Fernandes tryggði Man United stigin þrjú í jöfnum leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. apríl 2023 15:15 Bruno Fernandes skoraði eina mark leiksins. Shaun Botterill/Getty Images Bruno Fernandes var hetja Manchester United þegar liðið lagði Aston Villa 1-0 í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þá vann Bournemouth góðan sigur í fallbaráttunni og Newcastle United kom til baka gegn Southampton. Líkt og svo oft áður byrjaði Manchester United af krafti og var mun sterkari aðilinn framan af. Alex Moreno, vinstri bakvörður Villa, fékk reyndar gott færi en David De Gea varði vel í marki heimamanna. Það var svo Bruno Fernandes sem kom Man United yfir á 39. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti Marcus Rashford. Markvörður Villa, Emi Martínez, tók útspark sem Casemiro skallaði inn fyrir vörn gestanna. Rashford tók á rás og náði lausu skoti að marki sem Martínez varði til hliðar. Fernandes var fyrstur að kveikja og skoraði af miklu harðfylgi. Staðan 1-0 í hálfleik en í þeim síðari þá fjaraði aðeins undan spilamennsku heimamanna. Gestirnir áttu þó erfitt með að skapa sér almennileg færi en fengu eitt slíkt þegar tæpar tíu mínútur lifðu leiks. Victor Lindelöf bjargaði þá meistaralega á línu. Nær komust gestirnir ekki og vann Man United á endanum 1-0 sigur. Man United nú með 63 stig í 4. sætinu á meðan Aston Villa er í 6. sæti með 54 stig. Úr leik dagsins.Matthew Peters/Getty Images Önnur úrslit Bournemouth vann Leeds United 4-1 í sannkölluðum fallbaráttuslag. Jefferson Lerma skoraði tvívegis fyrir heimaliðið áður en Patrick Bamford minnkaði muninn. Dominic Solanke og Antoine Semenyo bættu við mörkum í síðari hálfleik. Lokatölur 4-1 heimamönnum í vil. Bournemouth er í 13. sæti með 39 stig á meðan Leeds er í 16. sæti með 30 stig, aðeins stigi fyrir ofan fallsætin þrjú. Newcastle United kom til baka gegn Southampton og vann 3-1 sigur. Stuart Armstrong kom gestunum yfir í fyrri hálfleik. Í þeim síðari skoraði heimaliðið þrívegis. Varamaðurinn Callum Wilson skoraði tvennu og Theo Walcott varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. 8 - Callum Wilson has scored eight Premier League goals this April, now the most by a player in a single calendar month for Newcastle in the competition, surpassing Alan Shearer's best of seven in September 1999. Soaring. pic.twitter.com/fJL0MmyhVK— OptaJoe (@OptaJoe) April 30, 2023 Newcastle er í 3. sæti með 65 stig á meðan Southampton er á botni deildarinnar með 24 stig. Fótbolti Enski boltinn
Bruno Fernandes var hetja Manchester United þegar liðið lagði Aston Villa 1-0 í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þá vann Bournemouth góðan sigur í fallbaráttunni og Newcastle United kom til baka gegn Southampton. Líkt og svo oft áður byrjaði Manchester United af krafti og var mun sterkari aðilinn framan af. Alex Moreno, vinstri bakvörður Villa, fékk reyndar gott færi en David De Gea varði vel í marki heimamanna. Það var svo Bruno Fernandes sem kom Man United yfir á 39. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti Marcus Rashford. Markvörður Villa, Emi Martínez, tók útspark sem Casemiro skallaði inn fyrir vörn gestanna. Rashford tók á rás og náði lausu skoti að marki sem Martínez varði til hliðar. Fernandes var fyrstur að kveikja og skoraði af miklu harðfylgi. Staðan 1-0 í hálfleik en í þeim síðari þá fjaraði aðeins undan spilamennsku heimamanna. Gestirnir áttu þó erfitt með að skapa sér almennileg færi en fengu eitt slíkt þegar tæpar tíu mínútur lifðu leiks. Victor Lindelöf bjargaði þá meistaralega á línu. Nær komust gestirnir ekki og vann Man United á endanum 1-0 sigur. Man United nú með 63 stig í 4. sætinu á meðan Aston Villa er í 6. sæti með 54 stig. Úr leik dagsins.Matthew Peters/Getty Images Önnur úrslit Bournemouth vann Leeds United 4-1 í sannkölluðum fallbaráttuslag. Jefferson Lerma skoraði tvívegis fyrir heimaliðið áður en Patrick Bamford minnkaði muninn. Dominic Solanke og Antoine Semenyo bættu við mörkum í síðari hálfleik. Lokatölur 4-1 heimamönnum í vil. Bournemouth er í 13. sæti með 39 stig á meðan Leeds er í 16. sæti með 30 stig, aðeins stigi fyrir ofan fallsætin þrjú. Newcastle United kom til baka gegn Southampton og vann 3-1 sigur. Stuart Armstrong kom gestunum yfir í fyrri hálfleik. Í þeim síðari skoraði heimaliðið þrívegis. Varamaðurinn Callum Wilson skoraði tvennu og Theo Walcott varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. 8 - Callum Wilson has scored eight Premier League goals this April, now the most by a player in a single calendar month for Newcastle in the competition, surpassing Alan Shearer's best of seven in September 1999. Soaring. pic.twitter.com/fJL0MmyhVK— OptaJoe (@OptaJoe) April 30, 2023 Newcastle er í 3. sæti með 65 stig á meðan Southampton er á botni deildarinnar með 24 stig.