Innlent

Nuddari ákærður fyrir nauðgun

Árni Sæberg skrifar
Mál nuddarans verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness.
Mál nuddarans verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm

Héraðssaksóknari hefur ákært nuddara fyrir að hafi í starfi sínu nauðgað konu á heimili hennar. Honum er gefið að sök að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við konuna án hennar samþykkis, með því að kyssa bak hennar, nudda hana milli rasskinna, nudda kynfæri hennar utan klæða og setja fingur inn í leggöng hennar, henni að óvörum, þar sem hún lá léttklædd á nuddbekk.

Í ákæru, sem Vísir hefur undir höndum, segir að maðurinn hafi beitt konuna ólögmætri nauðung með því að misnota sér það traust sem hún bar til hans. Maðurinn er sagður hafa framið brot sín að kvöldi 5. janúar og aðfararnótt 6. janúar árið 2021. 

Héraðssaksóknari fer fram á það að nuddarinn verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.

Þá er þess krafist af hálfu konunnar að nuddarinn greiði henni eina milljón króna í miskabætur auk greiðslu vegna útlags sálfræðikostnaðar samkvæmt kvittunum sem verða lagðar fram síðar.

Morgunblaðið fjallaði um málið á dögunum. Þar kom fram að nuddarinn sem hér um ræðir sé ekki Jóhannes Tryggvi Svein­björns­son, sem hlotið hefur dóma fyrir að nauðga fjölda kvenna, sem höfðu leitað til hans til meðhöndlunar.


Tengdar fréttir

Jóhannes aftur sakfelldur fyrir nauðgun á nuddstofu

Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson var í dag sakfelldur af ákæru um að hafa nauðgað konu á nuddstofu hans árið 2012. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Jóhannes Tryggvi er sakfelldur í sambærilegum málum. 

Með­höndlarinn sem braut á fjölda kvenna ætlar með málið til Evrópu

Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson, sem hlaut uppsafnað sjö ára fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot gegn fimm konum, fær mál sitt ekki tekið upp hjá Endurupptökudómi. Hann hefur hrundið af stað fjáröflun í eigin þágu og hyggst fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Þá segir hann heimildamynd um sögu sína vera í bígerð.

Með­höndlarinn sem braut á fjölda kvenna ætlar með málið til Evrópu

Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson, sem hlaut uppsafnað sjö ára fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot gegn fimm konum, fær mál sitt ekki tekið upp hjá Endurupptökudómi. Hann hefur hrundið af stað fjáröflun í eigin þágu og hyggst fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Þá segir hann heimildamynd um sögu sína vera í bígerð.

Sótti brotaþola í nuddið: „Ég var ekki til staðar fyrir hana“

Vinkona ungrar konu sem segir Jóhannes Tryggva Sveinbjörnsson hafa brotið á sér í meðferðartíma á stofu hans segist hafa brugðist vinkonu sinni. Hún sótti hana í tímann en segist ekki hafa vitað hvernig ætti að bregðast við. Eftir á að hyggja hefði átt að tilkynna málið til lögreglu.

Lýsti upp­lifun sinni af nudd­tímunum í sögu­legu þing­haldi

Fjöldi vitna var kallaður til við aðalmeðferð í sakamáli á hendur meðhöndlaranum Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni í dag og í gær. Jóhannes hefur verið sakfelldur fyrir fjórar nauðganir en aðalmeðferð í fimmta málinu á hendur honum hófst í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Jóhannes neitaði sök fyrir dómi en vildi annars lítið tjá sig og vísaði til lögregluskýrslu sem tekin var af honum vegna málsins. Þinghald í málinu var opið, sem er óvenjulegt fyrir kynferðisbrotamál.

Neitar að hafa snert brjóst eða kynfæri á óviðeigandi hátt

Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson segist hvorki hafa komið á óviðeigandi hátt við brjóst eða kynfæri ungrar konu sem sætti meðferð hjá honum á meðferðarstofu hans árið 2012. Hann vildi lítið tjá sig fyrir dómi í morgun um ásakanir sem bornar eru á hann, umfram það sem hann hefur áður tjáð sig í skýrslutöku hjá lögreglu.

Brota­vilji Jóhannesar talinn bæði sterkur og ein­beittur

Landsréttur telur að brotavilji Jóhannes Tryggva Sveinbjörnssonar, sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum hafi bæði verið einbeittur og sterkur. Hann hafi framið alvarleg brot gegn konunum, í skjóli trúnaðartrausts sem þær báru til hans.

Opið þing­hald í fimmta nauðgunar­máli „með­höndlara“

Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að þinghald í máli Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar verði opið. Hann er ákærður fyrir nauðgun en hann var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrr á þessu ári fyrir að nauðga fjórum konum á meðferðarstofu sinni.

Meðhöndlarinn sem misnotaði traust þjáðra kvenna

Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson, sem dæmdur var í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum, virðist hafa talið kvenkyns sjúklinga marga hverja girnast sig kynferðislega. Brot hans gegn tveimur kvennanna þóttu sérstaklega ósvífin í ljósi ungs aldurs annarrar konunnar og þess að hin var með alvarlegan sjúkdóm.

Jóhannes í Postura dæmdur í fimm ára fangelsi

Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson, sem hefur sérhæft sig í meðferð við ýmsum stoðkerfisvandamálum, hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað fjórum konum á meðferðarstofu sinni á árunum 2009 eða 2010, 2010 eða 2011, 2011 og 2015. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness rétt í þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×