Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Telma Lucinda Tómasson les fréttir í kvöld.
Telma Lucinda Tómasson les fréttir í kvöld. Vísir

Landlæknir segir að mál geðlæknisins, sem sviptur var ávísanaleyfi á dögunum, sé fordæmalaust vegna magns ópíóíðalyfja sem skrifað var upp á. Viðhaldsmeðferðir eigi ekki heima hjá einstökum læknum. Hún kallar eftir heildstæðri stefnu stjórnvalda í vímuefnamálum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Danskur karlmaður var í dag ákærður fyrir að nema þrettán ára gamla stúlku á brott. Hann er grunaður um að hafa nauðgað stelpunni ítrekað og saksóknari útilokar ekki að hann hafi haft vitorðsmenn.

Korthöfum brá mörgum hverjum í brún þegar úttektarupphæðir margfölduðust um helgina vegna bilunar í greiðslukerfi. Dæmi eru um að fólk hafi greitt nokkur hundruð þúsund fyrir pylsu eða bjórkippu. Við kynnum okkur málið og skoðum einnig nýjar mögulegar flugleiðir með langdrægnum Airbus þotum Icelandair og hittum söngvara sem hefur sungið í um fjögur þúsund jarðarförum.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×