Innlent

Ólafur G. Einars­son er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Ólafur G. Einarsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra.
Ólafur G. Einarsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra. Alþingi

Ólafur G. Einarsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, er látinn, níræður að aldri.

Í Morgunblaðinu í morgun segir að Ólafur hafi andast á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í gær.

Ólafur var sveitarstjóri í Garðahreppi á árunum 1960 til 1972. Hann varð kjörinn þingmaður Reyknesinga fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 1971 og lét af þingmennsku árið 1999. Hann var formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins á árunum 1971 til 1995, menntamálaráðherra 1991 til 1995 og var svo forseti Alþingis á árunum 1995 til 1999.

Á vef Alþingis segir að Ólafur hafi fæðst á Siglufirði 7. júlí 1932, sonur Einars Kristjánssonar forstjóra og Ólafar Ísaksdóttur húsmóður. Ólafur var giftur Rögnu Bjarnadóttur, sem lést árið 2015, og eignuðust þau eina dóttur, Ástu Ragnhildi.

Ólafur stundaði á sínum yngri árum nám í læknisfræði og síðar lögfræði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×