Fótbolti

Jói Berg og félagar deildarmeistarar í ensku B-deildinni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley er liðið tryggði sér deildarmeistaratitilinn í ensku B-deildinni í kvöld.
Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley er liðið tryggði sér deildarmeistaratitilinn í ensku B-deildinni í kvöld. Richard Sellers/PA Images via Getty Images

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burnley tryggðu sér í kvöld deildarmeistaratitilinn í ensku B-deildinni í knattspyrnu með 1-0 útisigri gegn Blackburn.

Burnley hafði nú þegar tryggt sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili og ljóst var að liðið myndi tryggja sér sigur í deildinni með sigri í kvöld.

Jóhann Berg var í byrjunarliði Burnley, en var tekinn af velli eftir tæplega klukkutíma leik.

Það var að lokum Manuel Benson sem tryggði Burnley sigurinn þegar hann skoraði eina mark leiksins á 66. mínútu eftir stoðsendingu frá Jack Cork sem hafði komið inn á sem varamaður á sama tíma og Benson.

Niðurstaðan því 1-0 útisigur Burnley og deildarmeistaratitillinn í höfn. Jóhann Berg og félagar mæta því í ensku úrvalsdeildina næsta haust sem sigurvegarar B-deildar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×