Innlent

Bein útsending: Hús íslenskunnar vígt og nafnið afhjúpað

Máni Snær Þorláksson skrifar
Hús íslenskunnar verður vígt í dag.
Hús íslenskunnar verður vígt í dag. Vísir/Vilhelm

Vígsla á Húsi íslenskunnar fer fram í dag. Sýnt verður frá vígslunni í beinni útsendingu. Á meðal þess sem fram fer á vígslunni er að nafn hússins verður afhjúpað. Alls bárust rúmlega þrjú þúsund tillögur í samkeppni um nafn á húsinu.

Á meðal þeirra sem munu taka til máls eru Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.

Hægt er að fylgjast með vígslunni í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan en hún hefst klukkan 16:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×