Prentvélar elsta dagblaðs í heimi þagna Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2023 14:07 Eintök af Wiener Zeitung á kaffihúsi í Vín í Austurríki. Dagblaðið hættir nú að koma út en það gerir tilkall til þess að vera elsta dagblað í heimi. Það hefur komið út í meira en þrjú hundruð ár. Vísir/Getty Elsta starfandi dagblað í heimi hættir að koma út á prenti eftir atkvæðagreiðslu á austurríska þinginu í dag. Blaðið hefur komið út frá árinu 1703 og sagði meðal annars frá uppgangi Mozarts og endalokum keisaraveldis Habsborgara. Wiener Zeitung hefur verið í eigu austurríska ríkisins frá 1857. Það er öðrum þræði opinbert lögbirtingarblað þar opinber störf eru auglýst og opinberar tilkynningar birtast samkvæmt lögum. Tekjur af auglýsingum og tilkynningum fjármagnaði fréttaflutning blaðsins, að sögn Deutsche Welle. Austurríska þingið samþykkti að afnema lög sem skyldaði ríkið og fleiri fyrirtæki til þess að auglýsa í prentútgáfu blaðsins. Sebastian Kurz, kanslari, hefur sagt að það sé ekki hlutverk ríkisins og reka og fjármagna dagblaðsrekstur. Starfsfólk og lesendur Wiener Zeitung hefur haldið nokkur mótmæli gegn áformunum fyrir utan þinghúsið í Vín. Rekstur fjölmiðilsins leggst þó ekki alveg af með breytingunni. Fréttavef hans og mánaðarlegri blaðaútgáfu verður haldið áfram. Austurríki Fjölmiðlar Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Wiener Zeitung hefur verið í eigu austurríska ríkisins frá 1857. Það er öðrum þræði opinbert lögbirtingarblað þar opinber störf eru auglýst og opinberar tilkynningar birtast samkvæmt lögum. Tekjur af auglýsingum og tilkynningum fjármagnaði fréttaflutning blaðsins, að sögn Deutsche Welle. Austurríska þingið samþykkti að afnema lög sem skyldaði ríkið og fleiri fyrirtæki til þess að auglýsa í prentútgáfu blaðsins. Sebastian Kurz, kanslari, hefur sagt að það sé ekki hlutverk ríkisins og reka og fjármagna dagblaðsrekstur. Starfsfólk og lesendur Wiener Zeitung hefur haldið nokkur mótmæli gegn áformunum fyrir utan þinghúsið í Vín. Rekstur fjölmiðilsins leggst þó ekki alveg af með breytingunni. Fréttavef hans og mánaðarlegri blaðaútgáfu verður haldið áfram.
Austurríki Fjölmiðlar Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira