Styttan var nýlega sett upp á torgi sem nefnt er eftir vísindakonunni Rita Levi-Montalcini. Þykir styttan af hafmeyjunni afar djörf og ögrandi. Fjöldi fólks hefur tjáð sig um hana á samfélagsmiðlum.
„Þetta lítur út eins og hafmeyja með tvö sílikonbrjóst og risastóran rass sem ég hef aldrei séð á hafmeyju áður. Að minnsta kosti ekki svo ég viti,“ skrifaði leikkonan Tiziana Shiacarelli á Facebook-færslu um styttuna.

Adolfo Marcian, yfirkennari hjá Luigi Rosso listaskólanum, bendir á að þarna sé verið að stuðla að öðruvísi staðalímyndum en venjulegt er að gert sé á samfélagsmiðlum, auglýsingum og í kvikmyndum, en nemendur í skólanum hönnuðu styttuna.
„Í auglýsingum í sjónvarpinu eru fyrirsæturnar mjög grannar, en þessi hafmeyja er virðingarvottur um konur sem eru stærri en það,“ hefur The Guardian eftir Marcian.
Styttan verður afhjúpuð og vígð á næstu dögum.