Hefur fulla trú á Kára í baráttunni gegn riðu Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. apríl 2023 13:24 Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Þingmaður og fyrrverandi bóndi fagnar mjög mögulegri aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar að greiningu sýna úr íslensku sauðfé - og leitinni að verndandi arfgerð gegn riðu. Ef haldið sé rétt á spöðunum væri jafnvel hægt að vænta niðurstöðu í haust. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær að fyrirtækið hefði til skoðunar að setja upp rannsoknarstofu til að greina 200 þúsund sýni úr íslenskum kindum og finna þannig mögulega verndandi arfgerð gegn riðuveiki. Sýni hafa hingað til verið send til greiningar í Þýskalandi. Kári sagði ráðamenn hafa komið að máli við hann í gær og beðið hann um aðstoð en riða greindist nýlega á tveimur bæjum í Miðfirði og skera þarf niður yfir 1.400 kindur. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/vilhelm Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi - og fyrrverandi bóndi - fagnar mjög mögulegri aðkomu Erfðagreiningar. „Þessi breytileiki hann erfist og því er hægt að rækta þetta úr íslenska fjárstofninum á nokkrum árum. En til þess að gera þetta hratt og vel er nauðsynlegt að ríkið komi að þessu og svona öflugt fyrirtæki eins og hjá Kára, ég fagna því bara innilega,“ segir Halla. Hún telur að árangur gæti náðst mjög fljótt. „Þetta er ekki flókið, bændur geta í raun tekið sýnin sjálfir og sent þetta áfram. Það tekur ekki langan tíma að finna þetta þannig að ef þetta er sett af stað, ef það væru tekin sýni úr kindum í vor þá væri komin niðurstaða jafnvel í haust. Og þá væri hægt að setja líflömb á eftir því hvernig þetta hefur fundist og taka svo hrúta og setja á sæðingarstöðina,“ segir Halla. „En þetta er bara mjög gleðilegt að það sé hægt, í þessum vondu fréttum sem hafa verið að koma undanfarna daga. Það er þyngra en tárum taki að heyra þessar fréttir úr Húnavatnssýslunni.“ Þannig að þú bindur miklar vonir við þessar mögulegu fyrirætlanir Íslenskrar erfðagreiningar? „Já, ég held að ef að Kári fær áhuga á þessu verkefni þá tæklar hann þetta.“ Dýraheilbrigði Dýr Húnaþing vestra Íslensk erfðagreining Riða í Miðfirði Tengdar fréttir Aukinn þunga þurfi í leit að verndandi arfgerð gegn riðu Samfélagið er slegið í Miðfirði eftir að riða kom upp á tveimur bæjum en í heild þarf að fella ríflega fjórtán hundrað kindur. Sveitarstjóri segir skellinn ef til vill meiri en ella þar sem hólfið hafi áður verið talið hreint. Formaður Bændasamtakanna vill að aukinn kraftur sé settur í rannsókn á verndandi arfgerð þar sem best væri að taka sýni úr allt að þrjátíu þúsund lömbum strax í vor. 15. apríl 2023 21:01 Samfélagið slegið vegna riðutilfella og bændur uggandi Riðutilfelli sem hafa nú greinst á tveimur bæjum í Miðfirði eru mikið áfall fyrir samfélagið að sögn sveitarstjóra Húnaþings vestra. Boðað hefur verið til íbúafundar í næstu viku til að fara yfir stöðuna en margir eru uggandi um framhaldið. Stórauka þurfi fé í riðuvarnir og rannsóknir að mati sveitarstjóra. 15. apríl 2023 13:27 Skera niður allt fé á öðrum bæ í Miðfirði Við rannsókn á sýnum úr kindum sem keyptar voru af bænum Bergstöðum í Miðfirði, þar sem riða greindist á dögunum, greindist ein kind á bænum Syðri-Urriðaá með riðu. Allt fé á bænum verður skorið niður. 14. apríl 2023 17:28 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær að fyrirtækið hefði til skoðunar að setja upp rannsoknarstofu til að greina 200 þúsund sýni úr íslenskum kindum og finna þannig mögulega verndandi arfgerð gegn riðuveiki. Sýni hafa hingað til verið send til greiningar í Þýskalandi. Kári sagði ráðamenn hafa komið að máli við hann í gær og beðið hann um aðstoð en riða greindist nýlega á tveimur bæjum í Miðfirði og skera þarf niður yfir 1.400 kindur. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/vilhelm Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi - og fyrrverandi bóndi - fagnar mjög mögulegri aðkomu Erfðagreiningar. „Þessi breytileiki hann erfist og því er hægt að rækta þetta úr íslenska fjárstofninum á nokkrum árum. En til þess að gera þetta hratt og vel er nauðsynlegt að ríkið komi að þessu og svona öflugt fyrirtæki eins og hjá Kára, ég fagna því bara innilega,“ segir Halla. Hún telur að árangur gæti náðst mjög fljótt. „Þetta er ekki flókið, bændur geta í raun tekið sýnin sjálfir og sent þetta áfram. Það tekur ekki langan tíma að finna þetta þannig að ef þetta er sett af stað, ef það væru tekin sýni úr kindum í vor þá væri komin niðurstaða jafnvel í haust. Og þá væri hægt að setja líflömb á eftir því hvernig þetta hefur fundist og taka svo hrúta og setja á sæðingarstöðina,“ segir Halla. „En þetta er bara mjög gleðilegt að það sé hægt, í þessum vondu fréttum sem hafa verið að koma undanfarna daga. Það er þyngra en tárum taki að heyra þessar fréttir úr Húnavatnssýslunni.“ Þannig að þú bindur miklar vonir við þessar mögulegu fyrirætlanir Íslenskrar erfðagreiningar? „Já, ég held að ef að Kári fær áhuga á þessu verkefni þá tæklar hann þetta.“
Dýraheilbrigði Dýr Húnaþing vestra Íslensk erfðagreining Riða í Miðfirði Tengdar fréttir Aukinn þunga þurfi í leit að verndandi arfgerð gegn riðu Samfélagið er slegið í Miðfirði eftir að riða kom upp á tveimur bæjum en í heild þarf að fella ríflega fjórtán hundrað kindur. Sveitarstjóri segir skellinn ef til vill meiri en ella þar sem hólfið hafi áður verið talið hreint. Formaður Bændasamtakanna vill að aukinn kraftur sé settur í rannsókn á verndandi arfgerð þar sem best væri að taka sýni úr allt að þrjátíu þúsund lömbum strax í vor. 15. apríl 2023 21:01 Samfélagið slegið vegna riðutilfella og bændur uggandi Riðutilfelli sem hafa nú greinst á tveimur bæjum í Miðfirði eru mikið áfall fyrir samfélagið að sögn sveitarstjóra Húnaþings vestra. Boðað hefur verið til íbúafundar í næstu viku til að fara yfir stöðuna en margir eru uggandi um framhaldið. Stórauka þurfi fé í riðuvarnir og rannsóknir að mati sveitarstjóra. 15. apríl 2023 13:27 Skera niður allt fé á öðrum bæ í Miðfirði Við rannsókn á sýnum úr kindum sem keyptar voru af bænum Bergstöðum í Miðfirði, þar sem riða greindist á dögunum, greindist ein kind á bænum Syðri-Urriðaá með riðu. Allt fé á bænum verður skorið niður. 14. apríl 2023 17:28 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Aukinn þunga þurfi í leit að verndandi arfgerð gegn riðu Samfélagið er slegið í Miðfirði eftir að riða kom upp á tveimur bæjum en í heild þarf að fella ríflega fjórtán hundrað kindur. Sveitarstjóri segir skellinn ef til vill meiri en ella þar sem hólfið hafi áður verið talið hreint. Formaður Bændasamtakanna vill að aukinn kraftur sé settur í rannsókn á verndandi arfgerð þar sem best væri að taka sýni úr allt að þrjátíu þúsund lömbum strax í vor. 15. apríl 2023 21:01
Samfélagið slegið vegna riðutilfella og bændur uggandi Riðutilfelli sem hafa nú greinst á tveimur bæjum í Miðfirði eru mikið áfall fyrir samfélagið að sögn sveitarstjóra Húnaþings vestra. Boðað hefur verið til íbúafundar í næstu viku til að fara yfir stöðuna en margir eru uggandi um framhaldið. Stórauka þurfi fé í riðuvarnir og rannsóknir að mati sveitarstjóra. 15. apríl 2023 13:27
Skera niður allt fé á öðrum bæ í Miðfirði Við rannsókn á sýnum úr kindum sem keyptar voru af bænum Bergstöðum í Miðfirði, þar sem riða greindist á dögunum, greindist ein kind á bænum Syðri-Urriðaá með riðu. Allt fé á bænum verður skorið niður. 14. apríl 2023 17:28