Don Lemon rekinn frá CNN Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. apríl 2023 18:41 Don Lemon starfar ekki lengur hjá CNN eftir sautján ára starfsferil hjá fréttastöðinni. Getty/Dominik Bindl Fréttaþulurinn Don Lemon var rekinn frá CNN í dag. Brottreksturinn kemur í kjölfar greinar sem kom út fyrr í mánuðinum sem afhjúpaði ásakanir í garð Lemon nokkur ár aftur í tímann þar sem hann er sakaður um kvenfyrirlitningu og slæma hegðun. Í febrúar var hann gagnrýndur fyrir kvenfyrirlitin ummæli. CNN greindi frá því í dag að Lemon starfaði ekki lengur hjá stöðinni. Í tilkynningu Lemon sjálfs á Twitter sagði hann að fréttastöðin hafi ekki haft kjark til að reka sig í persónu heldur hafi þau gert það í gegnum umboðsmann sinn. „Ég var upplýstur af umboðsmanni mínum í morgun að ég hafi verið rekinn frá CNN. Ég er orðlaus. Eftir 17 ár hjá CNN hefði ég haldið að einhver af stjórnendunum hefðu haft sómann til að segja sér fréttirnar beint,“ skrifaði Lemon í tilkynningunni á Twitter. „Á engum tímapunkti fékk ég nokkra vísbendingu um að ég fengi ekki að halda áfram þeirri vinnu sem ég hef unað hjá fréttakeðjunni. Það er ljóst að það eru stærri þættir að verki. Að því sögðu, vil ég þakka kollegum mínum og þeim mörgu teymum sem ég hef unnið með í þessum ótrúlega spretti. Þau eru hæfileikaríkustu blaðamenn í bransanum og ég óska þeim alls hins besta,“ sagði jafnframt í tilkynningunni. pic.twitter.com/8PyLqvS0d7— Don Lemon (@donlemon) April 24, 2023 CNN svaraði Lemon á Twitter og sagði frásögn hans ónákvæma, honum hafi boðist að hitta stjórn CNN vegna málsins en hann hafi frekar ákveðið að birta yfirlýsinguna á Twitter. Konur á sextugsaldri komnar af léttasta skeiði Undanfarið hefur verið töluverð ólga í kringum Lemon eftir ummæli sem hann lét falla í morgunþættinum CNN This Morning í febrúar. Í þættinum var Nikki Haley, forsetaframbjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar 2024, til umræðu og tillögur hennar um að eldri stjórnmálamenn færu í hæfnipróf. Lemon sagði þá að hin 51 árs gamla Haley væri komin af léttasta skeiði á starfsferli sínum. Hann sagði að konur væru aðeins í blóma ferilsins þegar þæru væru á þrítugs og fertugsaldri og kannski fimmtugsaldri. Kollegar Lemon gagnrýndu hann í útsendingunni en hann var harður á afstöðu sinni. Christopher Licht, forstjóri CNN, sagði ummæli Lemon „óásættanleg“ í minnisblaði til starfsfólks og að hann hefði átt opinskátt samtal við Lemon um málið þar sem hann baðst afsökunar. Í kjölfarið gekkst Lemon við mistökum sínum á starfsmannafundi. Í síðasta mánuði birti Variety frétt sem afhjúpaði fjölda ásakana í garð Lemon. Þær ásakanir ná nokkur ár aftur í tímann og komu frá fleiri en einum aðila. Lemon neitaði þeim ásökununum. Lemon hefur verið vinsæll fréttamaður hjá CNN en hann gekk fyrst til liðs við stöðina árið 2006. Áður en hann varð hluti af morgunþættinum CNN This Morning fyrir sex mánuðum var hann í meira en átta ár með fréttaskýringaþátinn Don Lemon Tonight frá 2014 til 2022. Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Sjá meira
CNN greindi frá því í dag að Lemon starfaði ekki lengur hjá stöðinni. Í tilkynningu Lemon sjálfs á Twitter sagði hann að fréttastöðin hafi ekki haft kjark til að reka sig í persónu heldur hafi þau gert það í gegnum umboðsmann sinn. „Ég var upplýstur af umboðsmanni mínum í morgun að ég hafi verið rekinn frá CNN. Ég er orðlaus. Eftir 17 ár hjá CNN hefði ég haldið að einhver af stjórnendunum hefðu haft sómann til að segja sér fréttirnar beint,“ skrifaði Lemon í tilkynningunni á Twitter. „Á engum tímapunkti fékk ég nokkra vísbendingu um að ég fengi ekki að halda áfram þeirri vinnu sem ég hef unað hjá fréttakeðjunni. Það er ljóst að það eru stærri þættir að verki. Að því sögðu, vil ég þakka kollegum mínum og þeim mörgu teymum sem ég hef unnið með í þessum ótrúlega spretti. Þau eru hæfileikaríkustu blaðamenn í bransanum og ég óska þeim alls hins besta,“ sagði jafnframt í tilkynningunni. pic.twitter.com/8PyLqvS0d7— Don Lemon (@donlemon) April 24, 2023 CNN svaraði Lemon á Twitter og sagði frásögn hans ónákvæma, honum hafi boðist að hitta stjórn CNN vegna málsins en hann hafi frekar ákveðið að birta yfirlýsinguna á Twitter. Konur á sextugsaldri komnar af léttasta skeiði Undanfarið hefur verið töluverð ólga í kringum Lemon eftir ummæli sem hann lét falla í morgunþættinum CNN This Morning í febrúar. Í þættinum var Nikki Haley, forsetaframbjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar 2024, til umræðu og tillögur hennar um að eldri stjórnmálamenn færu í hæfnipróf. Lemon sagði þá að hin 51 árs gamla Haley væri komin af léttasta skeiði á starfsferli sínum. Hann sagði að konur væru aðeins í blóma ferilsins þegar þæru væru á þrítugs og fertugsaldri og kannski fimmtugsaldri. Kollegar Lemon gagnrýndu hann í útsendingunni en hann var harður á afstöðu sinni. Christopher Licht, forstjóri CNN, sagði ummæli Lemon „óásættanleg“ í minnisblaði til starfsfólks og að hann hefði átt opinskátt samtal við Lemon um málið þar sem hann baðst afsökunar. Í kjölfarið gekkst Lemon við mistökum sínum á starfsmannafundi. Í síðasta mánuði birti Variety frétt sem afhjúpaði fjölda ásakana í garð Lemon. Þær ásakanir ná nokkur ár aftur í tímann og komu frá fleiri en einum aðila. Lemon neitaði þeim ásökununum. Lemon hefur verið vinsæll fréttamaður hjá CNN en hann gekk fyrst til liðs við stöðina árið 2006. Áður en hann varð hluti af morgunþættinum CNN This Morning fyrir sex mánuðum var hann í meira en átta ár með fréttaskýringaþátinn Don Lemon Tonight frá 2014 til 2022.
Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Sjá meira