Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - FH 4-2 | Nýliðarnir komnir á blað Jón Már Ferro skrifar 24. apríl 2023 21:15 Fylkir vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í kvöld. Vísir/Diego Nýliðar Fylkis eru komnir á blað í Bestu deild karla eftir 4-2 sigur á FH í 3. umferð en þetta var fyrsta tap FH á tímabilinu. Mörk Fylkis skoruðu Benedikt Daríus Garðarsson, Ólafur Karl Finsen, Ásgeir Eyþórsson og Óskar Borgþórsson en mörk FH skoruðu Ólafur Guðmundsson og Hörður Ingi Gunnarsson. Fyrstu mínútur leiksins var ljóst hvernig leikmyndin yrði. FH-ingar voru meira með boltann en heimamenn vörðust neðarlega en gerðu það vel. Þegar tækifæri gafst sóttu þeir hratt og áttu auðvelt með að ógna vörn gestanna en það bar árangur í tvígang í fyrri hálfleik. Fyrsta mark leiksins skoraði Benedikt Daríus Garðarsson á 15. mínútu eftir að Fylkir hafði fengið aukaspyrnu á miðjum vallarhelming FH-inga. Ólafur Karl Finsen stakk boltanum inn fyrir vörn FH, á Þórð Gunnar, sem gaf hnitmiðaða sendingu á Benedikt Daríus Garðarsson sem gat lítið annað gert en að setja boltann fram hjá Sindra Kristni í markinu. Einungis 5 mínútum síðar bætti Ólafur Karl Finsen við öðrum marki og gestirnir slegnir út af laginu. Markið skoraði Ólafur eftir frábæra fyrirgjöf Nikulásar Val frá vinstri eftir sofandahátt hægra megin í vörn FH. Nokkrum mínútum síðar fékk Eetu Mömmö aukaspyrnu í fínu skotfæri. Skot hans var hinsvegar ekki nógu gott til að sigrast á Ólafi Kristófer sem sló boltann aftur fyrir endamörk. Upp úr mörkum Fylkis hægðist á leiknum og FH-ingar voru skelkaðir og náðu lítið að ógna. Þrátt fyrir það héldu gestirnir áfram að sækja og Kjartan Henry átti skalla yfir mark Árbæinga á 28. mínútu eftir flottan sprett Vuk Oskars. Áfram héldu FH-ingar að reyna að minnka muninn án þess að ógna marki heimamanna að neinu ráði og því gengu heimamenn sáttari af velli í hálfleik. Lítið var búið af seinni hálfleik þegar Ólafur Guðmundsson minnkaði metin fyrir FH er hann skallaði boltann í markið eftir aukaspyrnu Harðars Inga. Sekúndubroti eftir að Ólafur hafði skallað boltanum var hann kýldur í höfuðið af nafna sínum í marki Fylkis. Þjálfari Fylkis, Rúnar Páll, var ósáttur og taldi að brotið hefði verið á markmanni sínum og uppskar gult spjald fyrir. Á 70. mínútu gerði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, þrefalda skiptingu. Úlfur Ágúst Björnsson kom inn á fyrir Finn Orra Margeirsson, Kjartan Kári Halldórsson kom inn á fyrir Eetu Mömmu og Eggert Gunnþór Jónsson fór út af fyrir Harald Einar Ásgrímsson. Þrefalda skiptingin hressti gestina sem jöfnuðu leikinn um 10 mínútum síðar með marki Harðars Inga Gunnarssonar úr aukaspyrnu frá vinstri sem fór í gegnum allan teiginn og endaði í horninu fjær. Staðan var ekki jöfn í margar mínútur því Ásgeir Eyþórsson skallaði hornspyrnu Óskars Borgþórssonar í mark FH-inga fjórum mínútum síðar og kom Fylki í 3-2. Dekkning gestanna var til skammar og Ásgeir var einn og óáreittur fyrir miðju markinu þegar hann skallaði boltann. Fimm mínútum síðar rak Óskar Borgþórsson naglann í kistu FH-inga með frábærri afgreiðslu eftir að hafa keyrt inn á teiginn og klárað færið vel með hægri fæti. Það sem eftir lifði leiks reyndi FH að koma aftur til baka og fengu til þess 9. mínútna uppbótartíma en áfram var sóknarleikurinn þungur og erfiður hjá Hafnfirðingum. Af hverju vann Fylkir? Varnarlega voru Fylkismenn þéttir og settu góða pressu á boltamanninn sem gerði FH erfitt fyrir. Þeir héldu lítt beittum sóknarleik FH-inga í skefjum þrátt fyrir að gestirnir hafi oft í leiknum komist inn á teig heimamanna. Fylkir nýtti sínar sóknir frábærlega og refsuðu FH-ingum grimmilega. Varnarleikur FH var hreint út sagt brothættur og morgunljóst að FH þarf að styrkja sig varnarlega. Hvort sem það er með því að fá inn leikmann fyrir lok félagskiptagluggans eða þá að leikmennirnir sem fyrir eru verjist betur. Hverjir stóðu upp úr? Krafturinn í Fylki stóð upp úr og erfitt að taka einhvern einn út fyrir sviga. Varnarlega vörðust þeir sem einn maður, sóttu svo hratt upp völlinn og særðu FH-inga þannig. Til að nefna einhvern, þá fór Ásgeir Eyþórsson fyrir liði sínu varnarlega og kórónaði frábæran leik með þriðja marki sinna manna. Hvað gekk illa? FH-ingum gekk illa að skapa sér færi þrátt fyrir fjölmargar sóknir. FH-ingar voru bitlausir þegar þeir komust í og við teiginn. Eitthvað sem hefur einkennt leik liðsins undanfarin ár. Hvað gerist næst? Fylkir mætir HK á laugardaginn kl 14:00 og FH fær KR í heimsókn á föstudaginn kl 18:00. „Betra að byrja á grunninum“ „Mér fannst við vera miklu betri í þessum leik en miðað við hvernig varnarleikurinn var hjá okkur þá áttum við ekkert skilið úr þessum leik,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leik.Vísir/Hulda Margrét „Það segir sig sjálft að ef þú færð á þig 4 mörk, það er ekki vænlegt til árangurs.“ Eins og Heimir sagði var varnarleikur FH-inga ekki góður í mörkunum fjórum sem þeir fengu á sig. „Við vorum ekki klárir þegar lengri boltarnir voru að koma. Við vorum svolítið að horfa á boltann í staðinn fyrir að mæta í svæðin. Svo sýndum við karakter í seinni hálfleik, komum til baka og jöfnum leikinn. Gefum horn og svo eru tveir mjög öflugir skallamenn í Fylkisliðinu. Gleymdum að dekka annan þeirra og fáum á okkur mark. Eftir það voru bæði sendingar og varnarleikur ekki til útflutnings.“ Sóknarleikur liðsins var bitlaus í og við teig Fylkis. „Við fengum fullt af sóknum og góðum færum. Markmaðurinn þeirra varði líka vel en það breytir því ekki að boltinn var að renna í gegnum teiginn hjá þeim og það var enginn sem mætti í fyrirgjafirnar. Við erum búnir að vera að tala mikið um þetta og vinna í þessu á æfingasvæðinu en það er ljóst að við þurfum að halda því áfram.“ „Já algjörlega, ef þú ætlar að byggja hús þá er betra að byrja á grunninum og vinna sig upp en við gerðum það ekki í dag,“ sagði Heimir að lokum. „Sagði ekkert ljótt við hann“ „Tilfinningin er góð að vinna. Við þurftum sigur í dag og allaveganna góða frammistöðu og mér fannst frammistaðan frábær,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, eftir leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét „Ég sagði við strákana að ef frammistaðan verður góð þá skilar það góðum úrslitum,“ bætti Rúnar Páll við. „Við stóðum okkur feykivel í dag. Við vorum áræðnir og kraftur í okkur og mikill hugur. Við vorum ótrúlega vel skipulagðir varnarlega. Fáum á okkur tvö mörk úr föstum leikatriðum sem er bara klaufaskapur fannst mér.“ „Mér fannst vera brotið á Óla í fyrra markinu. Síðan snerti Nikki hann eitthvað og náum ekki að hreinsa í burtu. Klaufaskapur hjá okkur hefðum átt að gera betur þar en skorum frábær mörk. Þvílíkt spirit líka, þegar þeir jafna þá brotna oft lið en við bara héldum áfram og fengum frábær mörk. Þetta þriðja og fjórða mark, það var áræðni og þvílíkur dugnaður í okkur. Bara ótrúlega stoltur af strákunum.“ Rúnar fékk gult spjald þegar FH skoraði fyrsta markið. „Ég sagði eitthvað snjallt. Ég veit ekkert hvað ég sagði við hann. Ég var bara pirraður og þetta var bara brot. Við sáum það í sjónvarpinu að þetta var brot og það pirraði mig. Það eru alveg nógu margir dómarar til að sjá svona hluti og það bara pirraði mig. Ég sagði ekkert ljótt við hann, skammaði aðstoðardómarann, það var hann sem spjaldaði mig,“ sagði Rúnar Páll að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Fylkir FH Besta deild karla
Nýliðar Fylkis eru komnir á blað í Bestu deild karla eftir 4-2 sigur á FH í 3. umferð en þetta var fyrsta tap FH á tímabilinu. Mörk Fylkis skoruðu Benedikt Daríus Garðarsson, Ólafur Karl Finsen, Ásgeir Eyþórsson og Óskar Borgþórsson en mörk FH skoruðu Ólafur Guðmundsson og Hörður Ingi Gunnarsson. Fyrstu mínútur leiksins var ljóst hvernig leikmyndin yrði. FH-ingar voru meira með boltann en heimamenn vörðust neðarlega en gerðu það vel. Þegar tækifæri gafst sóttu þeir hratt og áttu auðvelt með að ógna vörn gestanna en það bar árangur í tvígang í fyrri hálfleik. Fyrsta mark leiksins skoraði Benedikt Daríus Garðarsson á 15. mínútu eftir að Fylkir hafði fengið aukaspyrnu á miðjum vallarhelming FH-inga. Ólafur Karl Finsen stakk boltanum inn fyrir vörn FH, á Þórð Gunnar, sem gaf hnitmiðaða sendingu á Benedikt Daríus Garðarsson sem gat lítið annað gert en að setja boltann fram hjá Sindra Kristni í markinu. Einungis 5 mínútum síðar bætti Ólafur Karl Finsen við öðrum marki og gestirnir slegnir út af laginu. Markið skoraði Ólafur eftir frábæra fyrirgjöf Nikulásar Val frá vinstri eftir sofandahátt hægra megin í vörn FH. Nokkrum mínútum síðar fékk Eetu Mömmö aukaspyrnu í fínu skotfæri. Skot hans var hinsvegar ekki nógu gott til að sigrast á Ólafi Kristófer sem sló boltann aftur fyrir endamörk. Upp úr mörkum Fylkis hægðist á leiknum og FH-ingar voru skelkaðir og náðu lítið að ógna. Þrátt fyrir það héldu gestirnir áfram að sækja og Kjartan Henry átti skalla yfir mark Árbæinga á 28. mínútu eftir flottan sprett Vuk Oskars. Áfram héldu FH-ingar að reyna að minnka muninn án þess að ógna marki heimamanna að neinu ráði og því gengu heimamenn sáttari af velli í hálfleik. Lítið var búið af seinni hálfleik þegar Ólafur Guðmundsson minnkaði metin fyrir FH er hann skallaði boltann í markið eftir aukaspyrnu Harðars Inga. Sekúndubroti eftir að Ólafur hafði skallað boltanum var hann kýldur í höfuðið af nafna sínum í marki Fylkis. Þjálfari Fylkis, Rúnar Páll, var ósáttur og taldi að brotið hefði verið á markmanni sínum og uppskar gult spjald fyrir. Á 70. mínútu gerði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, þrefalda skiptingu. Úlfur Ágúst Björnsson kom inn á fyrir Finn Orra Margeirsson, Kjartan Kári Halldórsson kom inn á fyrir Eetu Mömmu og Eggert Gunnþór Jónsson fór út af fyrir Harald Einar Ásgrímsson. Þrefalda skiptingin hressti gestina sem jöfnuðu leikinn um 10 mínútum síðar með marki Harðars Inga Gunnarssonar úr aukaspyrnu frá vinstri sem fór í gegnum allan teiginn og endaði í horninu fjær. Staðan var ekki jöfn í margar mínútur því Ásgeir Eyþórsson skallaði hornspyrnu Óskars Borgþórssonar í mark FH-inga fjórum mínútum síðar og kom Fylki í 3-2. Dekkning gestanna var til skammar og Ásgeir var einn og óáreittur fyrir miðju markinu þegar hann skallaði boltann. Fimm mínútum síðar rak Óskar Borgþórsson naglann í kistu FH-inga með frábærri afgreiðslu eftir að hafa keyrt inn á teiginn og klárað færið vel með hægri fæti. Það sem eftir lifði leiks reyndi FH að koma aftur til baka og fengu til þess 9. mínútna uppbótartíma en áfram var sóknarleikurinn þungur og erfiður hjá Hafnfirðingum. Af hverju vann Fylkir? Varnarlega voru Fylkismenn þéttir og settu góða pressu á boltamanninn sem gerði FH erfitt fyrir. Þeir héldu lítt beittum sóknarleik FH-inga í skefjum þrátt fyrir að gestirnir hafi oft í leiknum komist inn á teig heimamanna. Fylkir nýtti sínar sóknir frábærlega og refsuðu FH-ingum grimmilega. Varnarleikur FH var hreint út sagt brothættur og morgunljóst að FH þarf að styrkja sig varnarlega. Hvort sem það er með því að fá inn leikmann fyrir lok félagskiptagluggans eða þá að leikmennirnir sem fyrir eru verjist betur. Hverjir stóðu upp úr? Krafturinn í Fylki stóð upp úr og erfitt að taka einhvern einn út fyrir sviga. Varnarlega vörðust þeir sem einn maður, sóttu svo hratt upp völlinn og særðu FH-inga þannig. Til að nefna einhvern, þá fór Ásgeir Eyþórsson fyrir liði sínu varnarlega og kórónaði frábæran leik með þriðja marki sinna manna. Hvað gekk illa? FH-ingum gekk illa að skapa sér færi þrátt fyrir fjölmargar sóknir. FH-ingar voru bitlausir þegar þeir komust í og við teiginn. Eitthvað sem hefur einkennt leik liðsins undanfarin ár. Hvað gerist næst? Fylkir mætir HK á laugardaginn kl 14:00 og FH fær KR í heimsókn á föstudaginn kl 18:00. „Betra að byrja á grunninum“ „Mér fannst við vera miklu betri í þessum leik en miðað við hvernig varnarleikurinn var hjá okkur þá áttum við ekkert skilið úr þessum leik,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leik.Vísir/Hulda Margrét „Það segir sig sjálft að ef þú færð á þig 4 mörk, það er ekki vænlegt til árangurs.“ Eins og Heimir sagði var varnarleikur FH-inga ekki góður í mörkunum fjórum sem þeir fengu á sig. „Við vorum ekki klárir þegar lengri boltarnir voru að koma. Við vorum svolítið að horfa á boltann í staðinn fyrir að mæta í svæðin. Svo sýndum við karakter í seinni hálfleik, komum til baka og jöfnum leikinn. Gefum horn og svo eru tveir mjög öflugir skallamenn í Fylkisliðinu. Gleymdum að dekka annan þeirra og fáum á okkur mark. Eftir það voru bæði sendingar og varnarleikur ekki til útflutnings.“ Sóknarleikur liðsins var bitlaus í og við teig Fylkis. „Við fengum fullt af sóknum og góðum færum. Markmaðurinn þeirra varði líka vel en það breytir því ekki að boltinn var að renna í gegnum teiginn hjá þeim og það var enginn sem mætti í fyrirgjafirnar. Við erum búnir að vera að tala mikið um þetta og vinna í þessu á æfingasvæðinu en það er ljóst að við þurfum að halda því áfram.“ „Já algjörlega, ef þú ætlar að byggja hús þá er betra að byrja á grunninum og vinna sig upp en við gerðum það ekki í dag,“ sagði Heimir að lokum. „Sagði ekkert ljótt við hann“ „Tilfinningin er góð að vinna. Við þurftum sigur í dag og allaveganna góða frammistöðu og mér fannst frammistaðan frábær,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, eftir leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét „Ég sagði við strákana að ef frammistaðan verður góð þá skilar það góðum úrslitum,“ bætti Rúnar Páll við. „Við stóðum okkur feykivel í dag. Við vorum áræðnir og kraftur í okkur og mikill hugur. Við vorum ótrúlega vel skipulagðir varnarlega. Fáum á okkur tvö mörk úr föstum leikatriðum sem er bara klaufaskapur fannst mér.“ „Mér fannst vera brotið á Óla í fyrra markinu. Síðan snerti Nikki hann eitthvað og náum ekki að hreinsa í burtu. Klaufaskapur hjá okkur hefðum átt að gera betur þar en skorum frábær mörk. Þvílíkt spirit líka, þegar þeir jafna þá brotna oft lið en við bara héldum áfram og fengum frábær mörk. Þetta þriðja og fjórða mark, það var áræðni og þvílíkur dugnaður í okkur. Bara ótrúlega stoltur af strákunum.“ Rúnar fékk gult spjald þegar FH skoraði fyrsta markið. „Ég sagði eitthvað snjallt. Ég veit ekkert hvað ég sagði við hann. Ég var bara pirraður og þetta var bara brot. Við sáum það í sjónvarpinu að þetta var brot og það pirraði mig. Það eru alveg nógu margir dómarar til að sjá svona hluti og það bara pirraði mig. Ég sagði ekkert ljótt við hann, skammaði aðstoðardómarann, það var hann sem spjaldaði mig,“ sagði Rúnar Páll að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti