Innlent

Slökkvi­störfum lokið og tækni­rann­sókn fyrir­huguðu í dag

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Ákveðið var að senda menn ekki inn, þar sem húsið var sagt „hanga á lyginni og járnplötum“.
Ákveðið var að senda menn ekki inn, þar sem húsið var sagt „hanga á lyginni og járnplötum“. Vísir/Vilhelm

Slökkvistörfum við Hafnarfjarðarhöfn lauk klukkan þrjú í nótt, eftir að eldur kom upp í húsnæði sem til stóð að rífa. Ekkert liggur fyrir um eldsupptök en tæknirannsókn lögreglu fer fram í dag.

Frá þessu er greint í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um verkefni gærkvöldsins og næturinnar. 

Þar segir að um klukkan 20:32 hafi verið óskað eftir aðstoð vegna bruna í Hafnarfirði, þar sem eldur hefði kviknað í gömlu húsnæði sem hýsti vélsmiðju og slipp. Eldurinn virðist hafa breiðst hratt út og húsið fljótt orðið alelda.

Vísir greindi frá málinu í gærkvöldi og hafði meðal annars eftir Gunnlaugi Jónssyni, aðstoðarvarðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, að ekki væri vitað hvort einhver hefði verið inni í húsinu þegar eldurinn kom upp.

Húsið yrði rifið um leið og slökkvistörfum lyki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×