Körfubolti

Suns og Cavaliers jöfnuðu metin

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Darius Garland var frábær í nótt.
Darius Garland var frábær í nótt. EFE/MICHAEL REYNOLDS

Úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta heldur áfram. Boston Celtics er 2-0 yfir í einvígi sínu gegn Atlanta Hawks á meðan Phoenix Suns og Cleveland Cavaliers jöfnuðu metin í einvígum sínum.

Darius Garland fór mikinn hjá Cavaliers en hann skoraði 32 stig og gaf 7 stoðsendingar. Þar á eftir kom Caris LeVert með 24 stig. Hjá Knicks skoraði Randle 22 stig og tók 8 fráköst á meðan Jalen BRunson skoraði 20 stig og gaf 6 stoðsendingar.

Devin Booker átti frábæran leik þegar Phoenix Suns jafnaði metin gegn Los Angeles Clippers. Lokatölur í Phoenix 123-109 heimamönnum í vil og staðan jöfn í einvíginu, 1-1.

Booker skoraði 38 stig og gaf 9 stoðsendingar. Kevin Durant kom þar næstur með 25 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar.

Hjá Clippers var Kawhi Leonard stigahæstur með 31 stig ásamt því að taka 8 fráköst og gefa 7 stoðsendingar. Russell Westbrook skoraði 28 stig, gaf 5 stoðsendingar og tók jafn mörg fráköst.

Að lokum vann Boston Celtics sannfærandi 13 stiga sigur á Atlanta Hawks og er nú komið 2-0 yfir í einvígi liðanna, lokatölur 119-106.

Jayson Tatum skoraði 29 stig, tók 10 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Derrick White kom þar á eftir með 26 stig og 7 fráköst. Hjá Hawks skoraði Dejounte Muray 29 stig á meðan Trae Young skoraði 24 stig.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×