Segja Jóhann Berg og félaga sæta rannsókn fyrir hagræðingu úrslita Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. apríl 2023 10:30 Stig gætu verið dregin af Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum. Charlotte Tattersall/Getty Images Enski miðillinn The Daily Mail fullyrðir að Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burnley sæti nú rannsókn fyrir hagræðingu úrslita eftir markalaust jafntefli liðsins gegn Reading í ensku B-deildinni fyrr í mánuðinum. Burnley heimsótti Reading þann 15. apríl síðastliðinn og tók Vincent Kompany, þjálfari Burnley, þá ákvörðun að hvíla marga af lykilmönnum liðsins. Á tólf daga tímabili frá 10. apríl hefur Burnley leikið fjóra leiki í ensku B-deildinni og forráðamenn félagsins standa fastir á því leikmenn hafi verið hvíldir til að ráða við þetta mikla leikjaálag. Burnley hefur nú þegar tryggt sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili, en Reading er hins vegar í fallbaráttu. Það voru því forsvarrsmenn Huddersfield sem vöktu athygli á þessu mikið breytta byrjunarliði Burnley, enda er Huddersfield í harðri fallbaráttu við Reading. 🚨 BREAKING: Burnley under investigation by EFL for potential match fixing in their recent 0-0 draw with Reading. Clarets facing a points deduction & fine if found guilty.THIS IS HUGE! 🤯🟣 [Mail] pic.twitter.com/lX9Yke7sQZ— Barstool Football (@StoolFootball) April 22, 2023 Huddersfield er nú með 44 stig þegar liðið á þrjá leiki eftir, einu stigi meira en Reading sem situr í fallsæti og hefur leikið einum leik meira. Fari það svo að liðsmenn Burnley verði fundnir sekir gæti liðið þurft að greiða sekt, eða í versta falli verða stig dregin af liðinu. Burnley trónir á toppi ensku B-deildarinnar með 92 stig eftir 43 leiki og þarf aðeins tvö stig til viðbótar úr seinustu þremur leikjum tímabilsins til að tryggja sér titilinn. Enski boltinn Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Fleiri fréttir Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Sjá meira
Burnley heimsótti Reading þann 15. apríl síðastliðinn og tók Vincent Kompany, þjálfari Burnley, þá ákvörðun að hvíla marga af lykilmönnum liðsins. Á tólf daga tímabili frá 10. apríl hefur Burnley leikið fjóra leiki í ensku B-deildinni og forráðamenn félagsins standa fastir á því leikmenn hafi verið hvíldir til að ráða við þetta mikla leikjaálag. Burnley hefur nú þegar tryggt sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili, en Reading er hins vegar í fallbaráttu. Það voru því forsvarrsmenn Huddersfield sem vöktu athygli á þessu mikið breytta byrjunarliði Burnley, enda er Huddersfield í harðri fallbaráttu við Reading. 🚨 BREAKING: Burnley under investigation by EFL for potential match fixing in their recent 0-0 draw with Reading. Clarets facing a points deduction & fine if found guilty.THIS IS HUGE! 🤯🟣 [Mail] pic.twitter.com/lX9Yke7sQZ— Barstool Football (@StoolFootball) April 22, 2023 Huddersfield er nú með 44 stig þegar liðið á þrjá leiki eftir, einu stigi meira en Reading sem situr í fallsæti og hefur leikið einum leik meira. Fari það svo að liðsmenn Burnley verði fundnir sekir gæti liðið þurft að greiða sekt, eða í versta falli verða stig dregin af liðinu. Burnley trónir á toppi ensku B-deildarinnar með 92 stig eftir 43 leiki og þarf aðeins tvö stig til viðbótar úr seinustu þremur leikjum tímabilsins til að tryggja sér titilinn.
Enski boltinn Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Fleiri fréttir Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Sjá meira