldasti hlutinn í viðskiptunum af því þetta er lokapunkturinn og bara eitt skjal. Núna tekur flóknari kafli við.“ Störf fasteignasala séu ekki í hættu Aron óttast ekki að fasteignasalar verði úreltir með þessari rafrænu þróun. Þrátt fyrir að skjalavinnslan verði á endanum öll rafræn þá telur hann að enn verði þörf á fasteignasölum til að sinna öðrum flóknum hlutum er varða fasteignaviðskipti. „Þegar það eru til dæmis keðjur sem myndast í kringum fasteignaviðskipti þá er þetta flókið, það mun ekki breytast þegar rafrænu hlutirnir fara í gang. Fólk þarf að afhenda á ákveðnum tíma, það er veðflutningur hér og nýtt lán þar. Ég hugsa að það verði alltaf gott að vera með bílstjóra í kringum þessi atriði.“ Að sama skapi heldur Aron ekki að fólk fari alfarið að sýna fasteignirnar sínar sjálft. „Þannig ég held að starf fasteignasalans, eins og hefur kannski eitthvað verið í umræðunni, ég held að það sé ekki í mikilli hættu,“ segir hann. „Þetta er bara frábær búbót til að bæta þessi viðskipti enn frekar.“
Fasteignamarkaður Stjórnsýsla Tækni Stafræn þróun Tengdar fréttir Fyrsta rafræna þinglýsingin var framkvæmd í gær Fyrsta rafræna þinglýsingin á Íslandi fór fram í gær og fólst í sjálfvirkri aflýsingu veðskjals í gegnum tölvukerfi banka. Löng bið hefur verið eftir rafrænum þinglýsingum hér á landi en lög þess efnis voru samþykkt á Alþingi í lok árs 2018. 5. febrúar 2021 18:37 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Fyrsta rafræna þinglýsingin var framkvæmd í gær Fyrsta rafræna þinglýsingin á Íslandi fór fram í gær og fólst í sjálfvirkri aflýsingu veðskjals í gegnum tölvukerfi banka. Löng bið hefur verið eftir rafrænum þinglýsingum hér á landi en lög þess efnis voru samþykkt á Alþingi í lok árs 2018. 5. febrúar 2021 18:37