Eldri hjón fengu ekki að innrita sig þótt þrír tímar væru í flugið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. apríl 2023 11:57 Hjónin komust aldrei í námunda við brottfararhliðin. Þau mættu í innritun en var tjáð að henni væri lokið. Þau kæmust ekki til Vínarborgar. vísir/Vilhelm Eldri hjón fá engar bætur frá Wizz air eftir að hafa misst af flugi með flugfélaginu frá Keflavík til Vínarborgar í apríl í fyrra. Þau fengu ekki að innrita sig þótt tæplega þrjár klukkustundir væru í auglýst flugtak. Forsaga málsins er sú að hjónin áttu bókað flug klukkan 18:40. Upp úr hádegi barst SMS frá Wizz air um að seinkun á brottför um rúmlega tvær klukkustundir. Fyrir vikið mættu eldri hjónin ekki á Keflavíkurflugvöll fyrr en upp úr klukkan 18. Var þeim þá tjáð af starfsmanni Airport Associates, fulltrúa Wizz Air á vellinum, að innritun væri lokið. Þau fengju ekki að fara um borð. Tölvan sagði nei Ekki dugði að rökræða við starfsmanninn sem svaraði því til að tölvan segði nei. Hann gæti ekki skráð þau um borð. Sonur hjónanna, sem hafði fylgt þeim á flugvöllinn vegna búsetu í næsta nágrenni við flugvöllinn, sá með hjálp FlightRadar að enn voru tvær klukkustundir í að vélin lenti í Keflavík. Áður en hún flygi aftur til Vínar. Það skipti engu máli og þurftu hjónin frá að hverfa. Sonurinn sendi erindi til Wizz air vegna málsins og í framhaldi til Samgöngustofu og lýsti furðu sinni á framkomunni. Samgöngustofa gekk á eftir svörum frá Wizz air og fékk svar mánuði síðar. Þar sagði Wizz air að fólkið ætti engan rétt á bótum þar sem seinkun á fluginu hefði verið innan við þrjár klukkustundir. Samgöngustofa benti þá á að kvörtunin sneri að neitun á fari, ekki seinkun. Wizz Air svaraði fimm vikum síðar og óskaði eftir frekari upplýsingum. Samgöngustofa ítrekaði svo beiðni um svör frá Wizz air í þrjú skipti þar til svar barst loks þann 31. janúar 2023 eða níu mánuðum eftir flugferðina. Þar hafnaði Wizz air bótakröfunni og benti á skyldu fólksins til að innrita sig 45 mínútum fyrir auglýstan brottfarartíma. Kröfu um bætur hafnað Í úrskurði Samgöngustofu er fallist á sjónarmið Wizz air. Farþegum beri að innrita sig eigi síðar en 45 mínútum fyrir auglýstan brottfarartíma sem var 18:40. Í skilmálum Wizz air segi að innritun ljúki 30 mínútum fyrir upprunalega áætlaðan brottfarartíma. Fólkið hafi vissulega fengið skilaboð um breyttan brottfarartíma en ekki breyttan inn innritunartíma. Samgöngustofa segir að þar sem engin slík tilkynning hafi borist hafi farþegunum borið að mæta til innritunar á upprunalegum og tilkynntum innritunartíma óháð skilaboðum sem gáfu til kynna seinkun á brottför. Kröfu hjónanna um bætur var því hafnað. Sonur hjónanna lýsti yfir vonbrigðum með viðbrögð Wizz air. Litli maðurinn hefði orðið undir í baráttu við stóra fyrirtækið. Þá hélt hann því fram, og hafði eftir vini sem starfi á Keflavíkurflugvelli, að fámenni í starfsliði hjá Airport Associates hefði verið ástæðan að þau hefðu drifið sig í að loka innritun. Til að geta sinnt innritun í annað flug. Tengd skjöl ÚrskurðurSGSPDF190KBSækja skjal Fréttir af flugi Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Neytendur Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Forsaga málsins er sú að hjónin áttu bókað flug klukkan 18:40. Upp úr hádegi barst SMS frá Wizz air um að seinkun á brottför um rúmlega tvær klukkustundir. Fyrir vikið mættu eldri hjónin ekki á Keflavíkurflugvöll fyrr en upp úr klukkan 18. Var þeim þá tjáð af starfsmanni Airport Associates, fulltrúa Wizz Air á vellinum, að innritun væri lokið. Þau fengju ekki að fara um borð. Tölvan sagði nei Ekki dugði að rökræða við starfsmanninn sem svaraði því til að tölvan segði nei. Hann gæti ekki skráð þau um borð. Sonur hjónanna, sem hafði fylgt þeim á flugvöllinn vegna búsetu í næsta nágrenni við flugvöllinn, sá með hjálp FlightRadar að enn voru tvær klukkustundir í að vélin lenti í Keflavík. Áður en hún flygi aftur til Vínar. Það skipti engu máli og þurftu hjónin frá að hverfa. Sonurinn sendi erindi til Wizz air vegna málsins og í framhaldi til Samgöngustofu og lýsti furðu sinni á framkomunni. Samgöngustofa gekk á eftir svörum frá Wizz air og fékk svar mánuði síðar. Þar sagði Wizz air að fólkið ætti engan rétt á bótum þar sem seinkun á fluginu hefði verið innan við þrjár klukkustundir. Samgöngustofa benti þá á að kvörtunin sneri að neitun á fari, ekki seinkun. Wizz Air svaraði fimm vikum síðar og óskaði eftir frekari upplýsingum. Samgöngustofa ítrekaði svo beiðni um svör frá Wizz air í þrjú skipti þar til svar barst loks þann 31. janúar 2023 eða níu mánuðum eftir flugferðina. Þar hafnaði Wizz air bótakröfunni og benti á skyldu fólksins til að innrita sig 45 mínútum fyrir auglýstan brottfarartíma. Kröfu um bætur hafnað Í úrskurði Samgöngustofu er fallist á sjónarmið Wizz air. Farþegum beri að innrita sig eigi síðar en 45 mínútum fyrir auglýstan brottfarartíma sem var 18:40. Í skilmálum Wizz air segi að innritun ljúki 30 mínútum fyrir upprunalega áætlaðan brottfarartíma. Fólkið hafi vissulega fengið skilaboð um breyttan brottfarartíma en ekki breyttan inn innritunartíma. Samgöngustofa segir að þar sem engin slík tilkynning hafi borist hafi farþegunum borið að mæta til innritunar á upprunalegum og tilkynntum innritunartíma óháð skilaboðum sem gáfu til kynna seinkun á brottför. Kröfu hjónanna um bætur var því hafnað. Sonur hjónanna lýsti yfir vonbrigðum með viðbrögð Wizz air. Litli maðurinn hefði orðið undir í baráttu við stóra fyrirtækið. Þá hélt hann því fram, og hafði eftir vini sem starfi á Keflavíkurflugvelli, að fámenni í starfsliði hjá Airport Associates hefði verið ástæðan að þau hefðu drifið sig í að loka innritun. Til að geta sinnt innritun í annað flug. Tengd skjöl ÚrskurðurSGSPDF190KBSækja skjal
Fréttir af flugi Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Neytendur Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira