Krefjast gæsluvarðhalds yfir fjórum Íslendingum vegna andlátsins Margrét Björk Jónsdóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 21. apríl 2023 18:54 Tilkynnt var um átök á bílastæðinu við Fjarðarkaup laust fyrir miðnætti í gær. Þolandi var fluttur á slysadeild þar sem hann lést skömmu siðar. Vísir/Margrét Björk Fjórir Íslendingar sem eru í haldi lögreglu vegna árásar sem leiddi til andláts pólsks manns á þrítugsaldri seint í gærkvöldi verða leiddir fyrir dómara í kvöld. Búið er að yfirheyra þá sem voru handteknir og verið er að rannsaka möguleg tengsl. Lögregla krefst gæsluvarðhalds. Karlmaðurinn var stunginn til bana á bílastæði við verslunina Fjarðarkaup í Hafnarfirði seint í gærkvöldi. Hann var með fleiri en einn stunguáverka eftir árásina. Grímur Grímsson staðfesti í kvöldfréttum Stöðvar 2 að handteknu væru „undir tvítugu,“ án þess að tilgreina nákvæman aldur. Spurður hvort barnaverndarnefnd hafi komið að málinu segir hann: „Sé að um að ræða sakhæfan einstakling á bilinu 15-18 ára, það er að segja áður en hann verður sjálfráða, þá er það unnið í samráði við barnaverndaryfirvöld, já.“ Sjá einnig: Árásarmennirnir sagðir á menntaskólaaldri Vitni tilkynntu árásina til lögreglu Grímur segir að yfirheyrslur hafi staðið yfir í dag og búið sé að yfirheyra þá sem voru handteknir: „Við teljum okkur vera búnir að fá nokkuð ljósa mynd af því sem gerðist.“ Hann segir að ekki liggi fyrir upplýsingar um tengsl mannanna. Fram kom í kvöldfréttum RÚV að engin tengsl virðast hafa verið á milli mannanna. Grímur segist ekki getað svarað því hvað hafi búið að baki en ráðist var í handtökur í gærkvöldi og í nótt. „Það voru vitni að árásinni sem tilkynntu til lögreglu. Við höfum verið að reyna að afla [myndbandsupptaka] í dag, hvort það séu upplýsingar í öryggismyndavélum í nágrenninu og það hefur gefist ágætlega. Það eru einhverjar myndir til, já.“ Hann segir ekkert benda til þess að atvikið tengist öðrum málum sem nýlega hafi komið inn á borð lögreglu, til dæmis varðandi ólgu í undirheimum. Grímur segir að hinir fjórir handteknu hafi allir verið Íslendingar. Í kvöldfréttum RÚV kemur fram að hinn látni hafi verið pólskur. Lögreglumál Hafnarfjörður Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Tengdar fréttir Fjórir handteknir í tengslum við andlát í kjölfar átaka í Hafnarfirði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fjóra í tengslum við rannsókn á andláti karlmanns á þrítugsaldri í Hafnarfirði í gær. 21. apríl 2023 09:53 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Karlmaðurinn var stunginn til bana á bílastæði við verslunina Fjarðarkaup í Hafnarfirði seint í gærkvöldi. Hann var með fleiri en einn stunguáverka eftir árásina. Grímur Grímsson staðfesti í kvöldfréttum Stöðvar 2 að handteknu væru „undir tvítugu,“ án þess að tilgreina nákvæman aldur. Spurður hvort barnaverndarnefnd hafi komið að málinu segir hann: „Sé að um að ræða sakhæfan einstakling á bilinu 15-18 ára, það er að segja áður en hann verður sjálfráða, þá er það unnið í samráði við barnaverndaryfirvöld, já.“ Sjá einnig: Árásarmennirnir sagðir á menntaskólaaldri Vitni tilkynntu árásina til lögreglu Grímur segir að yfirheyrslur hafi staðið yfir í dag og búið sé að yfirheyra þá sem voru handteknir: „Við teljum okkur vera búnir að fá nokkuð ljósa mynd af því sem gerðist.“ Hann segir að ekki liggi fyrir upplýsingar um tengsl mannanna. Fram kom í kvöldfréttum RÚV að engin tengsl virðast hafa verið á milli mannanna. Grímur segist ekki getað svarað því hvað hafi búið að baki en ráðist var í handtökur í gærkvöldi og í nótt. „Það voru vitni að árásinni sem tilkynntu til lögreglu. Við höfum verið að reyna að afla [myndbandsupptaka] í dag, hvort það séu upplýsingar í öryggismyndavélum í nágrenninu og það hefur gefist ágætlega. Það eru einhverjar myndir til, já.“ Hann segir ekkert benda til þess að atvikið tengist öðrum málum sem nýlega hafi komið inn á borð lögreglu, til dæmis varðandi ólgu í undirheimum. Grímur segir að hinir fjórir handteknu hafi allir verið Íslendingar. Í kvöldfréttum RÚV kemur fram að hinn látni hafi verið pólskur.
Lögreglumál Hafnarfjörður Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Tengdar fréttir Fjórir handteknir í tengslum við andlát í kjölfar átaka í Hafnarfirði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fjóra í tengslum við rannsókn á andláti karlmanns á þrítugsaldri í Hafnarfirði í gær. 21. apríl 2023 09:53 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Fjórir handteknir í tengslum við andlát í kjölfar átaka í Hafnarfirði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fjóra í tengslum við rannsókn á andláti karlmanns á þrítugsaldri í Hafnarfirði í gær. 21. apríl 2023 09:53