Dómarar telja hneykslismál ekki kalla á neinar breytingar Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2023 13:33 John Roberts, forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna. Hann vill ekki svara spurningum þingnefndar um siðamál réttarins. Í staðinn sendi hann yfirlýsingu sem byggði á kafla úr meira en áratugsgamalli skýrslu sem hann skrifaði. AP/Jacquelyn Martin Níu dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna virðast ekki telja neina þörf á breytingum á því hvernig tekið er á mögulegum hagsmunaárekstrum þeirra og siðferðislegum álitamálum. Rétturinn hefur legið undir gagnrýni fyrir ógegnsæi eftir að upplýst var um að tveir dómarar hefðu ekki gert grein fyrir mögulegum hagsmunaárekstrum. Umræðan um siðareglur hæstaréttarins fór af stað eftir að rannsóknarblaðamennskusamtökin Pro Publica birtu umfjöllun um að Clarence Thomas, einn dómaranna níu, hefði þegið nær árlegar lúxusferðar frá milljarðamæringi frá Texas og stórum fjárhagslegum bakhjarl Repúblikanaflokksins án þess að skrá þær í hagsmunaskráningu sína. Síðar upplýstu sömu samtök að Thomas hefði selt þessum vini sínum hús móður sinnar og lóð án þess að geta þess á opinberu eyðiblaði þar sem dómurum er gert að gera grein fyrir fjármálum sínum. Nú í vikunni greindi blaðið Politico frá því að Neil Gorsuch, annar dómari við réttinn, hefði selt forstjóra umsvifamikillar lögmannsstofu sem reglulega rekur mál fyrir hæstarétti, fasteign rétt eftir að hann var skipaður dómari. Gorsuch skráði viðskiptin í hagsmunaskráningu sinni en gat ekki kaupandans. Gagnrýnt hefur verið að opinberir embættismenn annarra hluta alríkisstjórnarinnar kæmust í bobba fyrir svo óljósa skráningu hagsmuna sinna. Dómararnir níu hafi á sama tíma nánast sjálfdæmi um hvað þeir gefi upp. Ákveða eigin málefni sjálfir Dick Durbin, formaður dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, bauð John Roberts, forseta Hæstaréttar Bandaríkjanna, að koma fyrir nefndina um umbætur í siðamálum í kjölfar uppljóstrananna. Roberts hafnaði boðinu. Dómsforsetinn lét fylgja með yfirlýsingu um siðferðisleg grundvallaratriði og verklag. AP-fréttastofan segir að sá texti sé nánast samhljóða kafla úr ársskýrslu Roberts frá árinu 2011. Allir dómararnir níu, sex íhaldsmenn og þrír frjálslyndir, skrifuðu undir yfirlýsinguna. Í henni sagði að dómararnir styddust við ýmsar heimildir þegar siðferðisleg álitamál kæmu upp en þeir ákvæðu sjálfir hvenær þeir þyrftu að stíga til hliðar vegna vanhæfis. Þá fylltu þeir út sömu fjármálaskýrslur og aðrir dómarar. AP segir að dómararnir hafa áður hafnað kröfum um að þeir setji sér formlegar siðareglur. Neil Gorsuch (t.v.) og Clarence Thomas (t.h.) hafa verið gagnrýndir fyrir að skrá ekki viðskipti og gjafir í hagsmunaskráningu sína. Slíkt kæmi nær öllum öðrum embættismönnum bandarísku alríkisstjórnarinnar í klandur.Vísir/samsett Eru í eigin bólu Sérfræðingar sem fréttaveitan ræddi við telja viðbrögð dómaranna slæleg í ljósi gagnrýnisradda og þess að traust á dómstólnum hefur rýrnað verulega að undanförnu. „Þeir eru í raun og veru að segja að það sem við höfum verið að gera er í fínu lagi. Segjum þetta bara aftur fyrir ykkur þarna aftast. Mér virðist það frekar innantómt,“ segir Charles Geyh, prófessor í lögfræði við Háskólann í Indiana sem sérhæfir sig í siðamálum. Kathleen Clark, prófessor í siðareglum við Washington-háskóla í St. Louis, segir AP að vandamálið sé að dómararnir þurfi ekki að sæta sömu kröfum um ábyrgð og gerðar séu til nærri því allra annarra sem starfi fyrir alríkisstjórnina. „Þeir virðast vera í bólu. Þeir sjá ekki hversu stórt vandamál skortur þeirra á ábyrgð er,“ segir hún. Hæstiréttur Bandaríkjanna Bandaríkin Tengdar fréttir Dómari breytir hagsmunaskráningu í kjölfar uppljóstrana Bandaríski hæstaréttardómarinn Clarence Thomas ætlar að uppfæra hagsmunaskráningu sína eftir að upplýst var um fasteignaviðskipti hans við fjárhagslegan bakhjarl Repúblikanaflokksins. Thomas greindi hvorki frá viðskiptunum né lúxusferðum sem hann þáði frá milljarðamæringnum. 17. apríl 2023 13:40 Seldi milljarðamæringi fasteignir án þess að gefa það upp Bandarískur hæstaréttardómari seldi milljarðamæringi og þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins fasteignir án þess að geta þess í hagsmunaskráningu sinni. Áður hafði verið upplýst að dómarinn þáði lúxusferðir frá milljarðamæringnum sem hann gerði aldrei grein fyrir. 13. apríl 2023 23:04 Greindi ekki frá lúxusferðum sem hann þáði frá Repúblíkana Clarence Thomas, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, hefur á síðustu árum þegið margra milljóna króna lúxusferðir frá þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins. Thomas, sem er jafnan talinn íhaldssamasti dómarinn við réttinn, greindi aldrei frá þessum gjöfum, eins og honum bar að gera lögum samkvæmt. 8. apríl 2023 18:10 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Fleiri fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Sjá meira
Umræðan um siðareglur hæstaréttarins fór af stað eftir að rannsóknarblaðamennskusamtökin Pro Publica birtu umfjöllun um að Clarence Thomas, einn dómaranna níu, hefði þegið nær árlegar lúxusferðar frá milljarðamæringi frá Texas og stórum fjárhagslegum bakhjarl Repúblikanaflokksins án þess að skrá þær í hagsmunaskráningu sína. Síðar upplýstu sömu samtök að Thomas hefði selt þessum vini sínum hús móður sinnar og lóð án þess að geta þess á opinberu eyðiblaði þar sem dómurum er gert að gera grein fyrir fjármálum sínum. Nú í vikunni greindi blaðið Politico frá því að Neil Gorsuch, annar dómari við réttinn, hefði selt forstjóra umsvifamikillar lögmannsstofu sem reglulega rekur mál fyrir hæstarétti, fasteign rétt eftir að hann var skipaður dómari. Gorsuch skráði viðskiptin í hagsmunaskráningu sinni en gat ekki kaupandans. Gagnrýnt hefur verið að opinberir embættismenn annarra hluta alríkisstjórnarinnar kæmust í bobba fyrir svo óljósa skráningu hagsmuna sinna. Dómararnir níu hafi á sama tíma nánast sjálfdæmi um hvað þeir gefi upp. Ákveða eigin málefni sjálfir Dick Durbin, formaður dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, bauð John Roberts, forseta Hæstaréttar Bandaríkjanna, að koma fyrir nefndina um umbætur í siðamálum í kjölfar uppljóstrananna. Roberts hafnaði boðinu. Dómsforsetinn lét fylgja með yfirlýsingu um siðferðisleg grundvallaratriði og verklag. AP-fréttastofan segir að sá texti sé nánast samhljóða kafla úr ársskýrslu Roberts frá árinu 2011. Allir dómararnir níu, sex íhaldsmenn og þrír frjálslyndir, skrifuðu undir yfirlýsinguna. Í henni sagði að dómararnir styddust við ýmsar heimildir þegar siðferðisleg álitamál kæmu upp en þeir ákvæðu sjálfir hvenær þeir þyrftu að stíga til hliðar vegna vanhæfis. Þá fylltu þeir út sömu fjármálaskýrslur og aðrir dómarar. AP segir að dómararnir hafa áður hafnað kröfum um að þeir setji sér formlegar siðareglur. Neil Gorsuch (t.v.) og Clarence Thomas (t.h.) hafa verið gagnrýndir fyrir að skrá ekki viðskipti og gjafir í hagsmunaskráningu sína. Slíkt kæmi nær öllum öðrum embættismönnum bandarísku alríkisstjórnarinnar í klandur.Vísir/samsett Eru í eigin bólu Sérfræðingar sem fréttaveitan ræddi við telja viðbrögð dómaranna slæleg í ljósi gagnrýnisradda og þess að traust á dómstólnum hefur rýrnað verulega að undanförnu. „Þeir eru í raun og veru að segja að það sem við höfum verið að gera er í fínu lagi. Segjum þetta bara aftur fyrir ykkur þarna aftast. Mér virðist það frekar innantómt,“ segir Charles Geyh, prófessor í lögfræði við Háskólann í Indiana sem sérhæfir sig í siðamálum. Kathleen Clark, prófessor í siðareglum við Washington-háskóla í St. Louis, segir AP að vandamálið sé að dómararnir þurfi ekki að sæta sömu kröfum um ábyrgð og gerðar séu til nærri því allra annarra sem starfi fyrir alríkisstjórnina. „Þeir virðast vera í bólu. Þeir sjá ekki hversu stórt vandamál skortur þeirra á ábyrgð er,“ segir hún.
Hæstiréttur Bandaríkjanna Bandaríkin Tengdar fréttir Dómari breytir hagsmunaskráningu í kjölfar uppljóstrana Bandaríski hæstaréttardómarinn Clarence Thomas ætlar að uppfæra hagsmunaskráningu sína eftir að upplýst var um fasteignaviðskipti hans við fjárhagslegan bakhjarl Repúblikanaflokksins. Thomas greindi hvorki frá viðskiptunum né lúxusferðum sem hann þáði frá milljarðamæringnum. 17. apríl 2023 13:40 Seldi milljarðamæringi fasteignir án þess að gefa það upp Bandarískur hæstaréttardómari seldi milljarðamæringi og þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins fasteignir án þess að geta þess í hagsmunaskráningu sinni. Áður hafði verið upplýst að dómarinn þáði lúxusferðir frá milljarðamæringnum sem hann gerði aldrei grein fyrir. 13. apríl 2023 23:04 Greindi ekki frá lúxusferðum sem hann þáði frá Repúblíkana Clarence Thomas, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, hefur á síðustu árum þegið margra milljóna króna lúxusferðir frá þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins. Thomas, sem er jafnan talinn íhaldssamasti dómarinn við réttinn, greindi aldrei frá þessum gjöfum, eins og honum bar að gera lögum samkvæmt. 8. apríl 2023 18:10 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Fleiri fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Sjá meira
Dómari breytir hagsmunaskráningu í kjölfar uppljóstrana Bandaríski hæstaréttardómarinn Clarence Thomas ætlar að uppfæra hagsmunaskráningu sína eftir að upplýst var um fasteignaviðskipti hans við fjárhagslegan bakhjarl Repúblikanaflokksins. Thomas greindi hvorki frá viðskiptunum né lúxusferðum sem hann þáði frá milljarðamæringnum. 17. apríl 2023 13:40
Seldi milljarðamæringi fasteignir án þess að gefa það upp Bandarískur hæstaréttardómari seldi milljarðamæringi og þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins fasteignir án þess að geta þess í hagsmunaskráningu sinni. Áður hafði verið upplýst að dómarinn þáði lúxusferðir frá milljarðamæringnum sem hann gerði aldrei grein fyrir. 13. apríl 2023 23:04
Greindi ekki frá lúxusferðum sem hann þáði frá Repúblíkana Clarence Thomas, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, hefur á síðustu árum þegið margra milljóna króna lúxusferðir frá þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins. Thomas, sem er jafnan talinn íhaldssamasti dómarinn við réttinn, greindi aldrei frá þessum gjöfum, eins og honum bar að gera lögum samkvæmt. 8. apríl 2023 18:10