Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Máni Snær Þorláksson skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason les fréttir klukkan 18.30.
Kolbeinn Tumi Daðason les fréttir klukkan 18.30. Stöð 2

Fjölskylda pólska mannsins sem lést eftir stunguárás fyrir helgi er í áfalli að sögn sendiherra Póllands. Pólska samfélagið á Íslandi óraði ekki fyrir því að slík grimmdarverk gætu verið framin á hinu örugga og hægláta Íslandi. Þrír af fjórum sakborningum eru nú vistaðir á Stuðlum sökum aldurs.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður farið ítarlega yfir málið og rætt við verjanda eins sakborninganna í beinni útsendingu.

Úrræðaleysi einkennir málaflokk andlegra veikra fanga hér á landi og í fangelsum er veikt fólk sem ætti að vera í sérækum úrræðum. Í kvöldfréttum sýnum við brot úr Kompás sem verður frumsýndur að loknum fréttum. Þar kynnumst við Sigurði sem er þroskaskertur og hefur frá því í nóvember verið einangraður frá öðrum föngum á Lilta-Hrauni.

Þá verður rætt við sérfræðing sem mótmælir notkun á svokölluðum einveruherbergjum í grunnskólum, kynnum okkur áhugavert vandamál í Laugardalslaug og svo kíkir Magnús Hlynur í heimsókn í lýðskólann á Seyðisfirði.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×