Eigandi Hvals með fast sæti í sendinefnd á fundum Alþjóðahvalveiðiráðsins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. apríl 2023 10:40 Í sex ár sóttu bæði Kristján Loftsson og Jón Gunnarsson ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins sem hagsmunaaðilar. Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., hefur átt sæti í öllum þeim sendinefndum sem hafa sótt ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins frá því að Ísland gerðist aftur aðili að ráðinu árið 2002. Þetta kemur fram í svörum Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata. Árin 2003 til 2008, að báðum árum meðtöldum, átti einnig sæti í sendinefndunum Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra, sem fulltrúi félagsins Sjávarnytja. Félagið er nú skráð sem „áhugamannafélag“ í Fyrirtækjaskrá en var í umsókn um kennitölu árið 1995 sagt stofnað um „nýtingu sjávardýra“. Jón var kjörinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2007 en er enn skráður stjórnarformaður og eigandi Sjávarnytja. Stjórnarformennsku hans er geti í hagsmunaskráningu á vef Alþingis. „Í áratugi hefur verið við lýði sú almenna venja að fulltrúar þeirra sem eru beinir hagsmunaaðilar eigi sæti í sendinefndum Íslands á alþjóðlegum fundum varðandi sjávarútvegsmál. Þetta er í raun framlenging af því að til undirbúnings samningsafstöðu á þessum fundum þarf að afmarka hagsmuni. Þá getur þetta haft þann tilgang að skapa hjá hagsmunaaðilunum skýrari skilning á stöðu mála, sem getur verið mikilvægt til að móta samningsafstöðu. Hagsmunaaðilar koma einnig jafnan með ákveðna sérfræðiþekkingu inn í sendinefndir, sem fulltrúar stjórnvalda hafa ekki,“ segir í svörum matvælaráðherra. „Þetta fyrirkomulag varðandi þátttöku hagsmunaaðila í sendinefndum á alþjóðlegum fundum um sjávarútvegsmál er fjarri því að vera séríslenskt fyrirbæri og um er að ræða fulltrúa þeirra sem hafa beina hagsmuni varðandi þau mál sem viðkomandi alþjóðlega stofnun eða ferli vinnur að.“ Þá segir að Hvalaskoðunarsamtök Íslands hafi á árunum 2018, 2020 og 2022 viljað fá aðild að sendinefnd Íslands en að ekki hafi þótt ástæða til þess að bjóða þeim þátttöku þar sem engar ákvarðanir hefðu verið teknar um breytta meginstefnu Íslands innan ráðsins. Þess er þó ekki getið hvers vegna Hvalur átti fulltrúa umrædd ár. Ráðuneytið segir í svörunum að verulegur eðlismunur sé á hlutverki fulltrúa hagsmunaaðila og fulltrúa stjórnvalda innan sendinefnda og segir fyrrnefndu ekki hafa beina aðkomu að fundum. „Það eru eingöngu fulltrúar stjórnvalda sem sitja fundi formanna sendinefnda og þeir einir taka til máls á fundum og fara með atkvæði Íslands við ákvarðanatöku. Fulltrúum hagsmunaaðila er gefið færi á því að vera þátttakendur í sendinefnd Íslands að því leyti að þeim er jafnan heimilað að taka þátt í innri fundum sendinefndarinnar og fá þannig tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Hins vegar eru ákvarðanir á fundum teknar á grundvelli þess samningsumboðs sem stjórnvöld hafa falið viðkomandi sendinefnd.“ Matvælaframleiðsla Sjávarútvegur Hvalveiðar Hvalir Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata. Árin 2003 til 2008, að báðum árum meðtöldum, átti einnig sæti í sendinefndunum Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra, sem fulltrúi félagsins Sjávarnytja. Félagið er nú skráð sem „áhugamannafélag“ í Fyrirtækjaskrá en var í umsókn um kennitölu árið 1995 sagt stofnað um „nýtingu sjávardýra“. Jón var kjörinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2007 en er enn skráður stjórnarformaður og eigandi Sjávarnytja. Stjórnarformennsku hans er geti í hagsmunaskráningu á vef Alþingis. „Í áratugi hefur verið við lýði sú almenna venja að fulltrúar þeirra sem eru beinir hagsmunaaðilar eigi sæti í sendinefndum Íslands á alþjóðlegum fundum varðandi sjávarútvegsmál. Þetta er í raun framlenging af því að til undirbúnings samningsafstöðu á þessum fundum þarf að afmarka hagsmuni. Þá getur þetta haft þann tilgang að skapa hjá hagsmunaaðilunum skýrari skilning á stöðu mála, sem getur verið mikilvægt til að móta samningsafstöðu. Hagsmunaaðilar koma einnig jafnan með ákveðna sérfræðiþekkingu inn í sendinefndir, sem fulltrúar stjórnvalda hafa ekki,“ segir í svörum matvælaráðherra. „Þetta fyrirkomulag varðandi þátttöku hagsmunaaðila í sendinefndum á alþjóðlegum fundum um sjávarútvegsmál er fjarri því að vera séríslenskt fyrirbæri og um er að ræða fulltrúa þeirra sem hafa beina hagsmuni varðandi þau mál sem viðkomandi alþjóðlega stofnun eða ferli vinnur að.“ Þá segir að Hvalaskoðunarsamtök Íslands hafi á árunum 2018, 2020 og 2022 viljað fá aðild að sendinefnd Íslands en að ekki hafi þótt ástæða til þess að bjóða þeim þátttöku þar sem engar ákvarðanir hefðu verið teknar um breytta meginstefnu Íslands innan ráðsins. Þess er þó ekki getið hvers vegna Hvalur átti fulltrúa umrædd ár. Ráðuneytið segir í svörunum að verulegur eðlismunur sé á hlutverki fulltrúa hagsmunaaðila og fulltrúa stjórnvalda innan sendinefnda og segir fyrrnefndu ekki hafa beina aðkomu að fundum. „Það eru eingöngu fulltrúar stjórnvalda sem sitja fundi formanna sendinefnda og þeir einir taka til máls á fundum og fara með atkvæði Íslands við ákvarðanatöku. Fulltrúum hagsmunaaðila er gefið færi á því að vera þátttakendur í sendinefnd Íslands að því leyti að þeim er jafnan heimilað að taka þátt í innri fundum sendinefndarinnar og fá þannig tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Hins vegar eru ákvarðanir á fundum teknar á grundvelli þess samningsumboðs sem stjórnvöld hafa falið viðkomandi sendinefnd.“
Matvælaframleiðsla Sjávarútvegur Hvalveiðar Hvalir Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Sjá meira