„Í síðustu viku voru níu varnarmenn klárir, nú eru þeir fjórir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. apríl 2023 07:00 Lærisveinar Ten Hag spiluðu vel um helgina. EPA-EFE/Peter Powell Erik Ten Hag, þjálfari Manchester United, var sáttur með 2-0 sigur sinna manna á Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Hann var spurður út í meiðslakrísu liðsins en Rauðu djöflarnir voru án sjö leikmanna í Skírisskógi. Man United lék einkar vel gegn nýliðunum sem hafa verið nokkuð öflugur á heimavelli. Ten Hag þurfti að breyta töluvert frá svekkjandi 2-2 jafntefli Man Utd og Sevilla á fimmtudaginn var. „Góður sigur. Virkilega einbeitt frammistaða frá upphafi til enda,“ sagði Ten Hag um sigur sunnudagsins. Miðverðirnir Raphaël Varane og Lisandro Martínez byrjuðu báðir gegn Sevilla en fóru meiddir af velli. Vitað er að Martínez verði ekki meira með á leiktíðinni, mögulega er sömu sögu að segja af Varane. Not the way I imagined what's been a very special season would end, but sometimes we face obstacles along the way that we have to overcome to make us stronger and we learn from them. pic.twitter.com/vVUa8elAK9— Lisandro Martinez (@LisandrMartinez) April 15, 2023 Þá eru vinstri bakverðirnir Luke Shaw og Tyrell Malacia meiddir. Ten Hag var samt sáttur með vörnina: „Mjög góð, og örugg, frammistaða frá öllum á vellinum. Miðverðirnir tengdu vel saman, bakverðirnir voru frábærir bæði með og án bolta. Harry Maguire og Victor Lindelöf voru mjög öflugir.“ Marcus Rashford var einnig fjarverandi vegna meiðsla ásamt ungstirninu Alejandro Garnacho. Þá meiddist Marcel Sabitzer í upphitun. „Sabitzer fann fyrir einhverju í upphituninni. Við ákváðum að taka ekki áhættuna, við finnum út á morgun [í dag] hvað var að angra hann. Þegar þú ert með [Christian] Eriksen á bekknum þá er það ekki ókostur að setja hann inn á.“ Að endingu var Ten Hag spurður um meiðslin sem herja á Man United þessa dagana. „Í síðustu viku voru níu varnarmenn klárir, nú eru þeir fjórir. Við þurfum á öllum okkar leikmönnum að halda. Við erum enn í þremur keppnum og þurfum alla leikmennina okkar til að mynda topplið.“ Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Newcastle hafði manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Sjá meira
Man United lék einkar vel gegn nýliðunum sem hafa verið nokkuð öflugur á heimavelli. Ten Hag þurfti að breyta töluvert frá svekkjandi 2-2 jafntefli Man Utd og Sevilla á fimmtudaginn var. „Góður sigur. Virkilega einbeitt frammistaða frá upphafi til enda,“ sagði Ten Hag um sigur sunnudagsins. Miðverðirnir Raphaël Varane og Lisandro Martínez byrjuðu báðir gegn Sevilla en fóru meiddir af velli. Vitað er að Martínez verði ekki meira með á leiktíðinni, mögulega er sömu sögu að segja af Varane. Not the way I imagined what's been a very special season would end, but sometimes we face obstacles along the way that we have to overcome to make us stronger and we learn from them. pic.twitter.com/vVUa8elAK9— Lisandro Martinez (@LisandrMartinez) April 15, 2023 Þá eru vinstri bakverðirnir Luke Shaw og Tyrell Malacia meiddir. Ten Hag var samt sáttur með vörnina: „Mjög góð, og örugg, frammistaða frá öllum á vellinum. Miðverðirnir tengdu vel saman, bakverðirnir voru frábærir bæði með og án bolta. Harry Maguire og Victor Lindelöf voru mjög öflugir.“ Marcus Rashford var einnig fjarverandi vegna meiðsla ásamt ungstirninu Alejandro Garnacho. Þá meiddist Marcel Sabitzer í upphitun. „Sabitzer fann fyrir einhverju í upphituninni. Við ákváðum að taka ekki áhættuna, við finnum út á morgun [í dag] hvað var að angra hann. Þegar þú ert með [Christian] Eriksen á bekknum þá er það ekki ókostur að setja hann inn á.“ Að endingu var Ten Hag spurður um meiðslin sem herja á Man United þessa dagana. „Í síðustu viku voru níu varnarmenn klárir, nú eru þeir fjórir. Við þurfum á öllum okkar leikmönnum að halda. Við erum enn í þremur keppnum og þurfum alla leikmennina okkar til að mynda topplið.“
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Newcastle hafði manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Sjá meira