Arnar segir að liðið geri nú allt sem í þeirra valdi stendur til að fá þá Arnar Birkir Hálfdánarson og Birgi Stein Jónsson, auk þess sem félagið sé í viðræðum við þriðja Íslendingin.
Birgir Steinn hefur verið lykilmaður í liði Gróttu í Olís-deild karla undanfarin ár, en Arnar Birkir Hálfdánarson er á mála hjá danska liðinu Ribe-Esbjerg.
Nýliðarnir í sænsku úrvalsdeildinni á næsta ári @amo_handboll eru greinilega hrifnir af íslenskum leikmönnum. Þeir gera nú allt sem þeir geta til að fá Arnar Birki & Birgi Stein. Auk þess sem 3. íslenski leikmaðurinn er í viðræðum við félagið samkvæmt heimildum Sérfræðingsins. pic.twitter.com/ANUFDA5uS2
— Arnar Daði (@arnardadi) April 21, 2023
Arnar Daði segir auk þess frá því að Birgir Steinn sé orðaður við sænska úrvalsdeildarliðið Skövde, en Jónatan Magnússon tekur við þjálfun liðsins í sumar. Þá fullyrðir hann einnig að Arnar Birkir hafi um val á milli Amo og ÍBV eins og greint var frá hér á Vísi fyrr í vikunni.