Mikill uppgangur hefur verið í kvennaknattspyrnu hjá Njarðvík á undanförnum misserum. Félagið var varla með starfrækt kvennastarf fyrir ekki svo löngu síðan en mikil fólksfjölgun í Reykjanesbæ hefur stækkað starfið til muna.
Félagið er skráð til leiks í Mjólkurbikarinn í ár og stefnt er að þátttöku á Íslandsmótinu innan fárra ára.
Fyrsti leikur liðsins er nágrannaslagur af bestu gerð en Grindavík, sem leikur í Lengjudeildinni, mætir í heimsókn nú í hádeginu.