Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir

Fjöldi fólks sótti bænastund í Landakotskirkju í dag til stuðnings vinum og vandamönnum pólsks karlmanns á þrítugsaldri sem var stunginn til bana í Hafnarfirði á fimmtudagskvöld. Skipuleggjandi bænastundarinnar lýsti því í dag að fregnir af andláti mannsins hafi verið pólska samfélaginu á Íslandi mikið áfall. Við ræðum við Íslending af pólskum uppruna í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Stór hluti miðborgarinnar verður lokaður allri bílaumferð í tæpa tvo sólarhringa á meðan rúmlega fjörutíu þjóðarleiðtogar funda í Hörpu um miðjan næsta mánuð og mesta öryggisgæsla sem sést hefur hér á landi. Forsætisráðherra segir fundinn sögulegan enda eru þjóðarleiðtogar Evrópuráðsins að koma saman í aðeins fjórða skipti frá stofnun þess.

Í kvöldfréttum rýnum við einnig í nýlega skoðanakönnun Maskínu á fylgi flokkanna á þingi sem sýnir að Samfylkingin er komin upp í 26 prósent. Það hefur ekki gerst síðan 2010. 

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18:30. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×