Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Telma Lucinda Tómasson les fréttir í kvöld.
Telma Lucinda Tómasson les fréttir í kvöld. Stöð 2

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að verja eitt hundrað og sjötíu milljónum króna til að sporna gegn ópíóðafaraldrinum. Samstaða ríkir hins vegar ekki um afglæpavæðingu neysluskammta. Fjallað verður nánar um málið og rætt við yfirlækni Vogs um mögulegt fyrirkomulag boðaðrar viðbragðsþjónustu vegna vímuefnaneyslu.

Nýr forseti ASÍ segir forsendur kjarasamninga algjörlega brostnar vegna verðbólgu. Við ræðum við hann og aðra í nýrri og sjálfkjörinni forystu sambandsins.

Þá heyrum við í menntskælingum um fyrirhugaða sameiningu framhaldsskóla, kynnum okkur nýja rafmagnsvörubíla, förum á leiksýningu hjá Sólheimum og verðum í beinni frá Laugardalshöll – þar sem strákabandið Backstreet Boys treður upp í kvöld.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×