Enski boltinn

Fagna sigrinum með því að bjóða leik­mönnum Wrex­ham til Synda­borgarinnar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þessir tveir eru að njóta þess að eiga knattspyrnulið.
Þessir tveir eru að njóta þess að eiga knattspyrnulið. Matthew Ashton/Getty Images

Hollywood-stjörnurnar og eigendur knattspyrnuliðsins Wrexham, Rob McElhenney og Ryan Reynolds, hafa ákveðið að bjóða leikmönnum liðsins til Las Vegas eftir að liðið sigraði ensku E-deildina.

Ævintýrið í Wrexham hefur verið vel skjalfest enda keyptu þeir Rob og Ryan félagið með það að leiðarljósi að gera heimildarþætti um félagið. Það verður þó seint hægt að saka þá félaga um að hafa ekki lagt hjarta, sál og haug af peningum í félagið. Liðið komst upp um deild á dögunum eftir hreint út sagt magnað tímabil.

Wrexham endaði með 111 stig að loknum 46 leikjum sem er met. Þá skoraði liðið 116 mörk og fékk aðeins á 43 á sig.

Þeir Rob og Ryan ætla aldeilis að verðlauna leikmenn liðsins en til að byrja með voru gríðarleg fagnaðarlæti eftir að liðið tryggðis sér sæti í D-deildinni þegar enn var ein umferð eftir. Aftur var fagnað gríðarlega þegar síðasta leik tímabilsins var lokið og nú stefnir í að það verði fagnað duglega í Vegas.

ESPN greinir frá því að eigendurnir ætli að bjóða leikmönnum til Vegas til að fagna sigrinum almennilega. Þeir leikmenn sem verða áfram á mála hjá félaginu munu svo halda til Bandaríkjanna í aðdraganda næsta tímabils þar sem liðið mun hefja undirbúning sinn fyrir D-deildina með leikjum gegn liðum á borð við Los Angeles Galaxy og Manchester United.


Tengdar fréttir

Tróð sér inn á blaða­manna­fund eftir frækinn sigur og heimtaði treyjur leik­manna

Wrexham, eitt frægasta fótboltalið veraldar um þessar mundir, fór upp um deild um liðna helgi. Er liðið loks komið upp í ensku D-deildina og er það að mestu Hollywood-eigendum liðsins að þakka. Virðast þeir komast upp með hvað sem er í Wrexham en annar þeirra mætti á blaðamannafund að leik loknum og heimtaði treyjur tveggja leikmanna liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×