„Hann er svo hættulegur að það veit enginn hvernig á að höndla hann“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 26. apríl 2023 18:23 Svava Líf Jónsdóttir kveðst vera ein af þolendum Sigurðar Almars og segir það hafa verið gífurlega erfitt að sjá hann á skjánum í umræddum Kompásþætti Vísir „Auðvitað þarf hann hjálp en hann þarf líka að vera móttækilegur fyrir henni og taka ábyrgð. Þetta er vinna sem hann sjálfur þarf líka að sinna. Ætlar hann bara alltaf að vera svona? Ætlar hann ekkert að gera sjálfur til að bæta sig?“ segir Svava Líf Jónsdóttir og vísar þar í nýjan þátt af Kompás þar sem rætt er við Sigurð Almar Sigurðsson, dæmdan kynferðis-og ofbeldismann á Litla Hrauni, og móður hans. Svava Líf segist hafa orðið fyrir hrottalegri frelsisviptingu, líkamsárás og nauðgun af hálfu Sigurðar Almars árið 2016. Það hafi því verið gífurlega erfitt að sjá Sigurð Almar á skjánum í umræddum Kompásþætti, þar sem hann hafi hvergi tekið ábyrgð á gjörðum sínum. Umræddur Kompás þáttur hefur vakið mikla athygli og umtal en þátturinn fjallar um aðbúnað fanga með þroskaraskanir og beitingu á einangrunarúrræði í fangelsum. Sigurður Almar, sem er með þroskaröskun, á langa brotasögu að baki. Hann afplánar nú fimm ára dóm á Litla-Hrauni. Fram kemur í þætti Kompáss að Sigurður Almar eigi afar erfitt með samneyti við aðra fanga og eins og staðan er núna er eina úrræðið að hafa Sigurð Almar í einangrun. Engin betrun eigi sér stað eða vinna með fangann. Í þættinum lýsa Sigurður Almar og móðir hans aðstæðum hans í fangelsinu og þrautagöngu Sigurðar Almars í gegnum kerfið, sem hófst þegar hann var á barnsaldri. Stormasamt samband Svava Líf Jónsdóttir kveðst vera ein af þolendum Sigurðar Almars. Vert er þó að taka fram að þau brot voru ekki kærð á sínum tíma. Í samtali við Vísi segir Svava að hún og Sigurður Almar hafi þróað með sér vinskap á sínum tíma sem síðan átti eftir að verða stormasömu og sjúku sambandi. Hún bjó hjá honum um tíma sem hún segir hafa endað á hryllilegan hátt. „Eitt af því sem tengdi okkur var að við áttum mjög svipaða baksögu. Ég varð fyrir kynferðisofbeldi af hálfu pabba míns þegar ég var barn og var á þessum tíma ennþá mjög heltekin af því áfalli. Ég vissi að Siggi hefði lent í einhverju svipuðu. Þessi sameiginlegri bakgrunnur tengdi okkur einhvern veginn. Ég fann til með honum. Mér fannst, og mér finnst ennþá, að kerfið hafi brugðist honum.“ Svava tekur fram að þó svo að kerfið hafi vissulega brugðist Sigurði Almari þá sé hann ekki laus undan því að taka sjálfur ábyrgð gjörða sinna. „Hann hefur aldrei tekið ábyrgð á sjálfum sér, hann hefur aldrei gert neitt til að hjálpa sjálfum sér,“ segir hún. Hún gagnrýnir að Sigurður Almar skuli endalaust geta skýlt sér á bak við geðræn veikindi. Í Kompás þættinum er vísað í greiningar sem Sigurður Almar er með. Á barnsaldri var hann greindur með þráhyggju, ADHD og misþroska. Einnig er vísað í sálfræðimat sem gert var fyrir fjórum árum þar sem kemur fram að Sigurður er með þroskaröskun, eigi í miklum erfiðleikum með málskilning og skilji illa einfaldar leiðbeiningar. Einnig eigi hann erfitt með að hugsa hlutina til enda og sé oft hvatvís. Þessi röskun versni mjög við neyslu vímuefna og segir móðir Sigurðar ítrekað í þættinum að í neyslu sé Sigurður annar maður. Því sé svo mikilvægt að hann fái viðeigandi úrræði þegar hann er í fangelsi og ekki síður eftir vistina. Enn að vinna úr áfallinu Svava bendir á að Sigurður Almar eigi sér langa sögu af ofbeldi gangvart konum. Hún segir hann hafa stjórnað henni á sínum tíma og margsinnis sýnt af sér ógnandi hegðun. Á þeim stutta tíma sem hún hafi búið hjá honum hafi mikið gengið á. Sambandi þeirra hafi lokið þegar Sigurður Almar hafi kvöld eitt ráðist á hana með hrottalegum hætti. „Hann drap mig næstum því. Hann reyndi að henda mér fram að svölum á þriðju hæð, hann frelsissvipti mig, barði mig, beit mig alla og nauðgaði mér síðan.“ Hún segist ekki hafa kært brot Sigurðar Almar til lögreglu á sínum tíma þar sem hún óttaðist viðbrögð Sigurðar ef hún greindi frá ofbeldinu. Þar að auki hafi hún verið brennd af fyrri reynslu sinni gangvart réttarvörslukerfinu. „Ég er búin að vera í áfallameðferð, bæði til að vinna úr þessu áfalli og líka öðrum. Hvað varðar þetta áfall þá er ég ekki komin eins langt í að vinna úr því og hinum. Þess vegna var það rosalega mikill „trigger“ að sjá viðtalið við hann og það sem kom þar fram. Ég brotnaði eiginlega bara niður þegar ég sá þetta, og ég er nánast búin á því andlega.“ Hvað finnst þér mikilvægt að komi fram í þessari umræðu? „Ég er alveg sammála því að kerfið er ekki að gera nóg fyrir hann og aðra sem eru í þessari stöðu. En mér finnst að það hefði ekki átt að ræða við akkúrat þennan mann af öllum, þegar þú hugsar um allt sem hann er búinn að gera við ótrúlega margar konur. Ég er ekki sú eina.“ Svava segist að vísu halda að Sigurður Almar muni aldrei átta sig á afleiðingum gjörða sinna. „En ég veit líka að hann er ekki að fá neina aðstoð, hann er ekki að fá neitt til að vinna með. Hann er svo hættulegur að það þorir enginn og það veit enginn hvernig á að höndla hann. Af hverju fær hann ekki sálfræðiaðstoð?“ Svava ítrekar að henni finnist brýnt að Sigurður Almar verði líka látinn taka ábyrgð. „Við erum öll með eitthvað, erfiðleika eða áföll sem við þurfum að díla við. Það gefur þér ekki leyfi til að skaða aðra og komast upp með það.“ Markmiðið að fækka brotaþolum „Það kemur ekki á óvart að þetta veki upp ákveðin viðbrögð hjá þolendum. Ég skil það mjög vel,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu í samtali við Vísi. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga Hann segir málið þó ekki snúast um að taka afstöðu með einum eða neinum. „Það er verið að tala um að menn hafi ekki sýnt iðrun eða neiti að axla ábyrgð. En það er mikilvægt að benda á að í þættinum er verið er að fjalla um þroskaskerta einstaklinga, menn sem eru orðnir mjög veikir af fangavistinni. Það er ekki verið að upphefja neinn eða vorkenna neinum, hvað þá gera lítið úr upplifun þolenda. Það er einmitt verið að sýna fram á að ef ekki er gripið til úrræða í þessum málaflokki þá mun brotaþolum fjölga. Það er tilgangurinn með þessu.“ Guðmundur Ingi bendir jafnframt á að umræða líkt og þessi geti verið litum af tilfinningum, en það megi þó ekki missa sjónar á því sem skiptir máli. „Við komum alltaf niður á það sama í þessari umræðu. Það sem skiptir mestu máli er að fækka brotaþolum og fækka endurkomum í fangelsi. Það er það sem skiptir mestu máli. Við erum öll að berjast að sama markmiði, hvort sem það er Fangelsismálastofnun eða Afstaða. Við viljum fá fólk betur á sig komið þegar það kemur út úr fangelsi, í stakk búið til að takast á við lífið.“ Kompás Fangelsismál Tengdar fréttir Mikilvægt að standa saman að bættum kjörum fanga Rauði krossinn deilir þeim áhyggjum sem fram komu í umfjöllun Kompás um andlega veika fanga á Stöð 2 á mánudag. Við höfum verulegar áhyggjur af einstaklingum sem glíma við fatlanir og alvarlegan geðrænan vanda og eru að afplána dóma í fangelsum landsins, en samkvæmt Páli Winkel, fangelsismálastjóra, eru um fjórir til átta einstaklingar hverju sinni í fangelsunum sem ættu frekar að vera á geðheilbrigðisstofnunum. 26. apríl 2023 14:00 Ef fækka eigi afbrotum verði að vinna í rót vandans og hjálpa veikum föngum Hjúkrunarfræðingur í stjórn Geðhjálpar segir ljóst að ef fækka eigi afbrotum þurfi að vinna í rót vandans og hjálpa einstaklingum í fangelsi. Þörf sé á sértækum úrræðum fyrir afplánun andlega veikra fanga. Stjórnvöld verði að bregðast við. 25. apríl 2023 22:31 „Ég er aleinn allan daginn mamma“ Í fangelsum er mjög veikt fólk sem ætti undir öllum kringumstæðum að vera í sértækum úrræðum. Þetta er andlega veikt fólk með þroskaraskanir og geðsjúkdóma. Fólk sem höndlar á engan hátt aðstæðurnar í fangelsi eða samneyti við aðra fanga og er þess vegna oft einangrað frá öllum á öryggisgöngum. 25. apríl 2023 07:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Svava Líf segist hafa orðið fyrir hrottalegri frelsisviptingu, líkamsárás og nauðgun af hálfu Sigurðar Almars árið 2016. Það hafi því verið gífurlega erfitt að sjá Sigurð Almar á skjánum í umræddum Kompásþætti, þar sem hann hafi hvergi tekið ábyrgð á gjörðum sínum. Umræddur Kompás þáttur hefur vakið mikla athygli og umtal en þátturinn fjallar um aðbúnað fanga með þroskaraskanir og beitingu á einangrunarúrræði í fangelsum. Sigurður Almar, sem er með þroskaröskun, á langa brotasögu að baki. Hann afplánar nú fimm ára dóm á Litla-Hrauni. Fram kemur í þætti Kompáss að Sigurður Almar eigi afar erfitt með samneyti við aðra fanga og eins og staðan er núna er eina úrræðið að hafa Sigurð Almar í einangrun. Engin betrun eigi sér stað eða vinna með fangann. Í þættinum lýsa Sigurður Almar og móðir hans aðstæðum hans í fangelsinu og þrautagöngu Sigurðar Almars í gegnum kerfið, sem hófst þegar hann var á barnsaldri. Stormasamt samband Svava Líf Jónsdóttir kveðst vera ein af þolendum Sigurðar Almars. Vert er þó að taka fram að þau brot voru ekki kærð á sínum tíma. Í samtali við Vísi segir Svava að hún og Sigurður Almar hafi þróað með sér vinskap á sínum tíma sem síðan átti eftir að verða stormasömu og sjúku sambandi. Hún bjó hjá honum um tíma sem hún segir hafa endað á hryllilegan hátt. „Eitt af því sem tengdi okkur var að við áttum mjög svipaða baksögu. Ég varð fyrir kynferðisofbeldi af hálfu pabba míns þegar ég var barn og var á þessum tíma ennþá mjög heltekin af því áfalli. Ég vissi að Siggi hefði lent í einhverju svipuðu. Þessi sameiginlegri bakgrunnur tengdi okkur einhvern veginn. Ég fann til með honum. Mér fannst, og mér finnst ennþá, að kerfið hafi brugðist honum.“ Svava tekur fram að þó svo að kerfið hafi vissulega brugðist Sigurði Almari þá sé hann ekki laus undan því að taka sjálfur ábyrgð gjörða sinna. „Hann hefur aldrei tekið ábyrgð á sjálfum sér, hann hefur aldrei gert neitt til að hjálpa sjálfum sér,“ segir hún. Hún gagnrýnir að Sigurður Almar skuli endalaust geta skýlt sér á bak við geðræn veikindi. Í Kompás þættinum er vísað í greiningar sem Sigurður Almar er með. Á barnsaldri var hann greindur með þráhyggju, ADHD og misþroska. Einnig er vísað í sálfræðimat sem gert var fyrir fjórum árum þar sem kemur fram að Sigurður er með þroskaröskun, eigi í miklum erfiðleikum með málskilning og skilji illa einfaldar leiðbeiningar. Einnig eigi hann erfitt með að hugsa hlutina til enda og sé oft hvatvís. Þessi röskun versni mjög við neyslu vímuefna og segir móðir Sigurðar ítrekað í þættinum að í neyslu sé Sigurður annar maður. Því sé svo mikilvægt að hann fái viðeigandi úrræði þegar hann er í fangelsi og ekki síður eftir vistina. Enn að vinna úr áfallinu Svava bendir á að Sigurður Almar eigi sér langa sögu af ofbeldi gangvart konum. Hún segir hann hafa stjórnað henni á sínum tíma og margsinnis sýnt af sér ógnandi hegðun. Á þeim stutta tíma sem hún hafi búið hjá honum hafi mikið gengið á. Sambandi þeirra hafi lokið þegar Sigurður Almar hafi kvöld eitt ráðist á hana með hrottalegum hætti. „Hann drap mig næstum því. Hann reyndi að henda mér fram að svölum á þriðju hæð, hann frelsissvipti mig, barði mig, beit mig alla og nauðgaði mér síðan.“ Hún segist ekki hafa kært brot Sigurðar Almar til lögreglu á sínum tíma þar sem hún óttaðist viðbrögð Sigurðar ef hún greindi frá ofbeldinu. Þar að auki hafi hún verið brennd af fyrri reynslu sinni gangvart réttarvörslukerfinu. „Ég er búin að vera í áfallameðferð, bæði til að vinna úr þessu áfalli og líka öðrum. Hvað varðar þetta áfall þá er ég ekki komin eins langt í að vinna úr því og hinum. Þess vegna var það rosalega mikill „trigger“ að sjá viðtalið við hann og það sem kom þar fram. Ég brotnaði eiginlega bara niður þegar ég sá þetta, og ég er nánast búin á því andlega.“ Hvað finnst þér mikilvægt að komi fram í þessari umræðu? „Ég er alveg sammála því að kerfið er ekki að gera nóg fyrir hann og aðra sem eru í þessari stöðu. En mér finnst að það hefði ekki átt að ræða við akkúrat þennan mann af öllum, þegar þú hugsar um allt sem hann er búinn að gera við ótrúlega margar konur. Ég er ekki sú eina.“ Svava segist að vísu halda að Sigurður Almar muni aldrei átta sig á afleiðingum gjörða sinna. „En ég veit líka að hann er ekki að fá neina aðstoð, hann er ekki að fá neitt til að vinna með. Hann er svo hættulegur að það þorir enginn og það veit enginn hvernig á að höndla hann. Af hverju fær hann ekki sálfræðiaðstoð?“ Svava ítrekar að henni finnist brýnt að Sigurður Almar verði líka látinn taka ábyrgð. „Við erum öll með eitthvað, erfiðleika eða áföll sem við þurfum að díla við. Það gefur þér ekki leyfi til að skaða aðra og komast upp með það.“ Markmiðið að fækka brotaþolum „Það kemur ekki á óvart að þetta veki upp ákveðin viðbrögð hjá þolendum. Ég skil það mjög vel,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu í samtali við Vísi. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga Hann segir málið þó ekki snúast um að taka afstöðu með einum eða neinum. „Það er verið að tala um að menn hafi ekki sýnt iðrun eða neiti að axla ábyrgð. En það er mikilvægt að benda á að í þættinum er verið er að fjalla um þroskaskerta einstaklinga, menn sem eru orðnir mjög veikir af fangavistinni. Það er ekki verið að upphefja neinn eða vorkenna neinum, hvað þá gera lítið úr upplifun þolenda. Það er einmitt verið að sýna fram á að ef ekki er gripið til úrræða í þessum málaflokki þá mun brotaþolum fjölga. Það er tilgangurinn með þessu.“ Guðmundur Ingi bendir jafnframt á að umræða líkt og þessi geti verið litum af tilfinningum, en það megi þó ekki missa sjónar á því sem skiptir máli. „Við komum alltaf niður á það sama í þessari umræðu. Það sem skiptir mestu máli er að fækka brotaþolum og fækka endurkomum í fangelsi. Það er það sem skiptir mestu máli. Við erum öll að berjast að sama markmiði, hvort sem það er Fangelsismálastofnun eða Afstaða. Við viljum fá fólk betur á sig komið þegar það kemur út úr fangelsi, í stakk búið til að takast á við lífið.“
Kompás Fangelsismál Tengdar fréttir Mikilvægt að standa saman að bættum kjörum fanga Rauði krossinn deilir þeim áhyggjum sem fram komu í umfjöllun Kompás um andlega veika fanga á Stöð 2 á mánudag. Við höfum verulegar áhyggjur af einstaklingum sem glíma við fatlanir og alvarlegan geðrænan vanda og eru að afplána dóma í fangelsum landsins, en samkvæmt Páli Winkel, fangelsismálastjóra, eru um fjórir til átta einstaklingar hverju sinni í fangelsunum sem ættu frekar að vera á geðheilbrigðisstofnunum. 26. apríl 2023 14:00 Ef fækka eigi afbrotum verði að vinna í rót vandans og hjálpa veikum föngum Hjúkrunarfræðingur í stjórn Geðhjálpar segir ljóst að ef fækka eigi afbrotum þurfi að vinna í rót vandans og hjálpa einstaklingum í fangelsi. Þörf sé á sértækum úrræðum fyrir afplánun andlega veikra fanga. Stjórnvöld verði að bregðast við. 25. apríl 2023 22:31 „Ég er aleinn allan daginn mamma“ Í fangelsum er mjög veikt fólk sem ætti undir öllum kringumstæðum að vera í sértækum úrræðum. Þetta er andlega veikt fólk með þroskaraskanir og geðsjúkdóma. Fólk sem höndlar á engan hátt aðstæðurnar í fangelsi eða samneyti við aðra fanga og er þess vegna oft einangrað frá öllum á öryggisgöngum. 25. apríl 2023 07:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Mikilvægt að standa saman að bættum kjörum fanga Rauði krossinn deilir þeim áhyggjum sem fram komu í umfjöllun Kompás um andlega veika fanga á Stöð 2 á mánudag. Við höfum verulegar áhyggjur af einstaklingum sem glíma við fatlanir og alvarlegan geðrænan vanda og eru að afplána dóma í fangelsum landsins, en samkvæmt Páli Winkel, fangelsismálastjóra, eru um fjórir til átta einstaklingar hverju sinni í fangelsunum sem ættu frekar að vera á geðheilbrigðisstofnunum. 26. apríl 2023 14:00
Ef fækka eigi afbrotum verði að vinna í rót vandans og hjálpa veikum föngum Hjúkrunarfræðingur í stjórn Geðhjálpar segir ljóst að ef fækka eigi afbrotum þurfi að vinna í rót vandans og hjálpa einstaklingum í fangelsi. Þörf sé á sértækum úrræðum fyrir afplánun andlega veikra fanga. Stjórnvöld verði að bregðast við. 25. apríl 2023 22:31
„Ég er aleinn allan daginn mamma“ Í fangelsum er mjög veikt fólk sem ætti undir öllum kringumstæðum að vera í sértækum úrræðum. Þetta er andlega veikt fólk með þroskaraskanir og geðsjúkdóma. Fólk sem höndlar á engan hátt aðstæðurnar í fangelsi eða samneyti við aðra fanga og er þess vegna oft einangrað frá öllum á öryggisgöngum. 25. apríl 2023 07:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent