Kristín ráðin rektor Listaháskóla Íslands Máni Snær Þorláksson skrifar 21. apríl 2023 09:39 Kristín Eysteinsdóttir hefur verið ráðin nýr rektor Listaháskóla Íslands. Saga Sig Kristín Eysteinsdóttir, fyrrverandi Borgarleikhússtjóri, hefur verið ráðin sem nýr rektor Listaháskóla Íslands. Kristín hefur störf þann 1. ágúst næstkomandi. Tekur hún við starfinu af Fríðu Björk Ingvarsdóttur sem er á sínu tíunda starfsári. Alls sóttu tuttugu um stöðuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Listaháskólanum. Þar segir að Kristín sé ráðin til fimm ára með möguleika á endurráðningu til annarra fimm ára. Kristín lauk meistaragráðu í leikstjórn frá Goldsmiths, University of London árið 2007. Fyrir það hafði hún lokið BA námi í dramatúrgíu frá Árósarháskóla árið 2002. Hún hefur leikstýrt um tuttugu sýningum í atvinnuleikhúsum og var fastráðinn leikstjóri við Borgarleikhúsið frá 2008 til 2014. Árið 2008 var Kristín valin sem leikstjóri ársins á Grímunni fyrir sýninguna Sá ljóti en hún var einnig tilnefnd til sömu verðlauna árin 2010, 2012 og 2013. Ásamt því hefur hún einnig leikstýrt við Útvarpsleikhúsið og starfað sem dramatúrg við fjölda sýninga. Kristín var ráðin leikhússtjóri Borgarleikhússins árið 2014 og gegndi þeirri stöðu til ársins 2020. „Undir hennar stjórn náði Borgarleikhúsið eftirtektarverðum árangri bæði listrænt og rekstrarlega,“ segir í tilkynningunni. Aðsóknarmet í leikhúsið hafi verið slegin og leikhúsið hafi hlotið Grímuna, íslensku sviðslistaverðlaunin, fyrir sýningu ársins öll þau ár sem hún var leikhússtjóri. Nýverið lauk hún við fyrstu stuttmynd sína og hefur síðastliðin tvö ár verið að undirbúa sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd sem er komin vel á veg í þróun. Þá hefur hún gegnt fjölmörgum ábyrgðarstöðum með stjórnarsetu og formennsku í ýmsum stjórnum og nefndum sem tengjast leiklist, menntun og útgáfu. Magnús Ragnarsson, stjórnarformaður Listaháskóla Íslands, segir það vera mikið ánægjuefni að kynna Kristínu sem komandi leiðtoga skólans. „Það er Listaháskólanum mikill fengur að hafa fengið svo öflugan stjórnanda og góðan listamann til að stýra næsta áfanga í starfi skólans,“ er haft eftir Magnúsi. „Stjórn skólans bíður Kristínu velkomna til starfa í haust og væntir mikils af samstarfinu næstu ár.” Skóla - og menntamál Menning Vistaskipti Háskólar Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Svara ákalli foreldra Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Listaháskólanum. Þar segir að Kristín sé ráðin til fimm ára með möguleika á endurráðningu til annarra fimm ára. Kristín lauk meistaragráðu í leikstjórn frá Goldsmiths, University of London árið 2007. Fyrir það hafði hún lokið BA námi í dramatúrgíu frá Árósarháskóla árið 2002. Hún hefur leikstýrt um tuttugu sýningum í atvinnuleikhúsum og var fastráðinn leikstjóri við Borgarleikhúsið frá 2008 til 2014. Árið 2008 var Kristín valin sem leikstjóri ársins á Grímunni fyrir sýninguna Sá ljóti en hún var einnig tilnefnd til sömu verðlauna árin 2010, 2012 og 2013. Ásamt því hefur hún einnig leikstýrt við Útvarpsleikhúsið og starfað sem dramatúrg við fjölda sýninga. Kristín var ráðin leikhússtjóri Borgarleikhússins árið 2014 og gegndi þeirri stöðu til ársins 2020. „Undir hennar stjórn náði Borgarleikhúsið eftirtektarverðum árangri bæði listrænt og rekstrarlega,“ segir í tilkynningunni. Aðsóknarmet í leikhúsið hafi verið slegin og leikhúsið hafi hlotið Grímuna, íslensku sviðslistaverðlaunin, fyrir sýningu ársins öll þau ár sem hún var leikhússtjóri. Nýverið lauk hún við fyrstu stuttmynd sína og hefur síðastliðin tvö ár verið að undirbúa sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd sem er komin vel á veg í þróun. Þá hefur hún gegnt fjölmörgum ábyrgðarstöðum með stjórnarsetu og formennsku í ýmsum stjórnum og nefndum sem tengjast leiklist, menntun og útgáfu. Magnús Ragnarsson, stjórnarformaður Listaháskóla Íslands, segir það vera mikið ánægjuefni að kynna Kristínu sem komandi leiðtoga skólans. „Það er Listaháskólanum mikill fengur að hafa fengið svo öflugan stjórnanda og góðan listamann til að stýra næsta áfanga í starfi skólans,“ er haft eftir Magnúsi. „Stjórn skólans bíður Kristínu velkomna til starfa í haust og væntir mikils af samstarfinu næstu ár.”
Skóla - og menntamál Menning Vistaskipti Háskólar Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Svara ákalli foreldra Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira