Enski boltinn

Segir Totten­ham að skammast sín og hjólar í stjórn fé­lagsins

Aron Guðmundsson skrifar
Jamie Carragher, sparkspekingur Sky Sports
Jamie Carragher, sparkspekingur Sky Sports

Jamie Carrag­her, fyrrum at­vinnu- og lands­liðs­maður í knatt­spyrnu og nú­verandi spark­s­pekingur Sky Sports segir enska úr­vals­deildar­fé­laginu Totten­ham að skammast sín en liðið tapaði í gær 6-1 fyrir New­cast­le United.

Það var fljótt ljóst í hvað stefndi á St James’ Park í New­cast­le í gær því eftir tuttugu og eina mínútu voru heima­menn komnir fimm mörkum yfir.

„Frá­bært hjá New­cast­le, líkt og raunin hefur verið hjá þeim allt tíma­bilið en Totten­ham ætti að skammast sín,“ skrifaði Carrag­her í færslu á Twitter. „Hvernig hafa þeir farið yfir í að spila með fjögurra manna varnar­línu í fyrsta skipti á tíma­bilinu, Por­ro er bak­vörður sem kann ekki að verjast og Perisic er kant­maður.“

Þá sendi hann skýr skila­boð til for­ráða­manna fé­lagsins sem tóku á­kvörðun á sínum tíma um að reka knatt­spyrnu­stjórann Antonio Conte úr starfi.

„Fáið inn al­menni­legan knatt­spyrnu­stjóra nú á stundinni, ekki vin hans Conte,“ skrifaði Carrag­her og átti þar við Christian Stellini, bráða­birgða­stjóra Totten­ham sem var áður að­stoðar­þjálfari Conte hjá fé­laginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×