Enski boltinn

Chelsea rætt við Nagelsmann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Julian Nagelsmann er eftirsóttur.
Julian Nagelsmann er eftirsóttur. getty/Roland Krivec

Chelsea hefur rætt við Julian Nagelsmann um möguleikann á að taka við liðinu. Chelsea er í leit að knattspyrnustjóra fyrir næsta tímabil.

Nagelsmann var rekinn frá Bayern München í síðasta mánuði eftir tæp tvö tímabil í starfi. Undir hans stjórn urðu Bæjarar þýskir meistarar á síðasta tímabili.

Síðan þá hefur Nagelsmann meðal annars verið orðaður við Tottenham og Chelsea sem leitar að stjóra fyrir næsta tímabil. Graham Potter var rekinn í síðasta mánuði eftir rúmt hálft ár í starfi og Frank Lampard tók við liðinu út tímabilið.

Þrátt fyrir að vera aðeins 35 ára hefur Nagelsmann talsverða reynslu en áður hann tók við Bayern stýrði hann Hoffenheim og RB Leipzig. Hann kom síðastnefnda liðinu í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu fyrir þremur árum.

Meðal annarra stjóra sem hafa verið orðaðir við Chelsea eru Luis Enrique, Roberto De Zerbi og José Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×