Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór Þorl. 91-65 | Meistararnir á lífi eftir stórsigur Siggeir Ævarsson skrifar 27. apríl 2023 23:25 Pablo var atkvæðamikill í kvöld VÍSIR/BÁRA DRÖFN Íslandsmeistarar Vals unnu sannkallaðan stórsigur er liðið tók á móti Þór frá Þorlákshöfn í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 91-65. Ríkjandi Íslandsmeistarar Vals voru komnir með bakið upp við vegg fyrir leik kvöldsins, ekkert nema sigur gat haldið tímabilinu þeirra á lífi. Fyrir leik bárust þær fréttir að Vincent Shahid yrði ekki með Þórsurum vegna veikinda og þá er Pablo Hernandez puttabrotinn, svo að fyrir leik vantaði þegar tvo leikmenn í þeirra róteringu. Ekki skánaði það svo þegar leikurinn hófst en Jordan Semple fékk högg á öxlina eftir rúmar tvær mínútr og lék ekki meira með, og var raunar ekki einu sinni á bekknum. Þunnskipaðir Þórsarar voru þó ekki á því að gefast upp og héldu ágætlega í við Valsmenn í fyrri hálfleik. Þórsarar voru glaðir í upphafi leiks, en sú gleði var skammvinnVísir/Bára Dröfn Klaufalegur endir á 2. leikhluta gerði það þó að verkum að Valsarar fóru inn í hálfleik með tveggja stafa forskot, staðan 41-30. Valsmenn að spila vel, miklu líflegri og beittari en í síðasta leik og stemmingin í húsinu til fyrirmyndar. Mögulega sigurvonir Þórsara voru fljótar að gufa upp í seinni hálfleik. Þeir voru að spila á reynslulitlum mönnum sem hafa ekki séð parketið mikið í vetur, en það verður að gefa þeim stórt hrós fyrir að mæta óhræddir á völlinn í kvöld. Þeir voru sannarlega ekki litlir í sér, en mættu einfaldlega ofjörlum sínum að þessu sinni. Seinni hálfleikurinn var nokkuð auðveldur fyrir Valsara sem héldu áfram að bæta í forskotið sem fór mest í tæp 30 stig. Báðir þjálfarar tæmdu bekkina þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir, ómetanleg reynsla þar fyrir unga og óreynda leikmenn. Þórsarar gætu mögulega þurft að nýta þessa reynslu í næsta leik ef sjúkralistinn fer ekki að styttast. Valsmenn fagna af innlifunVÍSIR/BÁRA DRÖFN Af hverju vann Valur? Þeir fóru illa með fáliðaða Þórsara og unnu hálfgerðan skyldusigur. Þeirra lykilmenn voru miklu betri en í síðasta leik og sigurinn aldrei í raunverulegri hættu. Hverjir stóðu upp úr? Stigaskorið dreifðist vel hjá Völsurum í kvöld og enginn sem skaraði virkilega fram úr. Sannkallaður liðssigur að þessu sinni en fimm leikmenn þeirra skoruðu ellefu stig eða meira. Callum Lawson var þó stigahæstur með 16 stig og Kári Jónsson kom næstur með 15. Kári klikkaði ekki úr þristi í kvöld, þrír ofan í í þremur skotum og bætti við sjö fráköstum. Þórsarar skoruðu lítið í kvöld, söknuðu Vincent Shahid augljóslega sárt. Fotios Lampropoulos var langtigahæstur þeirra með 15 stig og níu fráköst. Það mæddi mikið á hinum fertuga Fotios í kvöld í fjarveru lykilmanna ÞórsVísir/Bára Dröfn Hvað gerist næst? Liðin mætast aftur á sunnudaginn í Þorlákshöfn. Þar fá Þórsarar annað tækifæri til að koma sér í úrslit og Valsarar berjast áfram fyrir lífi sínu í úrslitakeppninni. Um leið og okkur fór að líða aðeins betur á vellinum fór þetta koma Finnur getur varpað öndinni léttar, í það minnsta fram á sunnudagVísir/Bára Dröfn Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var nokkuð léttur eftir leik en vildi þó ekki gera of mikið úr stórum sigri gegn löskuðu liði Þórs. Hann vildi ekki viðurkenna að sigurinn hefði verið auðveldur. „Engir sigrar í úrslitakeppninni auðveldir en þegar menn sáu að Shahid var ekki með og Semple datt út þá leið mér eins og við ætluðum að skora 4-5 stig í hverri sókn og þeir máttu helst ekki skora stig. Óðagott á okkur fannst mér en um leið og við náðum nokkrum körfum í röð og bundum saman stopp og körfur þá fannst mér þetta koma hjá okkur.“ Það má segja að leikurinn hafi spilast svolítið upp í hendurnar á Valsmönnum þegar kvarnaðist úr hópi Þórsara, bæði fyrir leik og meðan á honum stóð. „Þegar það kom ákveðinn munur fór Lalli að hvíla menn sem maður skilur alveg. En auðvitað spilast þetta svolítið upp í hendurnar á okkur og það er allt annað að spila á móti þeim svona. En að sama skapi þá vorum við búnir að plana að spila á móti ákveðnum mönnum og þá breytist planið. Menn ætluðu að skora held ég tíu stig í hverri einustu sókn en síðast þegar ég vissi var bara hægt að fá eitt, tvö eða þrjú stig fyrir skotin. Leið og það kom smá ró á okkur fannst mér við bara betri og þetta var svona skyldusigur í dag miðað við hvernig þeirra liðskipan var.“ Þrátt fyrir að Þórsarar hafi veitt takmarkaða mótspyrnu í kvöld er ekki hægt að taka það af Valsmönnum að þeir litu miklu betur út í kvöld en í síðasta leik. „Auðvitað stress og allt þannig. Mikið af óþarfa mistökum, í fyrri hálfleik sérstaklega. En um leið og okkur fór að líða aðeins betur á vellinum fór þetta koma. En nú er staðan bara 2-1 og við ennþá án heimaleikjaréttarins. Næsti leikur og það er bara sama.“ Stuðningsmenn Vals hafa fengið nokkrar pillur á samfélagsmiðlum undanfarið fyrir dræma mætingu á leiki. Þeir mættu þó margir í kvöld og létu vel í sér heyra. Finnur hafði þó ákveðnar skýringar á hvers vegna Origo höllin virki stundum tómleg. „Það gleymist stundum að þetta er stórt hús svo það dreifist vel úr þeim. Þeir viljandi settu þá fyrir alla þarna fyrir aftan okkur og þá lítur þetta betur út. En það er líka eitt af þessu stóra sem körfboltadeildin þarf að gera og halda áfram í, að stækka sinn áhorfendakjarna. Það gerist oft með foreldrum krakkanna sem eru að æfa. Nú er það að stækka og þú sérð frábæra mætingu hjá stelpunum.“ „Ég vil nota tækifærið og hvetja alla Valsara, hvort sem þeir eru körfbolta-, handbolta- eða fótboltaþenkjandi eða hvað sem er, að fylkja liði á morgun. Á morgun er flaggskipið okkar að mæta, það eru stelpurnar. Þær eiga möguleika á að vinna þriðja titilinn á fjórum árum. Gaman að fá að vera í íþróttastarfi Vals eins og staðan er í dag.“ Það var kominn tími til þess að við sýndum hvað þetta er gaman Kári Jónsson var einbeittur í kvöld og skotviss með afbrigðumVísir/Bára Dröfn Kári Jónsson, leikmaður Vals, var kampakátur í leikslok. Hann tók undir með blaðamanni að það hafi verið allt annar og betri bragur á leik Vals í kvöld en í síðastaleik. „Það var okkar markmið númer eitt, tvö og þrjú, að koma inn í þennan leik af krafti og mæta með rétt orkustig. Við vildum alls ekki fara í sumarfrí alveg strax.“ Kári var að vonum sáttur með góða mætingu í stúkuna og stuðninginn þaðan. „Hrikalega gaman að sjá marga og góða stemmingu. Það er miklu skemmtilegra að spila og gerir þetta miklu auðveldra og vonandi gerðum við eitthvað í dag til að fá fólkið aftur. Við þurfum líka að hafa gaman og njóta okkar á vellinum svo að fólkið vilji koma og styðja okkur. Mér fannst við gera það nokkuð vel í dag, flottur leikur.“ Aðspurður hvort það hefði haft einhver áhrif á undirbúning að vita að Vincent Shahid yrði ekki með sagði Kári það vissulega möguleika, en Valsmenn hefðu þó reynt að halda einbeitingu. „Það gerir það alveg örugglega eitthvað. En við reyndum að breyta ekkert hugarfarinu okkar. Mæta bara með sömu orku en það væri alveg auðvelt að missa aðeins fókusinn en við hömruðum á að gera það ekki, vera bara virkilega grimmir og þéttir. Mér fannst við gera það vel í byrjun. Auðvitað er fullt af góðum körfuboltamönnum í þessu liði þannig að þetta var ekkert að fara að vera eitthvað labb. Mér fannst við gera vel bara hægt og rólega.“ Þó svo að Þórsarar hafi ekki mætt fullmannaðir til leiks og spilað stóran part leiksins á varamönnum og unglingum, sagði Kári að svona góður sigur og frammistaða gæfi þeim vissulega byr undir báða vængi fyrir næsta leik. „Að sjálfsögðu. Við erum bara virkilega spenntir núna að fara í Þorlákshöfn og gera betur. Getum sett alvöru pressu á þá með sigri þar. Bara hrikalega gaman, þetta er skemmtilegasti tíminn og það var kominn tími til þess að við sýndum hvað þetta er gaman.“ - Sagði Kári Jónsson að lokum, greinilega ansi sáttur með sigurinn og að Valsmenn hafi fundið gleðina á ný. Subway-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn
Íslandsmeistarar Vals unnu sannkallaðan stórsigur er liðið tók á móti Þór frá Þorlákshöfn í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 91-65. Ríkjandi Íslandsmeistarar Vals voru komnir með bakið upp við vegg fyrir leik kvöldsins, ekkert nema sigur gat haldið tímabilinu þeirra á lífi. Fyrir leik bárust þær fréttir að Vincent Shahid yrði ekki með Þórsurum vegna veikinda og þá er Pablo Hernandez puttabrotinn, svo að fyrir leik vantaði þegar tvo leikmenn í þeirra róteringu. Ekki skánaði það svo þegar leikurinn hófst en Jordan Semple fékk högg á öxlina eftir rúmar tvær mínútr og lék ekki meira með, og var raunar ekki einu sinni á bekknum. Þunnskipaðir Þórsarar voru þó ekki á því að gefast upp og héldu ágætlega í við Valsmenn í fyrri hálfleik. Þórsarar voru glaðir í upphafi leiks, en sú gleði var skammvinnVísir/Bára Dröfn Klaufalegur endir á 2. leikhluta gerði það þó að verkum að Valsarar fóru inn í hálfleik með tveggja stafa forskot, staðan 41-30. Valsmenn að spila vel, miklu líflegri og beittari en í síðasta leik og stemmingin í húsinu til fyrirmyndar. Mögulega sigurvonir Þórsara voru fljótar að gufa upp í seinni hálfleik. Þeir voru að spila á reynslulitlum mönnum sem hafa ekki séð parketið mikið í vetur, en það verður að gefa þeim stórt hrós fyrir að mæta óhræddir á völlinn í kvöld. Þeir voru sannarlega ekki litlir í sér, en mættu einfaldlega ofjörlum sínum að þessu sinni. Seinni hálfleikurinn var nokkuð auðveldur fyrir Valsara sem héldu áfram að bæta í forskotið sem fór mest í tæp 30 stig. Báðir þjálfarar tæmdu bekkina þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir, ómetanleg reynsla þar fyrir unga og óreynda leikmenn. Þórsarar gætu mögulega þurft að nýta þessa reynslu í næsta leik ef sjúkralistinn fer ekki að styttast. Valsmenn fagna af innlifunVÍSIR/BÁRA DRÖFN Af hverju vann Valur? Þeir fóru illa með fáliðaða Þórsara og unnu hálfgerðan skyldusigur. Þeirra lykilmenn voru miklu betri en í síðasta leik og sigurinn aldrei í raunverulegri hættu. Hverjir stóðu upp úr? Stigaskorið dreifðist vel hjá Völsurum í kvöld og enginn sem skaraði virkilega fram úr. Sannkallaður liðssigur að þessu sinni en fimm leikmenn þeirra skoruðu ellefu stig eða meira. Callum Lawson var þó stigahæstur með 16 stig og Kári Jónsson kom næstur með 15. Kári klikkaði ekki úr þristi í kvöld, þrír ofan í í þremur skotum og bætti við sjö fráköstum. Þórsarar skoruðu lítið í kvöld, söknuðu Vincent Shahid augljóslega sárt. Fotios Lampropoulos var langtigahæstur þeirra með 15 stig og níu fráköst. Það mæddi mikið á hinum fertuga Fotios í kvöld í fjarveru lykilmanna ÞórsVísir/Bára Dröfn Hvað gerist næst? Liðin mætast aftur á sunnudaginn í Þorlákshöfn. Þar fá Þórsarar annað tækifæri til að koma sér í úrslit og Valsarar berjast áfram fyrir lífi sínu í úrslitakeppninni. Um leið og okkur fór að líða aðeins betur á vellinum fór þetta koma Finnur getur varpað öndinni léttar, í það minnsta fram á sunnudagVísir/Bára Dröfn Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var nokkuð léttur eftir leik en vildi þó ekki gera of mikið úr stórum sigri gegn löskuðu liði Þórs. Hann vildi ekki viðurkenna að sigurinn hefði verið auðveldur. „Engir sigrar í úrslitakeppninni auðveldir en þegar menn sáu að Shahid var ekki með og Semple datt út þá leið mér eins og við ætluðum að skora 4-5 stig í hverri sókn og þeir máttu helst ekki skora stig. Óðagott á okkur fannst mér en um leið og við náðum nokkrum körfum í röð og bundum saman stopp og körfur þá fannst mér þetta koma hjá okkur.“ Það má segja að leikurinn hafi spilast svolítið upp í hendurnar á Valsmönnum þegar kvarnaðist úr hópi Þórsara, bæði fyrir leik og meðan á honum stóð. „Þegar það kom ákveðinn munur fór Lalli að hvíla menn sem maður skilur alveg. En auðvitað spilast þetta svolítið upp í hendurnar á okkur og það er allt annað að spila á móti þeim svona. En að sama skapi þá vorum við búnir að plana að spila á móti ákveðnum mönnum og þá breytist planið. Menn ætluðu að skora held ég tíu stig í hverri einustu sókn en síðast þegar ég vissi var bara hægt að fá eitt, tvö eða þrjú stig fyrir skotin. Leið og það kom smá ró á okkur fannst mér við bara betri og þetta var svona skyldusigur í dag miðað við hvernig þeirra liðskipan var.“ Þrátt fyrir að Þórsarar hafi veitt takmarkaða mótspyrnu í kvöld er ekki hægt að taka það af Valsmönnum að þeir litu miklu betur út í kvöld en í síðasta leik. „Auðvitað stress og allt þannig. Mikið af óþarfa mistökum, í fyrri hálfleik sérstaklega. En um leið og okkur fór að líða aðeins betur á vellinum fór þetta koma. En nú er staðan bara 2-1 og við ennþá án heimaleikjaréttarins. Næsti leikur og það er bara sama.“ Stuðningsmenn Vals hafa fengið nokkrar pillur á samfélagsmiðlum undanfarið fyrir dræma mætingu á leiki. Þeir mættu þó margir í kvöld og létu vel í sér heyra. Finnur hafði þó ákveðnar skýringar á hvers vegna Origo höllin virki stundum tómleg. „Það gleymist stundum að þetta er stórt hús svo það dreifist vel úr þeim. Þeir viljandi settu þá fyrir alla þarna fyrir aftan okkur og þá lítur þetta betur út. En það er líka eitt af þessu stóra sem körfboltadeildin þarf að gera og halda áfram í, að stækka sinn áhorfendakjarna. Það gerist oft með foreldrum krakkanna sem eru að æfa. Nú er það að stækka og þú sérð frábæra mætingu hjá stelpunum.“ „Ég vil nota tækifærið og hvetja alla Valsara, hvort sem þeir eru körfbolta-, handbolta- eða fótboltaþenkjandi eða hvað sem er, að fylkja liði á morgun. Á morgun er flaggskipið okkar að mæta, það eru stelpurnar. Þær eiga möguleika á að vinna þriðja titilinn á fjórum árum. Gaman að fá að vera í íþróttastarfi Vals eins og staðan er í dag.“ Það var kominn tími til þess að við sýndum hvað þetta er gaman Kári Jónsson var einbeittur í kvöld og skotviss með afbrigðumVísir/Bára Dröfn Kári Jónsson, leikmaður Vals, var kampakátur í leikslok. Hann tók undir með blaðamanni að það hafi verið allt annar og betri bragur á leik Vals í kvöld en í síðastaleik. „Það var okkar markmið númer eitt, tvö og þrjú, að koma inn í þennan leik af krafti og mæta með rétt orkustig. Við vildum alls ekki fara í sumarfrí alveg strax.“ Kári var að vonum sáttur með góða mætingu í stúkuna og stuðninginn þaðan. „Hrikalega gaman að sjá marga og góða stemmingu. Það er miklu skemmtilegra að spila og gerir þetta miklu auðveldra og vonandi gerðum við eitthvað í dag til að fá fólkið aftur. Við þurfum líka að hafa gaman og njóta okkar á vellinum svo að fólkið vilji koma og styðja okkur. Mér fannst við gera það nokkuð vel í dag, flottur leikur.“ Aðspurður hvort það hefði haft einhver áhrif á undirbúning að vita að Vincent Shahid yrði ekki með sagði Kári það vissulega möguleika, en Valsmenn hefðu þó reynt að halda einbeitingu. „Það gerir það alveg örugglega eitthvað. En við reyndum að breyta ekkert hugarfarinu okkar. Mæta bara með sömu orku en það væri alveg auðvelt að missa aðeins fókusinn en við hömruðum á að gera það ekki, vera bara virkilega grimmir og þéttir. Mér fannst við gera það vel í byrjun. Auðvitað er fullt af góðum körfuboltamönnum í þessu liði þannig að þetta var ekkert að fara að vera eitthvað labb. Mér fannst við gera vel bara hægt og rólega.“ Þó svo að Þórsarar hafi ekki mætt fullmannaðir til leiks og spilað stóran part leiksins á varamönnum og unglingum, sagði Kári að svona góður sigur og frammistaða gæfi þeim vissulega byr undir báða vængi fyrir næsta leik. „Að sjálfsögðu. Við erum bara virkilega spenntir núna að fara í Þorlákshöfn og gera betur. Getum sett alvöru pressu á þá með sigri þar. Bara hrikalega gaman, þetta er skemmtilegasti tíminn og það var kominn tími til þess að við sýndum hvað þetta er gaman.“ - Sagði Kári Jónsson að lokum, greinilega ansi sáttur með sigurinn og að Valsmenn hafi fundið gleðina á ný.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti