Dæmdur fyrir ofbeldisfullt rán en ekki „fyllerísslagsmál“ Bjarki Sigurðsson skrifar 21. apríl 2023 12:59 Kristján Einar losnaði úr fangelsi í nóvember á síðasta ári þar sem hann sætti gæsluvarðhaldi. Vísir/Einar Heimildin greinir frá því að samkvæmt dómi yfir Kristjáni Einari Sigurbjörnssyni, oftast þekktum sem Kleina, hafi hann ekki gerst sekur um „fyllerísslagsmál“ líkt og hann hafi haldið fram, heldur ofbeldisfullt rán. Þá hafi honum ekki verið sleppt eftir að fangelsisyfirvöldum þar í landi var mútað heldur þegar hann játaði aðild sína að umræddum ránum. Sjómaðurinn Kristján Einar, stundum titlaður áhrifavaldurinn Kleini, var handtekinn í borginni Málaga á Spáni í mars árið 2022. Lítið fréttist af því sem hann var sakaður um að hafa gert á meðan hann var enn úti en í nóvember sama ár var honum sleppt úr fangelsi. Þá sagðist hann „hafa sögur að segja“. Þær sögur sagði hann síðan þegar hann kom aftur heim til Íslands í sama mánuði. Hann kom í viðtal hér á Vísi þar sem hann sagðist hafa verið handtekinn eftir „fyllerísslagsmál“. Þá sagðist hann hafa verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir umrædd slagsmál en á endanum hafi lögfræðingur hans mútað yfirvöldum í Málaga til að koma honum út. Klippa: Íslendingur lýsir átta mánaða veru í fangelsi í Malaga Samkvæmt dómnum yfir Kleina, sem Heimildin hefur undir höndunum, var hann þó ekki dæmdur fyrir fyllerísslagsmál, heldur ofbeldisfullt rán. Hann hafi, ásamt öðrum manni, rænt fjármunum af þriðja manni og svo reynt að ræna þann fjórða mann að nóttu til. Við ránið hafi þeir notast við oddhvassan hlut til að hóta fórnarlömbunum. Dómurinn féll þann 17. nóvember síðastliðinn, skömmu áður en Kleini kom heim. Var hann dæmdur í þriggja ára og níu mánaða skilorðsbundið fangelsi. Skilorðsbundið fangelsi þýðir að viðkomandi þarf ekki að sitja inni brjóti hann ekki aftur af sér. Honum var því sleppt úr gæsluvarðhaldi skömmu eftir að dómur féll og hélt hann til Íslands. Lesa má umfjöllun Heimildarinnar í heild sinni hér. Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Ekki komin í nýtt samband: „Er að slökkva elda alls staðar“ „Við erum búin að vera vinir lengi en hittumst fyrst sem eitthvað meira vinir fyrir minna en viku,“ segir Hafdís Björg í viðtali á FM957 í dag þar sem hún tjáir sig um frétt Smartlands á mbl.is sem greinir frá því að hún og Kristján Einar séu nýtt par. Ritstjóri Smartlands hafnar því að hafa farið með rangt mál í fréttinni. 31. mars 2023 13:47 Kleini fer í meðferð Kristján Einar Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Kleini, hefur skráð sig í meðferð í Krýsuvík. Hann segir síðustu mánuði hafa tekið á og fer því á meðferðarheimili á miðvikudaginn. 15. janúar 2023 19:13 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Sjómaðurinn Kristján Einar, stundum titlaður áhrifavaldurinn Kleini, var handtekinn í borginni Málaga á Spáni í mars árið 2022. Lítið fréttist af því sem hann var sakaður um að hafa gert á meðan hann var enn úti en í nóvember sama ár var honum sleppt úr fangelsi. Þá sagðist hann „hafa sögur að segja“. Þær sögur sagði hann síðan þegar hann kom aftur heim til Íslands í sama mánuði. Hann kom í viðtal hér á Vísi þar sem hann sagðist hafa verið handtekinn eftir „fyllerísslagsmál“. Þá sagðist hann hafa verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir umrædd slagsmál en á endanum hafi lögfræðingur hans mútað yfirvöldum í Málaga til að koma honum út. Klippa: Íslendingur lýsir átta mánaða veru í fangelsi í Malaga Samkvæmt dómnum yfir Kleina, sem Heimildin hefur undir höndunum, var hann þó ekki dæmdur fyrir fyllerísslagsmál, heldur ofbeldisfullt rán. Hann hafi, ásamt öðrum manni, rænt fjármunum af þriðja manni og svo reynt að ræna þann fjórða mann að nóttu til. Við ránið hafi þeir notast við oddhvassan hlut til að hóta fórnarlömbunum. Dómurinn féll þann 17. nóvember síðastliðinn, skömmu áður en Kleini kom heim. Var hann dæmdur í þriggja ára og níu mánaða skilorðsbundið fangelsi. Skilorðsbundið fangelsi þýðir að viðkomandi þarf ekki að sitja inni brjóti hann ekki aftur af sér. Honum var því sleppt úr gæsluvarðhaldi skömmu eftir að dómur féll og hélt hann til Íslands. Lesa má umfjöllun Heimildarinnar í heild sinni hér.
Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Ekki komin í nýtt samband: „Er að slökkva elda alls staðar“ „Við erum búin að vera vinir lengi en hittumst fyrst sem eitthvað meira vinir fyrir minna en viku,“ segir Hafdís Björg í viðtali á FM957 í dag þar sem hún tjáir sig um frétt Smartlands á mbl.is sem greinir frá því að hún og Kristján Einar séu nýtt par. Ritstjóri Smartlands hafnar því að hafa farið með rangt mál í fréttinni. 31. mars 2023 13:47 Kleini fer í meðferð Kristján Einar Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Kleini, hefur skráð sig í meðferð í Krýsuvík. Hann segir síðustu mánuði hafa tekið á og fer því á meðferðarheimili á miðvikudaginn. 15. janúar 2023 19:13 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Ekki komin í nýtt samband: „Er að slökkva elda alls staðar“ „Við erum búin að vera vinir lengi en hittumst fyrst sem eitthvað meira vinir fyrir minna en viku,“ segir Hafdís Björg í viðtali á FM957 í dag þar sem hún tjáir sig um frétt Smartlands á mbl.is sem greinir frá því að hún og Kristján Einar séu nýtt par. Ritstjóri Smartlands hafnar því að hafa farið með rangt mál í fréttinni. 31. mars 2023 13:47
Kleini fer í meðferð Kristján Einar Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Kleini, hefur skráð sig í meðferð í Krýsuvík. Hann segir síðustu mánuði hafa tekið á og fer því á meðferðarheimili á miðvikudaginn. 15. janúar 2023 19:13