Eigandi Hvals með fast sæti í sendinefnd á fundum Alþjóðahvalveiðiráðsins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. apríl 2023 10:40 Í sex ár sóttu bæði Kristján Loftsson og Jón Gunnarsson ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins sem hagsmunaaðilar. Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., hefur átt sæti í öllum þeim sendinefndum sem hafa sótt ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins frá því að Ísland gerðist aftur aðili að ráðinu árið 2002. Þetta kemur fram í svörum Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata. Árin 2003 til 2008, að báðum árum meðtöldum, átti einnig sæti í sendinefndunum Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra, sem fulltrúi félagsins Sjávarnytja. Félagið er nú skráð sem „áhugamannafélag“ í Fyrirtækjaskrá en var í umsókn um kennitölu árið 1995 sagt stofnað um „nýtingu sjávardýra“. Jón var kjörinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2007 en er enn skráður stjórnarformaður og eigandi Sjávarnytja. Stjórnarformennsku hans er geti í hagsmunaskráningu á vef Alþingis. „Í áratugi hefur verið við lýði sú almenna venja að fulltrúar þeirra sem eru beinir hagsmunaaðilar eigi sæti í sendinefndum Íslands á alþjóðlegum fundum varðandi sjávarútvegsmál. Þetta er í raun framlenging af því að til undirbúnings samningsafstöðu á þessum fundum þarf að afmarka hagsmuni. Þá getur þetta haft þann tilgang að skapa hjá hagsmunaaðilunum skýrari skilning á stöðu mála, sem getur verið mikilvægt til að móta samningsafstöðu. Hagsmunaaðilar koma einnig jafnan með ákveðna sérfræðiþekkingu inn í sendinefndir, sem fulltrúar stjórnvalda hafa ekki,“ segir í svörum matvælaráðherra. „Þetta fyrirkomulag varðandi þátttöku hagsmunaaðila í sendinefndum á alþjóðlegum fundum um sjávarútvegsmál er fjarri því að vera séríslenskt fyrirbæri og um er að ræða fulltrúa þeirra sem hafa beina hagsmuni varðandi þau mál sem viðkomandi alþjóðlega stofnun eða ferli vinnur að.“ Þá segir að Hvalaskoðunarsamtök Íslands hafi á árunum 2018, 2020 og 2022 viljað fá aðild að sendinefnd Íslands en að ekki hafi þótt ástæða til þess að bjóða þeim þátttöku þar sem engar ákvarðanir hefðu verið teknar um breytta meginstefnu Íslands innan ráðsins. Þess er þó ekki getið hvers vegna Hvalur átti fulltrúa umrædd ár. Ráðuneytið segir í svörunum að verulegur eðlismunur sé á hlutverki fulltrúa hagsmunaaðila og fulltrúa stjórnvalda innan sendinefnda og segir fyrrnefndu ekki hafa beina aðkomu að fundum. „Það eru eingöngu fulltrúar stjórnvalda sem sitja fundi formanna sendinefnda og þeir einir taka til máls á fundum og fara með atkvæði Íslands við ákvarðanatöku. Fulltrúum hagsmunaaðila er gefið færi á því að vera þátttakendur í sendinefnd Íslands að því leyti að þeim er jafnan heimilað að taka þátt í innri fundum sendinefndarinnar og fá þannig tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Hins vegar eru ákvarðanir á fundum teknar á grundvelli þess samningsumboðs sem stjórnvöld hafa falið viðkomandi sendinefnd.“ Matvælaframleiðsla Sjávarútvegur Hvalveiðar Hvalir Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata. Árin 2003 til 2008, að báðum árum meðtöldum, átti einnig sæti í sendinefndunum Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra, sem fulltrúi félagsins Sjávarnytja. Félagið er nú skráð sem „áhugamannafélag“ í Fyrirtækjaskrá en var í umsókn um kennitölu árið 1995 sagt stofnað um „nýtingu sjávardýra“. Jón var kjörinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2007 en er enn skráður stjórnarformaður og eigandi Sjávarnytja. Stjórnarformennsku hans er geti í hagsmunaskráningu á vef Alþingis. „Í áratugi hefur verið við lýði sú almenna venja að fulltrúar þeirra sem eru beinir hagsmunaaðilar eigi sæti í sendinefndum Íslands á alþjóðlegum fundum varðandi sjávarútvegsmál. Þetta er í raun framlenging af því að til undirbúnings samningsafstöðu á þessum fundum þarf að afmarka hagsmuni. Þá getur þetta haft þann tilgang að skapa hjá hagsmunaaðilunum skýrari skilning á stöðu mála, sem getur verið mikilvægt til að móta samningsafstöðu. Hagsmunaaðilar koma einnig jafnan með ákveðna sérfræðiþekkingu inn í sendinefndir, sem fulltrúar stjórnvalda hafa ekki,“ segir í svörum matvælaráðherra. „Þetta fyrirkomulag varðandi þátttöku hagsmunaaðila í sendinefndum á alþjóðlegum fundum um sjávarútvegsmál er fjarri því að vera séríslenskt fyrirbæri og um er að ræða fulltrúa þeirra sem hafa beina hagsmuni varðandi þau mál sem viðkomandi alþjóðlega stofnun eða ferli vinnur að.“ Þá segir að Hvalaskoðunarsamtök Íslands hafi á árunum 2018, 2020 og 2022 viljað fá aðild að sendinefnd Íslands en að ekki hafi þótt ástæða til þess að bjóða þeim þátttöku þar sem engar ákvarðanir hefðu verið teknar um breytta meginstefnu Íslands innan ráðsins. Þess er þó ekki getið hvers vegna Hvalur átti fulltrúa umrædd ár. Ráðuneytið segir í svörunum að verulegur eðlismunur sé á hlutverki fulltrúa hagsmunaaðila og fulltrúa stjórnvalda innan sendinefnda og segir fyrrnefndu ekki hafa beina aðkomu að fundum. „Það eru eingöngu fulltrúar stjórnvalda sem sitja fundi formanna sendinefnda og þeir einir taka til máls á fundum og fara með atkvæði Íslands við ákvarðanatöku. Fulltrúum hagsmunaaðila er gefið færi á því að vera þátttakendur í sendinefnd Íslands að því leyti að þeim er jafnan heimilað að taka þátt í innri fundum sendinefndarinnar og fá þannig tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Hins vegar eru ákvarðanir á fundum teknar á grundvelli þess samningsumboðs sem stjórnvöld hafa falið viðkomandi sendinefnd.“
Matvælaframleiðsla Sjávarútvegur Hvalveiðar Hvalir Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira