Frá þessu er greint á vef Guardian. Dominion hafði stefnt sjónvarpsstöðinni og til stóð að taka málið fyrir í vikunni. Því var hins vegar frestað vegna sáttaumleitana. Fram kom að forsvarsmenn Fox hygðust binda enda á málið með því að semja við Dominion.
Dominion krafði Fox um 1,6 milljarð bandaríkjadala þar sem þáttastjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar hafi vísvitandi haldið frammi ósannindum um búnað fyrirtækisins, sem var notaður í forsetakosningunum 2020.
Umfjöllun Fox tengdist ósönnum staðhæfingum Donald Trump um að kosningunum hefði verið „stolið“. Sjónvarpsstöðin hefur gengist við því að hafa sagt ósatt.
Dominion lawyer Justin Nelson says Fox is paying up $787,500,000 to settle the defamation case against Fox for its airing of numerous lies about Dominion Voting Systems.
— Jake Tapper (@jaketapper) April 18, 2023
Fox has admitted telling lies, the company CEO John Poulos says in press conference.
„Með sáttinni fæst réttlæti og ábyrgð. Lygum fylgja afleiðingar. Sannleikurinn þekkir rautt eða blátt,“ sagði lögfræðingur Dominion við fréttamenn nú í kvöld.