Úrskurða gegn Nýju Vínbúðinni vegna Jólabjóradagatals Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. apríl 2023 16:53 Sverrir Einar Eiríksson eigandi Nýju Vínbúðarinnar. Skjáskot Stöð 2 Neytendastofa hefur úrskurðað Nýju Vínbúðina brotlega vegna jólabjóradagatals. Brotin lúta að skorti á upplýsingum á heimasíðu verslunarinnar og að hún hafi veitt rangar upplýsingar um réttindi neytenda þegar kemur að fjarsölu. „55 Mayfair Online ltd., 57 Berkeley Square, London, Englandi, rekstraraðili Nýju Vínbúðarinnar, hefur brotið gegn 10. gr., sbr. g-lið 1. mgr. 5. gr. laga, nr. 16/2016, um neytendasamninga, með því að veita neytendum ekki upplýsingar um rétt neytenda til að falla frá samningi,“ segir í ákvörðunarorðum stofnunarinnar frá 19. maí síðastliðnum, sem birt voru í dag. Beinir Neytendastofa því til Nýju Vínbúðarinnar að koma upplýsingum um rétt neytenda til að falla frá samningi í viðunandi horf. Úrskurðar stofan einnig að verslunin hafi veitt neytendum rangar upplýsingar um rétt til að skila vörum keyptum á vefsíðu. „Með vísan til 2. mgr. 21. gr. c. laga nr. 57/2005, um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, bannar Neytendastofa Nýju Vínbúðinni að viðhafa framangreinda viðskiptahætti. Bannið tekur gildi frá dagsetningu ákvörðunar þessarar,“ segir í úrskurðinum. Faxe og Viking gylltur Jólabjóradagatalið vakti talsverða athygli. Eins og Vísir greindi frá 2. desember síðastliðinn kostaði bjórinn um helmingi minna í stykkjatali en í dagatalinu. Þá var einungis helmingur bjórdósanna jólabjór en hinn helmingurinn var með ódýrari bjórnum sem fæst á landinu. Meðal þeirra bjóra sem voru í dagatalinu voru Saku, Faxe, Boli og Viking Gylltur. Dósirnar sem komu upp úr dagatalinu. Ósáttur kaupandi reiknaði það út að hann hefði getað sparað sér um ellefu þúsund krónur á að kaupa bjórana hjá ÁTVR. Hann borgaði 19.800 krónur fyrir dagatalið en í vefverslun ÁTVR hafi verið hægt að fá bjórdósirnar á 8.529 krónur. Hefði mátt ætla að dagatalið innihéldi aðeins jólabjór Neytendastofa féllst ekki á þau sjónarmið að sala á jólabjóradagatali fæli í sér sölu á vöru sem úreldist eða rýrnar hratt. Endingartími bjórs sé lengri en fjórtán dagar sé hann seldur í lokuðum umbúðum. Þá taldi stofnunin það engu breyta að varan væri markaðssett sem jólavara. Endingartíminn væri ekki tengdur við jólin og kaupendur hefðu getað neytt bjórsins á öðrum tíma. „Þá taldi stofnunin að félagið hafi með réttu átt að birta sérstaklega upplýsingar um það að í jólabjóradagatalinu væru ekki einungis jólabjórar,“ segir í tilkynningu stofnunarinnar. „Markaðssetningu dagatalanna hafi verið þannig háttað að neytendur hafi með réttu mátt halda að dagatalið innihéldi aðeins jólabjóra. Þar af leiðandi hafi félagið haldið upplýsingum frá neytendum sem almennt mætti telja mikilvægt fyrir þá.“ Neytendur Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Bjór fyrir átta þúsund krónur í tuttugu þúsund króna dagatali Bjór sem viðskiptavinur Nýju vínbúðarinnar fékk í jóladagatali verslunarinnar kostar rúmlega helmingi minna ef hann hefði verið keyptur í stykkjatali. Einungis helmingur bjórsins var jólabjór og var restin með ódýrari bjór landsins. 2. desember 2022 16:35 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Sjá meira
„55 Mayfair Online ltd., 57 Berkeley Square, London, Englandi, rekstraraðili Nýju Vínbúðarinnar, hefur brotið gegn 10. gr., sbr. g-lið 1. mgr. 5. gr. laga, nr. 16/2016, um neytendasamninga, með því að veita neytendum ekki upplýsingar um rétt neytenda til að falla frá samningi,“ segir í ákvörðunarorðum stofnunarinnar frá 19. maí síðastliðnum, sem birt voru í dag. Beinir Neytendastofa því til Nýju Vínbúðarinnar að koma upplýsingum um rétt neytenda til að falla frá samningi í viðunandi horf. Úrskurðar stofan einnig að verslunin hafi veitt neytendum rangar upplýsingar um rétt til að skila vörum keyptum á vefsíðu. „Með vísan til 2. mgr. 21. gr. c. laga nr. 57/2005, um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, bannar Neytendastofa Nýju Vínbúðinni að viðhafa framangreinda viðskiptahætti. Bannið tekur gildi frá dagsetningu ákvörðunar þessarar,“ segir í úrskurðinum. Faxe og Viking gylltur Jólabjóradagatalið vakti talsverða athygli. Eins og Vísir greindi frá 2. desember síðastliðinn kostaði bjórinn um helmingi minna í stykkjatali en í dagatalinu. Þá var einungis helmingur bjórdósanna jólabjór en hinn helmingurinn var með ódýrari bjórnum sem fæst á landinu. Meðal þeirra bjóra sem voru í dagatalinu voru Saku, Faxe, Boli og Viking Gylltur. Dósirnar sem komu upp úr dagatalinu. Ósáttur kaupandi reiknaði það út að hann hefði getað sparað sér um ellefu þúsund krónur á að kaupa bjórana hjá ÁTVR. Hann borgaði 19.800 krónur fyrir dagatalið en í vefverslun ÁTVR hafi verið hægt að fá bjórdósirnar á 8.529 krónur. Hefði mátt ætla að dagatalið innihéldi aðeins jólabjór Neytendastofa féllst ekki á þau sjónarmið að sala á jólabjóradagatali fæli í sér sölu á vöru sem úreldist eða rýrnar hratt. Endingartími bjórs sé lengri en fjórtán dagar sé hann seldur í lokuðum umbúðum. Þá taldi stofnunin það engu breyta að varan væri markaðssett sem jólavara. Endingartíminn væri ekki tengdur við jólin og kaupendur hefðu getað neytt bjórsins á öðrum tíma. „Þá taldi stofnunin að félagið hafi með réttu átt að birta sérstaklega upplýsingar um það að í jólabjóradagatalinu væru ekki einungis jólabjórar,“ segir í tilkynningu stofnunarinnar. „Markaðssetningu dagatalanna hafi verið þannig háttað að neytendur hafi með réttu mátt halda að dagatalið innihéldi aðeins jólabjóra. Þar af leiðandi hafi félagið haldið upplýsingum frá neytendum sem almennt mætti telja mikilvægt fyrir þá.“
Neytendur Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Bjór fyrir átta þúsund krónur í tuttugu þúsund króna dagatali Bjór sem viðskiptavinur Nýju vínbúðarinnar fékk í jóladagatali verslunarinnar kostar rúmlega helmingi minna ef hann hefði verið keyptur í stykkjatali. Einungis helmingur bjórsins var jólabjór og var restin með ódýrari bjór landsins. 2. desember 2022 16:35 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Sjá meira
Bjór fyrir átta þúsund krónur í tuttugu þúsund króna dagatali Bjór sem viðskiptavinur Nýju vínbúðarinnar fékk í jóladagatali verslunarinnar kostar rúmlega helmingi minna ef hann hefði verið keyptur í stykkjatali. Einungis helmingur bjórsins var jólabjór og var restin með ódýrari bjór landsins. 2. desember 2022 16:35