Enski boltinn

Rice bað Ødegaard um að árita treyju fyrir sig

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Declan Rice og Martin Ødegaard innan vallar og utan.
Declan Rice og Martin Ødegaard innan vallar og utan. vísir/getty

Declan Rice, leikmaður West Ham United, bað Arsenal-manninn Martin Ødegaard um eiginhandaráritun eftir leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Ødegaard kom Arsenal í 0-2 á 10. mínútu í leiknum á Lundúnaleikvanginum í gær. En annan leikinn í röð mistókst Skyttunum að halda tveggja marka forskoti og Hamrarnir komu til baka og náðu jafntefli, 2-2.

Eftir leikinn birtust myndir af Ødegaard árita treyju sína fyrir Rice. Vel virtist fara á með fyrirliðum liðanna eftir harða baráttu á vellinum.

Stuðningsmenn Arsenal leyfðu sér eflaust að dreyma eftir að hafa séð þessar myndir enda hefur Rice verið orðaður við liðið. Rice er reyndar þekktur fyrir að safna treyjum mótherja sinna og á orðið nokkuð myndarlegt safn af þeim.

Arsenal er með fjögurra stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en West Ham er í 15. sæti, fjórum stigum frá fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×