Rannsókn á máli Vítalíu gegn þremenningum felld niður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. apríl 2023 16:10 Ari Edwald, Hreggviður og Þórður stigu allir til hliðar úr áberandi stöðum sínum þegar ásakanirnar komu fram. Vísir Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókn á kynferðisbrotakæru Vítalíu Lazarevu á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. Vítalía telur gögn vanta í málinu og ætlar að kæra niðurstöðuna til ríkissaksóknara. Vítalía hefur sakað mennina þrjá, sem þá voru áberandi með einum eða öðrum hætti í íslensku viðskiptalífi, um kynferðisbrot í sumarbústaðaferð í desember 2020. Hún var þá í sambandi við líkamsræktarþjálfaranum Arnari Grant. Kolbrún Garðarsdóttir, réttargæslumaður Vítalíu, staðfestir niðurstöðuna við fréttastofu RÚV. Hún segir að við rannsókn málsins hafi ekki verið rætt við öll vitni í málinu auk þess sem sakargögn vanti. Þremenningarnir kærðu Vítalíu og Arnar fyrir fjárkúgun. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er það mál enn til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. Mál Vítalíu komst fyrst í kastljósið í janúar 2021 með viðtali við Vítalíu í hlaðvarpsþætti Eddu Falak, Eigin konur. Þar lýsti Vítalía því að hafa orðið fyrir ofbeldi af hendi þriggja eldri karlmanna í sumarbústaðarferð, sem hún hafði mætt í til að hitta þáverandi ástmann sinn, Arnar Grant. Í kjölfarið var greint frá því að Ari Edwald, þáverandi framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, hefði stigið til hliðar úr stjórn fyrirtækisins. Strax sama dag steig Hreggviður, þá stjórnarformaður og aðaleigandi Vertias Capital, úr stjórn þess og stjórnum tengdra fyrirækja. Hreggviður sagði í yfirlýsingu sem hann sendi út að hann harmaði að hafa ekki stigið úr aðstæðunum sem Vítalía segði frá og honum þætti þungbært að heyra um hennar reynslu. Hann teldi sig þó ekki hafa gerst brotlegan við lög. Þórður Már sagði sig sömuleiðis úr stjórn Festi vegna ásakananna og Arnar Grant hætti tímabundið störfum hjá World Class, þar sem hann starfaði sem einkaþjálfari í verktakavinnu. Sama kvöld fór fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson sömuleiðis í tímabundið leyfi frá sínum störfum hjá útvarpsstöðinni K100, en hann var sömuleiðis bendlaður við aðra frásögn Vítalíu í hlaðvarpsþættinum af meintu kynferðisofbeldi. Mál Vítalíu Lazarevu Lögreglumál MeToo Tengdar fréttir Vítalía hefur gefið skýrslu hjá lögreglu Vítalía Lazareva er búin að gefa skýrslu hjá lögreglu í tengslum við kæru hennar á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. 7. júlí 2022 13:50 Segir Vítalíu ekki hafa farið með rétt mál um Loga Bergmann Arnar Grant segir að Vítalía hafi ekki sagt rétt frá samskiptum sínum við fjölmiðlamanninn Loga Bergmann Eiðsson í hlaðvarpsþættinum Eigin konur. 1. júlí 2022 19:40 Segist hvorki hafa kúgað né hótað neinum Arnar Grant, einkaþjálfari, segist hvorki hafa kúgað né hótað neinum í tengslum við mál Vítalíu Lazarevu. Mennirnir þrír hafi átt frumkvæðið að því að ná sáttum með greiðslu. 1. júlí 2022 19:26 Arnar snýr ekki aftur í World Class Verktakasamningi Arnars Grant hjá líkamsræktarstöðinni World Class hefur verið sagt upp. 30. júní 2022 10:43 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Vítalía hefur sakað mennina þrjá, sem þá voru áberandi með einum eða öðrum hætti í íslensku viðskiptalífi, um kynferðisbrot í sumarbústaðaferð í desember 2020. Hún var þá í sambandi við líkamsræktarþjálfaranum Arnari Grant. Kolbrún Garðarsdóttir, réttargæslumaður Vítalíu, staðfestir niðurstöðuna við fréttastofu RÚV. Hún segir að við rannsókn málsins hafi ekki verið rætt við öll vitni í málinu auk þess sem sakargögn vanti. Þremenningarnir kærðu Vítalíu og Arnar fyrir fjárkúgun. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er það mál enn til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. Mál Vítalíu komst fyrst í kastljósið í janúar 2021 með viðtali við Vítalíu í hlaðvarpsþætti Eddu Falak, Eigin konur. Þar lýsti Vítalía því að hafa orðið fyrir ofbeldi af hendi þriggja eldri karlmanna í sumarbústaðarferð, sem hún hafði mætt í til að hitta þáverandi ástmann sinn, Arnar Grant. Í kjölfarið var greint frá því að Ari Edwald, þáverandi framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, hefði stigið til hliðar úr stjórn fyrirtækisins. Strax sama dag steig Hreggviður, þá stjórnarformaður og aðaleigandi Vertias Capital, úr stjórn þess og stjórnum tengdra fyrirækja. Hreggviður sagði í yfirlýsingu sem hann sendi út að hann harmaði að hafa ekki stigið úr aðstæðunum sem Vítalía segði frá og honum þætti þungbært að heyra um hennar reynslu. Hann teldi sig þó ekki hafa gerst brotlegan við lög. Þórður Már sagði sig sömuleiðis úr stjórn Festi vegna ásakananna og Arnar Grant hætti tímabundið störfum hjá World Class, þar sem hann starfaði sem einkaþjálfari í verktakavinnu. Sama kvöld fór fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson sömuleiðis í tímabundið leyfi frá sínum störfum hjá útvarpsstöðinni K100, en hann var sömuleiðis bendlaður við aðra frásögn Vítalíu í hlaðvarpsþættinum af meintu kynferðisofbeldi.
Mál Vítalíu Lazarevu Lögreglumál MeToo Tengdar fréttir Vítalía hefur gefið skýrslu hjá lögreglu Vítalía Lazareva er búin að gefa skýrslu hjá lögreglu í tengslum við kæru hennar á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. 7. júlí 2022 13:50 Segir Vítalíu ekki hafa farið með rétt mál um Loga Bergmann Arnar Grant segir að Vítalía hafi ekki sagt rétt frá samskiptum sínum við fjölmiðlamanninn Loga Bergmann Eiðsson í hlaðvarpsþættinum Eigin konur. 1. júlí 2022 19:40 Segist hvorki hafa kúgað né hótað neinum Arnar Grant, einkaþjálfari, segist hvorki hafa kúgað né hótað neinum í tengslum við mál Vítalíu Lazarevu. Mennirnir þrír hafi átt frumkvæðið að því að ná sáttum með greiðslu. 1. júlí 2022 19:26 Arnar snýr ekki aftur í World Class Verktakasamningi Arnars Grant hjá líkamsræktarstöðinni World Class hefur verið sagt upp. 30. júní 2022 10:43 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Vítalía hefur gefið skýrslu hjá lögreglu Vítalía Lazareva er búin að gefa skýrslu hjá lögreglu í tengslum við kæru hennar á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. 7. júlí 2022 13:50
Segir Vítalíu ekki hafa farið með rétt mál um Loga Bergmann Arnar Grant segir að Vítalía hafi ekki sagt rétt frá samskiptum sínum við fjölmiðlamanninn Loga Bergmann Eiðsson í hlaðvarpsþættinum Eigin konur. 1. júlí 2022 19:40
Segist hvorki hafa kúgað né hótað neinum Arnar Grant, einkaþjálfari, segist hvorki hafa kúgað né hótað neinum í tengslum við mál Vítalíu Lazarevu. Mennirnir þrír hafi átt frumkvæðið að því að ná sáttum með greiðslu. 1. júlí 2022 19:26
Arnar snýr ekki aftur í World Class Verktakasamningi Arnars Grant hjá líkamsræktarstöðinni World Class hefur verið sagt upp. 30. júní 2022 10:43