Meistaradeildarvonir Liverpool lifa | Ömurlegt gengi Chelsea heldur áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. apríl 2023 20:45 Liverpool vann mikilvægan sigur í kvöld. EPA-EFE/ISABEL INFANTES Liverpool kom til baka gegn West Ham United og hélt Meistaradeildarvonum sínum á lífi með sigri í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Allt og allir sem tengjast Chelsea óska þess svo að tímabilið klárist sem fyrst en liðið tapaði gegn Brentford á heimavelli í kvöld. Það byrjaði ekki byrlega hjá Liverpool í kvöld en brasilíski miðjumaðurinn Lucas Paquetá kom West Ham yfir snemma leiks. Hamrarnir voru þó ekki lengi í paradís og Cody Gakpo jafnaði metin aðeins sex mínútum síðar, staðan 1-1 í hálfleik. Jarrod Bowen hélt hann hefði komið Hömrunum yfir á nýjan leik eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik en markið dæmt af vegna rangstöðu. Það var svo miðvörðurinn Joel Matip sem tryggði Liverpool stigin þrjú þegar hann stangaði hornspyrnu Andy Robertson í netið á 67. mínútu. Liverpool extend their unbeaten run to five #PL matches #WHULIV pic.twitter.com/BnzYunm8fH— Premier League (@premierleague) April 26, 2023 Lokatölur í Lundúnum 1-2 og Liverpool heldur í vonina um að enda í einu af efstu fjórum sætum deildarinnar en það gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Sigurinn lyftir Liverpool upp í 6. sæti með 53 stig, sex stigum á eftir Manchester og Newcastle United sem eru í 4. og 3. sæti deildarinnar. Bæði hafa þó leikið færri leiki en Liverpool. West Ham United er svo í 14. sæti með 34 stig, fimm fyrir ofan fallsæti. Á Brúnni var Brentford í heimsókn og fór það svo að gestirnir unnu 2-0 sigur og bættu á eymd Chelsea-manna. Það var lýsandi fyrir stöðuna á Chelsea að einn af stöðugustu leikmönnum liðsins, César Azpilicueta, setti boltann í eigið net í fyrri hálfleik. Bryan Mbeumo gulltryggði svo sigurinn þegar tólf mínútur lifðu leiks. Brentford lyftir sér þar með upp í 9. sæti með 47 stig á meðan Chelsea er í 11. sæti með 39 stig. .@BrentfordFC love a trip to Stamford Bridge #CHEBRE pic.twitter.com/D0oW8MiSVj— Premier League (@premierleague) April 26, 2023 Þá vann Nottingham Forest nokkuð óvæntan 3-1 sigur á Brighton & Hove Albion þrátt fyrir að Brennan Johnson hafi brennt af vítaspyrnu snemma leiks. Hinn ungi Facundo Buonanotte kom Brighton reyndar yfir í leiknum en heimamenn létu það ekki á sig fá. Þeir jöfnuðu metin með sjálfsmarki Pascal Groß undir lok fyrri hálfleiks. Í þeim síðari skoruðu Danilo og Morgan Gibbs-White, lokatölur 3-1 Forest í vil. One step closer to safety #NFOBHA pic.twitter.com/h7DoNggGKE— Premier League (@premierleague) April 26, 2023 Með sigrinum komst Forest upp úr fallsæti en liðið er með 30 stig á meðan Leicester City er í 18. sæti með 29 og Everton þar fyrir neðan með 28 en á leik til góða. Enski boltinn Fótbolti
Liverpool kom til baka gegn West Ham United og hélt Meistaradeildarvonum sínum á lífi með sigri í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Allt og allir sem tengjast Chelsea óska þess svo að tímabilið klárist sem fyrst en liðið tapaði gegn Brentford á heimavelli í kvöld. Það byrjaði ekki byrlega hjá Liverpool í kvöld en brasilíski miðjumaðurinn Lucas Paquetá kom West Ham yfir snemma leiks. Hamrarnir voru þó ekki lengi í paradís og Cody Gakpo jafnaði metin aðeins sex mínútum síðar, staðan 1-1 í hálfleik. Jarrod Bowen hélt hann hefði komið Hömrunum yfir á nýjan leik eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik en markið dæmt af vegna rangstöðu. Það var svo miðvörðurinn Joel Matip sem tryggði Liverpool stigin þrjú þegar hann stangaði hornspyrnu Andy Robertson í netið á 67. mínútu. Liverpool extend their unbeaten run to five #PL matches #WHULIV pic.twitter.com/BnzYunm8fH— Premier League (@premierleague) April 26, 2023 Lokatölur í Lundúnum 1-2 og Liverpool heldur í vonina um að enda í einu af efstu fjórum sætum deildarinnar en það gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Sigurinn lyftir Liverpool upp í 6. sæti með 53 stig, sex stigum á eftir Manchester og Newcastle United sem eru í 4. og 3. sæti deildarinnar. Bæði hafa þó leikið færri leiki en Liverpool. West Ham United er svo í 14. sæti með 34 stig, fimm fyrir ofan fallsæti. Á Brúnni var Brentford í heimsókn og fór það svo að gestirnir unnu 2-0 sigur og bættu á eymd Chelsea-manna. Það var lýsandi fyrir stöðuna á Chelsea að einn af stöðugustu leikmönnum liðsins, César Azpilicueta, setti boltann í eigið net í fyrri hálfleik. Bryan Mbeumo gulltryggði svo sigurinn þegar tólf mínútur lifðu leiks. Brentford lyftir sér þar með upp í 9. sæti með 47 stig á meðan Chelsea er í 11. sæti með 39 stig. .@BrentfordFC love a trip to Stamford Bridge #CHEBRE pic.twitter.com/D0oW8MiSVj— Premier League (@premierleague) April 26, 2023 Þá vann Nottingham Forest nokkuð óvæntan 3-1 sigur á Brighton & Hove Albion þrátt fyrir að Brennan Johnson hafi brennt af vítaspyrnu snemma leiks. Hinn ungi Facundo Buonanotte kom Brighton reyndar yfir í leiknum en heimamenn létu það ekki á sig fá. Þeir jöfnuðu metin með sjálfsmarki Pascal Groß undir lok fyrri hálfleiks. Í þeim síðari skoruðu Danilo og Morgan Gibbs-White, lokatölur 3-1 Forest í vil. One step closer to safety #NFOBHA pic.twitter.com/h7DoNggGKE— Premier League (@premierleague) April 26, 2023 Með sigrinum komst Forest upp úr fallsæti en liðið er með 30 stig á meðan Leicester City er í 18. sæti með 29 og Everton þar fyrir neðan með 28 en á leik til góða.