Borgarráð samþykkti hækkun hlutafjár Ljósleiðarans ehf. Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. apríl 2023 16:10 Frá fundi borgarráðs. Vísir/Vilhelm Borgarráð samþykkti í dag heimild til hækkunar hlutafjár Ljósleiðarans ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Hækkunin nemur allt að 3.250.000.000 (þrjá milljarða og tvöhundruð og fimmtíu milljónir króna) að nafnverði, það er 33,33 prósent af heildarhlutafé félagsins, eða þannig að eignarhlutur Orkuveitu Reykjavíkur í félaginu verði aldrei minni en 66,67 prósent af heildarhlutafé Ljósleiðarans ehf. Segir í tilkynningunni að málið fari til endanlegrar afgreiðslu í borgarstjórn. Fjárhæðin taki mið af ítarlegri sviðsmyndagreiningu og áhættumati sem lagt var fyrir rýnihóp borgarráðs. „Jafnframt var samþykkt að aðferðarfræði og umbúnaður við útgáfu nýs hlutafjár yrði undirbúinn á ábyrgð Orkuveitu Reykjavíkur og stjórnar hennar og að borgarráði yrðu kynnt áformin. Stjórn Ljósleiðarans ehf. verður veitt heimild til að ákvarða útboðsgengi og greiðslukjör hinna nýju hluta og í hvaða áföngum heimildin verður nýtt.“ Samþykktin sé bundin því skilyrði að andvirði nýs hlutafjár í Ljósleiðaranum ehf. verði nýtt til að greiða niður skuldir Ljósleiðarans ehf. og styrkja stöðu félagsins á samkeppnismarkaði. Segir í tilkynningunni að jafnframt skuli Ljósleiðarinn ehf. leggja nýtt mat á og forgangsraða fjárfestingaráformum út frá greiningu á kostnaði þeirra, ábata og áhættu. Loks var samþykkt að heimild þessi til hlutafjárhækkunar fellur niður 31. desember 2024 að því marki sem hún er þá enn ónýtt. OR áfram meirihlutaeigandi Í tilkynningu borgarinnar segir að Ljósleiðarinn ehf. sé vel rekið öflugt fyrirtæki á fjarskiptamarkaði sem starfi í harðri samkeppni. „Tækniframfarir síðastliðinna ára hafa að mati stjórnenda gjörbreytt markaðnum, nýtt og þétt 5G farsímakerfi gerir kröfu um öfluga innviði sem kallar á aukið fjármagn.“ Í tillögu borgarstjóra, sem borgarráð samþykkti í dag, segir að nýjar aðstæður á markaði eftir sölu Símans hf. á Mílu hf. hafi útheimt viðbrögð af hálfu Ljósleiðarans ehf. og endurnýjun á samningum við stærstu viðskiptavini fyrirtækisins. Niðurstaða sviðsmyndagreiningar sé að aukið hlutafé félagsins sé æskilegt og allt að því óhjákvæmilegt við núverandi aðstæður og það sé í góðu samræmi við langtímamarkmið Reykjavíkurborgar að baki fjármögnun og rekstri Ljósleiðarans ehf. Þar sem lagaleg áhætta hamli því að Orkuveita Reykjavíkur geti ein staðið fjárhagslega að baki hækkun hlutafjár þurfi að sækja aukið hlutafé á almennan markað. Orkuveita Reykjavíkur verði þó áfram eigandi meirihluta hlutafjár í Ljósleiðaranum ehf. Þá segir í tillögunni að ítarlegt áhættumat fjármála- og áhættustýringarsviðs bendi til þess að þessi hækkun hlutafjár nægi til að Ljósleiðarinn ehf. nái markmiðum sínum. Leiði ytri aðstæður eða aðrir atburðir til þess að óska þurfi frekari hækkunar á hlutafé félagsins að nýju telji Reykjavíkurborg rétt að þá komi fyrst til skoðunar að Orkuveita Reykjavíkur, sem stærsti eigandi Ljósleiðarans ehf., leggi til fjármagn. Reykjavík Borgarstjórn Fjarskipti Tengdar fréttir Stjórn OR segir brýnt að hrinda söluferli Ljósleiðarans af stað Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur segir brýnt að hefja samskipti við Fjarskiptastofu svo að afla megi heimildar til þess að auka hlutafé hjá dótturfélaginu Ljósleiðaranum. Stjórnin bendir á að ferlið sé tímafrekt og aðstæður á fjármálamörkuðum krefjandi. 18. apríl 2023 07:13 Hlutafjárútboð Ljósleiðarans bjóði hættunni heim Meirihluti rýnihóps borgarráðs hefur gefið Ljósleiðaranum græna ljósið til að ráðast í hlutafjárútboð um allt að ellefu milljarða króna. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands vill að fjarskiptainnviðir séu í eigu almennings og gefur lítið fyrir varnagla meirihlutans um að halda meirihlutastjórn í fyrirtækinu. 17. apríl 2023 13:35 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Hækkunin nemur allt að 3.250.000.000 (þrjá milljarða og tvöhundruð og fimmtíu milljónir króna) að nafnverði, það er 33,33 prósent af heildarhlutafé félagsins, eða þannig að eignarhlutur Orkuveitu Reykjavíkur í félaginu verði aldrei minni en 66,67 prósent af heildarhlutafé Ljósleiðarans ehf. Segir í tilkynningunni að málið fari til endanlegrar afgreiðslu í borgarstjórn. Fjárhæðin taki mið af ítarlegri sviðsmyndagreiningu og áhættumati sem lagt var fyrir rýnihóp borgarráðs. „Jafnframt var samþykkt að aðferðarfræði og umbúnaður við útgáfu nýs hlutafjár yrði undirbúinn á ábyrgð Orkuveitu Reykjavíkur og stjórnar hennar og að borgarráði yrðu kynnt áformin. Stjórn Ljósleiðarans ehf. verður veitt heimild til að ákvarða útboðsgengi og greiðslukjör hinna nýju hluta og í hvaða áföngum heimildin verður nýtt.“ Samþykktin sé bundin því skilyrði að andvirði nýs hlutafjár í Ljósleiðaranum ehf. verði nýtt til að greiða niður skuldir Ljósleiðarans ehf. og styrkja stöðu félagsins á samkeppnismarkaði. Segir í tilkynningunni að jafnframt skuli Ljósleiðarinn ehf. leggja nýtt mat á og forgangsraða fjárfestingaráformum út frá greiningu á kostnaði þeirra, ábata og áhættu. Loks var samþykkt að heimild þessi til hlutafjárhækkunar fellur niður 31. desember 2024 að því marki sem hún er þá enn ónýtt. OR áfram meirihlutaeigandi Í tilkynningu borgarinnar segir að Ljósleiðarinn ehf. sé vel rekið öflugt fyrirtæki á fjarskiptamarkaði sem starfi í harðri samkeppni. „Tækniframfarir síðastliðinna ára hafa að mati stjórnenda gjörbreytt markaðnum, nýtt og þétt 5G farsímakerfi gerir kröfu um öfluga innviði sem kallar á aukið fjármagn.“ Í tillögu borgarstjóra, sem borgarráð samþykkti í dag, segir að nýjar aðstæður á markaði eftir sölu Símans hf. á Mílu hf. hafi útheimt viðbrögð af hálfu Ljósleiðarans ehf. og endurnýjun á samningum við stærstu viðskiptavini fyrirtækisins. Niðurstaða sviðsmyndagreiningar sé að aukið hlutafé félagsins sé æskilegt og allt að því óhjákvæmilegt við núverandi aðstæður og það sé í góðu samræmi við langtímamarkmið Reykjavíkurborgar að baki fjármögnun og rekstri Ljósleiðarans ehf. Þar sem lagaleg áhætta hamli því að Orkuveita Reykjavíkur geti ein staðið fjárhagslega að baki hækkun hlutafjár þurfi að sækja aukið hlutafé á almennan markað. Orkuveita Reykjavíkur verði þó áfram eigandi meirihluta hlutafjár í Ljósleiðaranum ehf. Þá segir í tillögunni að ítarlegt áhættumat fjármála- og áhættustýringarsviðs bendi til þess að þessi hækkun hlutafjár nægi til að Ljósleiðarinn ehf. nái markmiðum sínum. Leiði ytri aðstæður eða aðrir atburðir til þess að óska þurfi frekari hækkunar á hlutafé félagsins að nýju telji Reykjavíkurborg rétt að þá komi fyrst til skoðunar að Orkuveita Reykjavíkur, sem stærsti eigandi Ljósleiðarans ehf., leggi til fjármagn.
Reykjavík Borgarstjórn Fjarskipti Tengdar fréttir Stjórn OR segir brýnt að hrinda söluferli Ljósleiðarans af stað Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur segir brýnt að hefja samskipti við Fjarskiptastofu svo að afla megi heimildar til þess að auka hlutafé hjá dótturfélaginu Ljósleiðaranum. Stjórnin bendir á að ferlið sé tímafrekt og aðstæður á fjármálamörkuðum krefjandi. 18. apríl 2023 07:13 Hlutafjárútboð Ljósleiðarans bjóði hættunni heim Meirihluti rýnihóps borgarráðs hefur gefið Ljósleiðaranum græna ljósið til að ráðast í hlutafjárútboð um allt að ellefu milljarða króna. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands vill að fjarskiptainnviðir séu í eigu almennings og gefur lítið fyrir varnagla meirihlutans um að halda meirihlutastjórn í fyrirtækinu. 17. apríl 2023 13:35 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Stjórn OR segir brýnt að hrinda söluferli Ljósleiðarans af stað Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur segir brýnt að hefja samskipti við Fjarskiptastofu svo að afla megi heimildar til þess að auka hlutafé hjá dótturfélaginu Ljósleiðaranum. Stjórnin bendir á að ferlið sé tímafrekt og aðstæður á fjármálamörkuðum krefjandi. 18. apríl 2023 07:13
Hlutafjárútboð Ljósleiðarans bjóði hættunni heim Meirihluti rýnihóps borgarráðs hefur gefið Ljósleiðaranum græna ljósið til að ráðast í hlutafjárútboð um allt að ellefu milljarða króna. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands vill að fjarskiptainnviðir séu í eigu almennings og gefur lítið fyrir varnagla meirihlutans um að halda meirihlutastjórn í fyrirtækinu. 17. apríl 2023 13:35